blaðið - 22.11.2006, Síða 17

blaðið - 22.11.2006, Síða 17
blaóiö MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 17 Merkilegar vegmerkingar Vegna umræðna um merkingar vegna vegagerðar vil ég minna á að vegagerð er flokksmál sem er al- menningi óviðkomandi. Fólk sem er að flækjast erindisleysu (jafnvel kvenfólk) út um allar trissur getur sjálfu sér um kennt ef það fer sér að voða þar sem vegagerðarmenn eru að störfum. Dæmi: Eg var að flækjast erindisleysu austur nýju Hringbraut- ina og ætlaði að beygja til vinstri upp Njarðargötu. Þegar ég átti eftir 30 metra í beygjuna kemur í ljós að lokað er inn á Njarðargötu, held ég spölkorn áfram og beygi til vinstri upp að Umferðarmiðstöð og þaðan í átt að gömlu Hringbrautinni og ætla til vinstri þaðan inn á Njarðargötu. Engar merkingar voru sem gáfu til kynna að þetta væri ekki hægt, t.d. að vinstri beygja bæri bönnuð inn á Hringbraut eða þvílíkt.Þarna var dimmt nokkuð og þegar ég tek beygj- una til vinstri inn á Hringbrautina keyri ég beint á skilti sem kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Vegagerð er flokksmál og almenningi óviðkomandi. Umrœðan Kristján Sig. Kristjánssson Baugsmenn greiða laun starfsmanna & Vegna síendurtekinna árása á mig í útvarpi Sögu vil ég benda fólki á eftirfarandi: Fyrirtækið 365 undir stjórnar- formennsku Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar greiðir starfsfólki á útvarpi Sögu laun. Áróður stöðvarinnar í þágu Baugs í Baugsmálinu er því greiddur af ákærðu í málinu. Hér er því ekki um hlutlæga útvarpsstöð að ræða heldur áróðursstöð í þessu máli. Ég hef undir höndum tölvupóst frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni til Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarps- stjóra Sögu, um hvernig hún eigi að fjalla um hann og fjölskyldu hans í Baugsmálinu. Hjálmar Blöndal, fjölmiðlatengill Jóns Ásgeirs, réð Jó- hann Hauksson til starfa og Jóhann Hauksson sendir sína launareikn- inga til 365 miðla. Um þetta vitnar Jóhann Hauksson gjarnan sjálfur. 365 hf. er á hlutabréfamarkaði í Kauphöll íslands án þess að tengsl þess við útvarp Sögu séu þar skráð! Ein hægri hönd Baugsmanna hefur að kvöldlagi dreift tölvu- póstum sem hann segir ranglega að séu frá mér. Þetta gerir hann til þess að villa um fyrir dómsvald- inu. Lögmaður 365, Jón Magnússon, hefur fengið einn slíkan bunka inn um lúguna heima hjá sér. Ég hvet þá, sem hafa fengið þessar send- ingar inn um lúguna hjá sér, til að Á það að líðast að útvarpsstöð sigli undir fölsku flaggi? Umrœðan Jónína Benediktsdóttir hafa samband við mig, svo að ég geti bent þeim á, hvaða blekking- arleikur er stundaður af þessum sendiboða Jóns Ásgeirs. Hvar er útvarpsréttarnefnd? Á það að líðast, að útvarpsstöð sigli undir fölsku flaggi til þess eins að bera í bætifláka fyrir sakborninga í Baugsmálinu, af því að enginn treystir lengur Baugsmiðlunum í þessu máli? Hvar er stjórn Árvak- urs? Á það að líðast, að handbendi Baugsveldisins ritstýri öðru dag- blaði Árvakurs til þess að bera blak af Baugsliðinu? Hvar er eftirlit Kauphallarinnar með skráðum fyr- irtækjum þar? Sama er hvar borið er niður að því er þessa menn varðar, sem kenna sig við Baug, alls staðar er leitast við að baða sig í öðru ljósi en því, sem birtir mönnum sannleikann. Ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla íslands: Ný staða íslands í utanríkismálum: Tengsl við önnur Evrópulönd Ráðstefnan verður haldin í fundarsal Þjóðminjasafns föstudaginn 24. nóvember frá 12:30 til 17:30. