blaðið - 22.11.2006, Síða 24

blaðið - 22.11.2006, Síða 24
3 6 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 blaöiö Innrt röddin . Kristín Jónsdóttir, MA í sagnfræöi, heldur hádegisfyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Hl á morgun klukkan 12:15 í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Hlustaðu á þína innri rödd og fjallar um aðdragandann að stofnun Kvenna- framboðs og Kvennalista í Reykjavík árið 1981 og atburði næstu ára á eftir. Jazzklúl)burinn Múliim Annað kvöld gefst jazzunnendum tækifæri til að hlýða á fimmtu tónleikana í röð Jazzklúbbsins Múlans á Domo bar Þingholtsstræti 5. Erik Qvick og Jazz Sendiboðarnir munu leika efnisskrá sem samanstendur af nokkrum vinsælustu lögum Art Blakey’s and the Jazz Messengers. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00. ítarleikarinn og tónskáld- ið Börkur Hrafn Birgis- son, sem stofnaði á sínum tíma fönksveitina Jagúar ásamt félögum sínum, hefur fetað nýjar slóðir undanfarin misseri. Á föstudaginn kemur út hjá Tólf tón- um afrakstur samstarfs hans, Einars Más Guðmundssonar rithöfundar og Elísabetar Eyþórsdóttur söngkonu og ber platan titilinn Þriðja leiðin. „Það má segja að Guð og lukkan hafi leitt okkur saman. Ég var ný- hættur í Jagúar og var að velta fyrir mér hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur næst. Þá kom Einar Már eins og engill af himnum og spurði hvort ég væri ekki að semja tónlist. I kjöl- farið sendi hann mér fullt af óútgefn- um textum sem hann hafði skrifað. Mér leist strax vel á en rak mig þó á það vandamál að ljóðin hans Einars eru ekki sérlega poppuð, þau rima ekki og eru ólík þvi sem vaninn er að vinna með i hefðbundinni poppmús- ík,“ útskýrir Börkur Hrafn. „I fyrstu fannst mér liggja beinast við að gera listræna plötu þar sem Einar læsi ljóð- in sin undir jazzskotinni tónlist. Það Guð og lukkan leiddu okkur saman hafði þó verið gert áður og ég ákvað því að reyna að gera melódíska popp- plötu sem gekk bara mjög vel þegar á reyndi. Þetta var auðvitað mikil vinna og við Einar sátum margar langar nætur yfir kaffi og púsluðum þessu saman en ég er mjög ánægður með útkomuna." Minnir á mömmuna Börkur hafði áður unnið með El- len Kristjánsdóttur og afréð að hafa samband við hana og biðja hana að ljá plötunni rödd sína. „Hún tók vel í það að syngja lögin en benti mér jafnframt á það að hún ætti tvítuga dóttur að nafni Elísabet sem væri ansi góð söngkona. Ég bauð Betu í kaffi og við kíktum á nokkur lög saman. Þá kom í ljós að hún er al- gjör snillingur. Það er margt í rödd hennar sem minnir á mömmu henn- ar en hún er jafnframt mjög einstök," segir Börkur og bætir við að platan sé hálfgert fjölskylduverkefni þvi Eyþór Gunnarsson, faðir Betu og eig- inmaður Ellenar, spilar á hljómborð og aðstoðar við upptökur auk þess sem Ellen sjálf syngur eitt lag og dú- ett í öðru lagi með dóttur sinni „Svo er það svona gestaþraut að reyna að geta hvor þeirra syngur hvaða línu,“ segir Börkur hlæjandi en hann fékk einnig til liðs við sig bassaleikarann Valdimar Kolbein Sigurjónsson, trommuleikarann Scott McLemore, trompetleikarann Kjartan Hákon- arson og saxófónleikarann Sigurð Flosason. Persónuieg plata Fönkhljómsveitin Jagúar starfaði í sjö ár og allan þann tíma spilaði Börkur Hrafn lítið annað en fönk. „Það var töluvert stökk fyrir mig sem tónskáld og gítarleikara að fara út í þessa ljúfu og melódísku tónlist en ég hef alltaf hlustað mjög mikið á all- skyns tónlist og er sérstaklega veikur fyrir söngkonum og rólegri músík,“ segir Börkur brosandi. „Einar Már kynnti mig fyrir ýmissi tónlist sem ég hafði ekki hlustað á áður, til dæm- is bresku þjóðlagasöngkonunni San- dy Denny sem hafði töluverð áhrif á mig meðan ég vann að plötunni. Svo hlustaði ég mikið á Zero seven og nýja platan hennar Emilíönu Torr- ini hafði einnig mikil áhrif á mig.“ Aðspurður um hvernig hann myndi lýsa Þriðju leiðinni segir Börkur að textarnir séu óneitanlega i aðalhlut- verki. „Platan er fyrst og fremst smíð- uð í kringum þessa fallegu texta Einars. Þeir eru alvarlegir og stund- BlaWEyþór um svolítið sorglegir og jafnframt ólgar húmor undir niðri. Frá minni hendi er þetta einlæg plata. Ég stóð á ákveðnum tímamótum í lífinu þeg- ar ég samdi tónlistina." hilma@bladid.net Sími: 553-9595 www.gahusgogn.is Ármúla 19 Helgi Rafn fagnar Tónlistarmaðurinn Helgi Rafn gat sér gott orð í síðustu Idol-keppn- inni hér á landi. Hann hefur nú gefið út sína fyrstu sólóplötu, Personal Belongings, og fagnar útkomunni í kvöld á stóra sviði Borgarleikhússins. Gestasöngv- arar á tónleikunum eru þær Halla Vilhjálmsdóttir og Védís Hervör en þær syngja báðar dúetta með Helga Rafni á plötunni. Borgarbörn frumsýna Borgarbörn er nýstofnað barna- og unglingaleikhús Sönglistar og Borg- arleikhússins. Meðlimir í leikhúsinu eru á aldrinum 8-18 ára og hafa numið við söng- og leiklistarskól- ann Sönglist sem starfræktur er f samstarfi við Borgarleikhúsið. I leikhópnum fá börnin og ungling- arnir tækifæri til þess að stíga á svið undir handleiðslu reyndra leikara og söngvara. í kvöld mun leikhópur- inn frumsýna sitt fyrsta verk á nýja sviði Borgarleikhússins. Um er að ræða jólasöngleik sem bertitilinn Rétta leiðin. Söngleikurinn fjallar um Heiðrúnu Birtu, mannabarn sem alist hefur upp í Jólalandi. Hún er send aftur til mannheima ásamt Kuggi jólaálfi til að rétta öðrum hjálp- arhönd og breiða út friðarboðskap sem er hinn eini sanni jólaboð- skapur. f mannheimum kynnast þau „Kyrjunum" sem í raun trúa ekki á neitt nema sjálfar sig og engan veginn á jólasveininn. Heiðrún, Birta og Kuggur eiga því mikið verk fyrir höndum. I tengslum við sýninguna verður tekið á móti jólapökkum sem Borgarbörn munu afhenda Rauða krossinum, Hjálparstofnun kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd í desember. SÉRSMÍÐUM SÓFA EFTIR MÁLI Opi® á lauagffiffdigaainm J&rá 10 -14.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.