blaðið - 22.11.2006, Síða 22

blaðið - 22.11.2006, Síða 22
Afmælisborn dagsms CHARLES DE GAULLE STJÓRNMÁLAMAÐUR, 1890 BENJAMIN BRITTEN TÓNSKÁLD, 1913 HOAGY CARMICHAEL TÓNSKÁLD, 1899 kolbrun@bladid.net Svolítið sænskur Þrettánda sagan JPV útgáfa hefur sent frá sér bókina Þrettánda sagan eftir Diane Setterfield. Margaret Lea, ung kona sem vinnur í forn- bókaverslun föður síns, fær bréf frá einum þekktasta rithöfundi Bretlands, hinni torræðu Vidu Winter. (sex áratugi hefur Vida sagt frétta- mönnum uppdiktaðar sögur úr eigin lífi en hefur nú tekið ákvörðun um að segja sann- leikann um sína tragísku og leyndardómsfullu ævi. Nokkuð hikandi fer Margaret til fundar við Vidu þar sem hún reynir að komast að hinu sanna um fortíð skáldkonunnar og afhjúpar í leiðinni margt sem áður var á huldu í hennar eigin Iffi. Báðar verða þær að horfast í augu við drauga fortíðarinnar og þegar sannleikurinn kemur loks í Ijós verður ekki umflúið að líf þeirra kollvarpist. Þrettánda sagan kom út í Bandaríkjunum fyrir skömmu og rauk beint í 1. sæti á metsölu- lista New York Times. Erlendir útgefendur hafa barist um bókina víða um heim og hún er væntanleg innan skamms á 35 tungumálum og fer þeim fjölgandi. Vinnan og hamingjan JPV útgáfa hefur sent frá sér bókina Hamingja í lífi og starfi eftir höfunda bókarinnar Leiðin til lífs- hamingju sem var á metölulista The New York Times í nærri tvö ár, þá Dalai Lama og Howard C. Cutler. Starf okkar mótar líf okkarframaröðru. Dalai Lama er sammála þeirri skoðun í nútímasálarfræði að beint sam- band sé á milli áhuga okkar á vinnunni og þess hve hamingju- söm við erum. Dalai Lama er einn fremsti andlegi leiðtogi heimsins. Hann hefur helgað líf sitt baráttu fyrir friði og hlaut friðarverðlaun Nóbels 1989. Hann hefur sagt að hverrar trúar sem maðurinn sé þá sé tilgangur lífsins fólginn í því að leita hamingjunnar. var Örn Jósepsson hefur sent frá sér nýja glæpasögu Sá yðar sem syndlaus er, en eitt af umfjöllunarefnum þessarar athyglisverðu bókar er trúarofstæki. „Við höfum verið að horfa upp á það undanfarin ár hvaða afleiðingar trúarofstæki getur haft,“ segir Ævar Örn. „Við sjáum það í smáu hér heima á íslandi en það er alveg nógu slæmt samt. Hér eru trúfélög sem notfæra sér neyð fólks og einstæðingsskap. Við sjáum þetta i stærra samhengi erlendis þar sem menn eru ýmist með Biblíuna eða Kóraninn á lofti og nota þessi ágætu rit til að berja á náunganum." Sögupersónur banka á öxlina Þú skrifar þjóðfélagslegar glœpasögur. Afhverju? „Flestar glæpasögur sem eitthvað er varið í fjalla ekki einungis um það að einhver sé drepinn oglöggan hefji leit að morðingjanum. Eg játa á mig þá sök að vera svolítið sænskur, enda eru Sjöwall og Wahlöö min Biblía. Ég er mjög hrifinn af skandinavíska skólanum í glæpasögunum, sem hefur smitað frá sér út um allt. Maður verður að skoða samfélagið og pota aðeins og benda á það sem miður fer. Við höfum það alltof gott hérna á Islandi en það má alltaf finna eitthvað að.“ Þú hefur áður skrifað bækur um Stefán, Katrínu, Guðna ogÁrna, sem fást við rannsókn sakamála. Þetta er kannski lummuleg spurning en er þettafólk orðið eins ogheimilisvinir í þínu lífi? „Það er ekki þannig að ég hugsi um sögupersónur mínar þegar ég er einhvers staðar á mannamótum. En þegar ég sest við tölvuna og fer að skrifa um sögupersónurnar og hugsa um þær þá er gaman. Ég hef miklu meira yfir þessu fólki að segja en tveimur unglingsdætrum mínum. Ég ræð ekkert við þær. Ég ræð betur við sögupersónurnar en samt ekki alveg vegna þess að þær eiga til að gera hluti sem ég bjóst ekki við af þeim. Þú sagðir að þetta væri lummuleg spurning og svar mitt er kannski lummulegt: Sögupersónurnar koma mér stundum á óvart. Ég set þær inn í aðstæður og svo skálda ég viðbrögð þeirra en átta mig svo á því að viðkomandi persóna myndi aldrei bregðast svona við. Það er eins og Ævar Örn Jósepsson Það er eins og sögupersónan banki á öxlina á mér og segi: Ég myndi aldrei gera þetta svona. Þá bakka ég og tek sjáifan mig út úr þessari jöfnu." Blgðið/Eýþór sögupersónan banki á öxlina á mér og segi: Ég myndi aldrei gera þetta svona. Þá bakka ég og tek sjálfan mig út úr þessari jöfnu.