blaðið - 20.12.2006, Side 9
Postulínið
segir sögu Kína
í Gallerí Kína í Ármúla 42 er
hægt að lesa sögu Kína úr postulín-
inu sem þar er selt og ekki síður úr
myndskreytingum postulínsmun-
anna. Allar tákna myndirnar og
mynstrin eitthvað ákveðið, segja
sögu og flytja í raun boðskap sem
þeir skilja sem þekkja uppruna
hlutanna.
Eigandi verslunarinnar Gall-
erís Kína er Dong Quing Guam
sem búið hefur hér á landi í 15 ár.
Aðspurð segist hún hafa komið
til islands í upphafi til að breyta
til. Hún opnaði verslunina Gallerí
Kína í júlílok en nokkru áður hafði
hún verið með sýningu í Kópavogi
á kínverskum listmunum.
„Þegar fólk skoðar vasana, pott-
ana og skálarnar hér í versluninni
geturþað séð íþeimbreytingarnar
sem Kína, menning þess og listir,
hefur gengið í gegnum. Skreyting-
arnar hafa allar þýðingu og tákna
t.d. kannski hamingju eða reiði
og sumt hefur skírskotun til feng
shui-hefðarinnar.“ Quing segir að
í Evrópu hafi verið talað um fine
chine sem táknaði postulín. Það
kom frá Jing de Zheng og þaðan
kemur enn besta kínverska postu-
línið. 1 Gallerí Kína eru margir
hlutirþaðankomnir. Postulínið er
unnið á margvíslegan hátt. Sumir
vasarnir minna svolítið á brennda
leirvasa eins og við þekkjum þá,
aðrir eru með grófri áferð og enn
aðrir silkimjúkir viðkomu. Allt
er postulínið skreytt og í ólíkum
litum, en litirnir segja sögu og
mynstrin einnig. Til dæmis mátti
aðeins keisarinn eiga gula hluti
hér fyrr á öldum þótt nú sé það
breytt.
Smáirogstórirhlutir
Ýmsir smáhlutir sem henta vel
til jólagjafa fást í Gallerí Kína,
allir upprunnir þar eystra. Nefna
má skartgripi, smámyndir mál-
aðar á kínverskan pappír eða
silki. Þarna fást tesett og meira að
segja ekta kínverskt te sem er við
hæfi að nota í kínversku tesettin.
Margs konar kínverskur fatnaður
er seídur í Gallerí Kína svo ástæða
er til þess að líta inn og kynnast
kínverskri menningu með nýjum
hætti um leið og leitað er að fal-
legri og óvenjulegri jólagjöf.
-1.1..LA
Islensku
Jlugmaniýa úrin fást
hjá Gilbert úrsmiQ
Laugavegi 62
wwvv.jswatch.com
Gl LBER'
Laugavegi 62 - tel: 551*4100
RF.YKJAVIK
Qtfðu dansandi
DAXSSKOIJ
Jóils FéUirscgtfBm
Borgartúni 6 - sími 553 6645
Veittu vellíðan - gefóu gjafakort í NordicaSpa
Gjafakort í heilsulind NordicaSpa er tilvalin gjöf. Við bjóðum upp á fyrsta flokks
snyrtimeðferðir fyrir andlit og líkama og ýmsar tegundir af nuddi.
Hægt er að kaupa gjafakort fyrir ákveðna upphæð, í tiltekna meðferð og ýmsa
at ao
spa pakka. Einnig er hæg
einkaþjálfun eða námskei!
þeim sem þú vilt gleðja.
kaupa gjafakort í heilsuræktina - meðlimakort,
Við aðstoðum þig við að finna réttu gjöfina handa
Við leggjum áherslu á andlega og líkamlega vellíðan og er Nordica Spa heimur
út af fyrir sig.
Opnunartímar:
Mán-fimmtd 6:00-21:00 Laugd 9:00-18:00
Föstudaga 6:00-20:00 Sunnd 10:00-16:00
Móttaka opin Þorláksmessu 9.00-23.00
Aðfangadag 9.00-13.00
Nordica Hofel Sú5urlandsbraut 2 * Sími 444 5090
nordicaspa@nordicaspa.ij www.nordicaspa.is