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Tekið er við skráningum á www.hi.is/ams Svona fer fyrir flækingum, sem ekki geta setið á borunni heima, það sást best á því að fjöldi flökkufífla ætlaði sömu leið og ég eða ók vestur gömlu Hringbrautina og var strand. Fyrir 30 árum vann ég við vega- gerð á svokölluðum „tipp“. Það er fólgið í því að segja malarflutninga- bílunum hvar þeir eigi að sturta hlassinu og tína svo úr grófasta grjótið, síðan kom hefillinn og slétt- aði úr. Oft voru ferðamenn sem biðu eftir að hefillinn sléttaði binginn svo fært yrði yfir.Það var órofa samstaða vinnuflokksins allt frá verkstjóra niður í „tippara" að ferðafólk þetta væri undantekningarlaust fffl, sem væri á flækingi, þó nóg væri að gera á bæjunum í heyskap og landburður af fiski í „húsunum", urðu kröftugar umræður um þennan óþjóðarlýð í kaffiskúrnum. Nú nú, fyrir fáum árum var ég á ferð í Önundarfirði og ek inn á greiðfæran veg. Vegurinn var sléttur og ekkert benti til að hann væri lokaður eða sérstaldega fáfarinn, hvað þá hættulegur. Ég ek á um 70 km hraða og skyndilega er vegurinn þvert í sundur, ég snarhemla en næ ekki að stöðva og lendi ofan í skurð- inum og upp úr hinum megin. Bíllinn varð töluvert skemmdur en rétt ökufær, munaði þar mestu um ABS-hemlana. Ég talaði við lög- reglu vegna „slyssins" og fóru þeir með umdæmisstjóra Vegagerðar- innar til að skoða aðstæður. Ég taldi nú ýmislegt hafa breyst á 30 árum í viðhorfi Vegagerðarinnar og hafði símsamband við umdæmisstjórann. í úttekt, sem hann gerði á mér, kom fram að ég væri rakið fífl, amlóði og flækingur og væri ekki við öðru að búast en að svoleiðis förufífl færu sér að voða.Þegar lesin eru lög um vegagerð kemur glögglega fram að umdæmisstjórinn var ekki að gera annað en að lýsa anda þeirra laga. Má ég geta þess að lokum að bóta- krafa mín olli óstöðvandi hlátri á að- alskrifstofu Vegagerðarinnar. DAGSKRÁ: Opnun - Valgerður Sverrisdóttir. utanríkisráðherra Inngangur Samningaferlið um þátttöku íslands í Evrópusamrunanum - Einar Benediktsson. fv. sendiherra Magn og umfang lagabreytinga vegna EES - Róbert R. Spanó, dósent við lagadeild HÍ Kostír og gallar nánarí tengsla við ESB Frá sjónarhóli hagfræði: Landbúnaður og ESB - álitaefni við aðild - Ágúst Einarsson. prófessor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ Sjálfstæð peningamálastefna og fákeppni - Gylfi Zoega. prófessor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ Evrópuvæðing íslenska vinnumarkaðarins - Lilja Mósesdóttir, prófessor við Háskólann á Bifröst Evra eða ekki evra - Tryggvi Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ Frá sjónarhóli stjórnmála- og sagnfræði: íslenskir stjórnmálamenn og aðild að ESB: Sérstaða eða sérviska - Baldur Þórhallsson, prófessor við félagsvísindadeild Hl Missa íslendingar sjálfstæðið við inngöngu í ESB? - Guðmundur Hálfdánarson. prófessor við hugvísindadeild HÍ Hvalreki eða skipbrot? Örlög íslensks sjávarútvegs í ESB - Úlfar Hauksson, aðjúnkt við félagsvísindadeild HÍ Eftir ..bandarísku öldina:" Hlutverk annarra Evrópuþjóða í íslenskum utanríkis- og öryggismálum - Valur Ingimundarson, prófessor við hugvísindadeild HÍ Reynsla af fullrí aðild að ESB Svíþjóð - Harry Flam, prófessor við Stokkhólmsháskóla Finnland - Markus Lahtinen, prófessor við Háskólann ÍTampere Pallborðsumræður Marel - Hörður Arnarson, forstjóri Alþýðusamband íslands - HalldórGrönvold. aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtök íslands - Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri Greiningardeild Landsbankans - Bjöm Rúnar Guðmundsson. sérfræðingur HB Grandi - Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HFundarstjóri og stjórnandi pallborðs: Jóhanna Vilhjálmsdóttir Athugið: Takmarkað sætaframboð! Tekið er við skráningum á www.hi.is/ams Höfundur er rafverktaki.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.