blaðið - 22.11.2006, Page 8

blaðið - 22.11.2006, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 blaAið hmHf Clinton vinsælust Samkvæmt nýrri könnun fréttastofunar CNN er Hillary Clin- ton sá demókrati sem nýtur mests stuðnings kjósenda fyrir forsetakosningarnar árið 2008. Clinton nýtur helmingi meiri stuðnings en Barrack Obama, John Edwards og Al Gore, lík- legir keppinautar hennar um tilnefningu Demókrataflokksins. Gos með baunabragði fyrir jólin Gosdrykkjaframleiðandinn Jones Soda í Bandaríkjunum hefur hafið framleiðslu á gosdrykkjum með bragði af grænum baunum. Framleiðslan er í tilefni jólanna en fyrirtækið hefur gegnum tíðina vakið athygli fyrir að framleiða gosdrykki með afar sérstöku bragði. Einn er með brúnsósu- og kalkúnabragði. Actavis: Fjárfestir í Rússlandi Actavis hefur keypt 51 prósents hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje. Kaupverðið er 4,2 milljarðar króna og verður helmingnum varið til að stækka verksmiðju fyrirtækisins og auka þar með framleiðslugetuna. Kaupin eru fjármögnuð með lánum. Róbert Wessman, for- stjóri Actavis, segir ZiO Zdorovje vera mjög vel þekkt félag í Rúss- landi og reka einu bestu lyfjaverk- smiðju þar í landi. „Kaupin eru mikilvægt skref í frekari vexti okkar á markaðnum og gera okk- ur kleift að taka þátt í útboðum til sjúkrastofnana á næsta ári.“ Indland: Stórauka viðskipti sín Indversk og kínversk stjórn- völd ætla að tvöfalda milliríkja- viðskipti sín fyrir lok þessa áratugar. Þetta var meðal þess sem var ákveðið á leiðtogafúndi Hu Jintao, forseta Kína, og Manmohan Singh, forsætisráð- herra Indlands, í Nýju-Delí í gær. Þetta er í fyrsta skipti í áratug sem forseti Kína fer í opinbera heimsókn til Indlands. Sam- skipti milli ríkjanna, sem háðu styrjöld fyrir rúmum fjórum áratugum, hafa batnað mikið á síðustu árum og að sama skapi hafa viðskipti þeirra aukist. Starfsmannaskortur á leikskólum borgarinnar: Bitnar á börnum og starfsfólki ■ Leikskólanum lokað klukkan fjögur alla daga ■ Bitnar á öryggi barnanna Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net „Ástandið er mjög erfitt og foreldr- arnirerufarniraðfinna fyrir þrey tu hjá starfsfólki leikskólans sem er undir miklu álagi vegna starfs- mannaskorts," segir Hanna Birg- isdóttir, kennari og móðir þriggja ára barns á leikskólanum Gullborg í vesturbæ Reykjavíkur. „Börnin okkar finna einnig fyrir þessu, en ástandið bitnar náttúrlega fyrst og fremst á þeim. Maður hefur heyrt út undan sér að ástandið sé svipað hjá öðrum leikskólum borgarinnar. Ég frétti af börnum um daginn sem þurftu að borða af pappadiskum, J)ar sem enginn starfsmaður fæst í uppvaskið." Á leikskólanum Gullborg vantar nú 3,4 stöðugildi og fyrir um mán- uði var tekin ákvörðun um að loka leikskólanum klukkan fjögur á dag- inn til að minnka yfirvinnuálag á starfsfólk þó að börnin séu í raun með leikskólapláss til klukkan fimm. Hanna segir að auk þess þurfi hvert barn að vera heima einn dag í viku. „Ég held að það sé lítið að gerast í málefnum leikskól- ans. Við höfum ekkert heyrt og það er ekkert útlit fyrir því að ástandið sé eitthvað að vænkast.“ Hanna segir að foreldrar geri það sem þeir geta til að bjarga mál- unum. „Við vitum hins vegar ekki hvað þetta ástand endist lengi, og það má vel vera að þetta ástand fari að hafa enn meiri áhrif á fjölskyld- urnar. Maður getur tekið barnið með sér í vinnuna, skipst á að vera heima og jafnvel nýtt ömmur og afa. Það er hins vegar ekki hægt að gera það endalaust og við viljum sjá að eitthvað fari að gerast í þessum málum.“ Hanna segir álag á það starfsfólk sem fyrir er vera mikið og að það geri sitt besta. „Það má samt vel vera að eitthvað af því fólki fari að gefast upp vegna álagsins. Ofan á þennan fjölda sem vantar, þá eru alltaf einhver veikindi. Nú er svo komið að álag á starfsfólk undan- farinna vikna er farið að segja til sín og því mikið um veikindi starfs- manna. Foreldrafélagið mætti til að mynda á fund um daginn og þá voru fimm á veikindatöflunni." Rannveig Bjarnadóttir, leik- skólastjóri á Gullborg, vildi ekk- ert tjá sig um málið og vísaði á borgaryfirvöld. Hanna segir starfsmannaskort- inn á leikskólanum einnig bitna á öryggi barnanna. „Starfsfólkið getur varla tekið sér kaffipásu þegar börnin eru úti við að leika sér á leikskólalóðinni. Búið er að loka einhverjum leik- tækjum á leikskólalóðinni þar sem starfsfólkið treystir sér ekki til að hafa yfirsýn til að öryggi barnanna sé tryggt RUÐUVOKVI Á ÖLLUM t vid: Follsniúla, Hædasmara, Salavcg. Smáralind, Stckkjarbakka og Vatnagarda! Hálf milljón Austur-Evrópubúa í Bretlandi: Atvinnan heillar Samkvæmt nýjustu tölum frá breskum stjórnvöldum er fjöldi þeirra Austur-Evrópubúa sem hafa flutt til Bretlandseyja í atvinnuleit eftir stækkun Evrópusambandsins (ESB) árið 2004 kominn yfir hálfa milljón. Samkvæmt tölum frá yfir- völdum innflytjendamála hafa 510 þúsund manns flutt til Bretlands frá 1. maí árið 2004, en þá fengu átta Austur-Evrópuríki aðild að ESB, fram til septemberloka í ár. Tölurnar miðast við þá sem hafa sótt um vinnu í Bretlandi en ekki þá sem hafa tekið upp fasta búsetu eða eru sjálfstætt starfandi. Af þeirri rúmu hálfu milljón Austur-Evrópubúa sem eru við störf eru Pólverjar fjölmennastir eða fleiri en þrjú hundruð þúsund. Litháar eru næstfjölmennastir eða um 11% og fast á hæla þeirra koma Slóvakar um 10%. Stærsti hluti Austur-Evrópumann- Lúndunir Fjölmargir Austur-Evrópu- búar eru nú við störf á Bretlands- eyjum. anna fæst við verksmiðjustörf, eða tæplega 40%, en einnig eru þeir fjöl- mennir í ýmsum þjónustugeirum. Að sögn Liams Byrne, sem fer með innflytjendamál í ríkisstjórn Bret- lands, sýna allar tölur að vinnuafl frá Austur-Evrópu komi Bretum ákaf- lega vel og það fylli upp í eftirspurn á vinnumarkaðnum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.