blaðið - 22.11.2006, Side 12

blaðið - 22.11.2006, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 UTAN ÚR HEIMI Heilbrigðisvandi flfríku eykst Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigöismálastofn- unarinnar fer heilsufar Afríkumanna mjög versnandi og ungbarnadauði er viðvarandi. Samkvæmt skýrslunni eiga 90 prósent malaríutilfella og 60 prósent eyðnisýkinga í heiminum sér stað í álfunni. 20 ára óvild á enda Stjórnvöld á Sýrlandi og í (rak hafa ákveðið að taka upp stjórnmálasamband að nýju en þau hafa ekki átt í formlegum samskiptum í meira en tuttugu ár. Utanríkisráðherrar landanna tilkynntu um ákvörðun- ina eftirfund þeirra í Bagdad í gær. Engar sannanir um tilvist kjarnavopna í íran Bandaríska leyniþjónustan hefur ekki fundið neinar sannanir um að kjarnorkuáætlun klerkastjórnarinnar í íran miðist við framleiðslu kjarn- orkuvoþna. Þetta kemurfram í grein eftir rannsóknarþlaðamanninn Seymour Hersh í tímaritinu The New Yorker. Að sögn Hersh benda gervi- hnattarmyndir ekki til þess að Iranar ætli sér að smíða kjarnorkuvopn. Launagreiðslur drógust hjá íslenska járnblendifélaginu: Þetta voru tæknileg mistök ■ Gjaldkerinn í útlöndum ■ Framkvæmdastjórinn í vanda ■ Öryggisreglur bankans þröskuldur „Þaðgleymdustengarlaunagreiðslur hjá okkur heldur urðu tafir á þeim. Við lentum í tæknilegum mistökum, eins og maðurinn sagði, en náðum að leysa það farsællega,“ segir Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fangs ehf., sem sér um launagreiðslur fyrir íslenska járnblendifélagið. Við síðustu launagreiðslur lenti fyrirtækið í vandræðum þar sem gjaldkeri fyrirtækisins var staddur erlendis. Greiðslurnar töfðust því umfram það sem venjulegt er. Sig- urður segir skýringarnar eingöngu tæknilegs eðlis og veit ekki til þess að neinn hafi lent í óþægindum vegna málsins. „Fjármálastjórinn ætlaði að sjá um málið í fjarveru gjaldkera en að sækja um aukaheimild hjá bank- en nokkuð annað, ég veit ekki til þess öryggisreglur bankans voru þrösk- anum til að leysa þetta. Ég held að að orðið hafi stórslys hjá neinum uldur,“ segir Sigurður. „Við þurftum fólki hafi þótt þetta frekar spaugilegt vegna tafanna.“ Svíþjóð: Morðvopnið fundið? Skammbyssa af sömu gerð og var notuð til að myrða Olof Palme, fyrrverandi forsætisráð- herra Svíþjóðar, í febrúar 1986 fannst í vatni í Dölunum í Sví- þjóð á mánudaginn. Lögreglan hefur leitað að vopni sem var notað í ráni í Mockfjard árið 1983, en í ráninu var einu skoti hleypt af og var kúlan með sömu ísótópasamsetn- ingu og kúlan sem drap Palme. Talsmenn lögreglu segja vopna- númerið vera hið sama og á því vopni sem stolið var í Haparanda árið 1983 og var slðar kallað Mockfjárdsvopnið. Vopnið er af gerðinni Smith & Wesson og hefur verið sent til frekari rannsóknar. Kína: Byggja risa- sólarorkuver Mbl.is Kínverjar hyggjast smíða eitt stærsta sólarraforkuver í heimi. Orkuverið mun afkasta 100 megavöttum og það verður í bænum Dunhuang í Gansu-hér- aðinu í norðvesturhluta landsins. Kínverska ríkið og fjárfestingafé- lag í Peking munu sjá um smíði orkuversins, en það á að taka fimm ár. í síðasta mánuði greindu áströlsk yfirvöld frá því að þau ætli að smíða stærsta sólarraf- orkuver heims sem mun afkasta 154 megavöttum. Að sögn fram- kvæmdaraðila getur orkuverið dregið úr losun gróðurhúsloft- tegunda sem nemur um 400.000 tonnum á ári. Kofi Annan: Fastir í (rak Mbl.is Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að Bandaríkjamenn sitji fastir í Irak og hvatti bandarísk stjórnvöld til þess að taka ákvörðun um brotthvarf frá írak að vel íhug- uðu máli til þess að koma í veg fyrir að ástandið versni enn frekar í land- inu. Segir Annan að Bandaríkin geti hvorki verið áfram í írak né yfirgefið landið. Sumir telja veru þeirra spilla ástandinu í írak á meðan aðrir telja að ef þeir yfirgefi frak þá muni ástandið versna enn frekar.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.