“ Blómstrandi grein Finnst þér glcepasögur vera teknar alvarlega afbókmenntafólki? „Það er sífellt meira um að það sé gert. En af einhverjum undarlegum ástæðum er enn til fólk í sjálfskipaðri menningarelítu sem sér sig knúið til þess af fyrra bragði að agnúast út í glæpasöguna og tala um hana af hroka og fyrirlitningu. Maður heyrir þetta fólk segja: „Það þýðir ekkert að skrifa skáldsögu í dag, það er ekkert gefið út nema krimmar". Rithöfundar sem tala svona verða bara að skrifa betri skáldsögur! Svo er ansi einkennilegt þegar fræðimenn á sviði bókmennta fara í fýlu vegna þess að gróska er í glæpasagnagerð. Þar sem áður var aumingjalegur kvistur er nú komin stór blómstrandi grein. Menn eiga að fagna aukinni fjölbreytni. Ég skil ekki svona hugsunarhátt. Það er enginn sem skikkar þetta fólk til að lesa krimmana og það þarf ekki að kaupa þá. Af hverju þarf það þá að agnúast út í glæpasögur?" En eru glœpasögur ekki formúlubœkur? „Hvaða bækur eru ekki formúlubækur? Það er til nokkuð sem heitir þroskasaga og slíkar sögur þykja ægilega fínar bókmenntir á sumum bæjum. Ég veit ekki betur en að þær lúti ákveðnum lögmálum. Við höfum ástarsögur og á öðrum endanum er Barbara Cartland og á hinum Jane Austen. Á að bera þær saman? Báðar lúta lögmálum skáldskaparins, lögmálum frásagnarinnar og lögmálum ástarsögunnar. Það þarf að vera spenna milli einstaklinga, það verða að vera vandamál og eitthvað þarf að standa í veginum fyrir því að ástin blómstri og elskendurnir þurfa að farast á mis að minnsta kosti einu sinni áður en þau finna hvort annað í lokin. Þetta á jafnt við um Barböru Cartland og Jane Austen. Við erum með alls konar sögur sem eru settar í alls kyns skúffur og það er sama hvaða skúffu við opnum í bókmenntunum. Alls staðar gilda einhver lögmál og formúlur. Það á líka við um glæpasöguna. Þar gilda kannski að einhverju leyti strangari lögmál en það gerir mönnum líka erfiðara fyrir fremur en hitt.“ Með Andreu til Asíu JPV útgáfa hefur sent frá sér bókina Spennið beltin -Til Asíu meðAndreu Róberts. Andrea seldí íbúðina sína, bílinn og aðrar efnislegar eigur, pakk- aði ofan í bakpoka og hélt ein til Asíu. Hún ferðaðist um Indland, Taíland, Kambódíu og Laos og í bókinni segir hún í máli og myndum frá ævintýralegu ferðalagi sínu og hvernig ókunnar slóðir komu henni fyrir sjónir. John F. Kennedy myrtur Á þessum degi árið 1963 var John Fitzgerald Kennedy, 35. forseti Banda- ríkjanna, skotinn þar sem hann var í bílalest á ferð í Dallas. Hinn meinti tilræðismaður, Lee Harvey Oswald, er sagður hafa skotið þremur skotum að forsetanum sem særðist lífshættu- lega og lést hálftíma síðar á sjúkra- húsi. Hann var 46 ára gamall. Oswald var handtekinn en þegar hann var í vörslu lögreglu vék maður nokkur, Jack Ruby, sér að honum og skaut hann til bana. Getgátur hafa verið uppi um að hann hafi skotið Oswald til að koma í veg fyrir að hann greindi frá víðtæku samsæri um að myrða Kennedy. Ruby lést úr krabbameini árið 1967. Allt frá morði Kennedys hafa sam- særiskenningar verið á kreiki og flest- ir telja ólíklegt að Oswald hafi verið einn að verki.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.