blaðið - 09.01.2007, Qupperneq 6

blaðið - 09.01.2007, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 blaftiö Drengur brennist Drengur á sjöunda ári brenndist í andliti eftir að kviknaði í flíspeysu sem hann var í. Slysið varð á Selfossi á þrettán- danum. Faðirinn hafði útbúið lítinn bálköst sem hann hellti bensíni á úr brúsa. Drengurinn kom þá að með stjörnuljós ii og skyndilega blossaði upp eldurinn upp. DÓMSTÓLAR Ók öivaöur og án leyfis Karlmaður hefur verið dæmdur fyrir ölvunarakstur og að aka án ökuréttinda. Hann neitaði en lögreglumenn staðfestu hins vegar að þeir hefðu séð bifreiðina bakka. Maðurinn missir leyfið í eitt ár og greiðir 135 þúsund. ANDLÁT Magnús Magnússon látinn Margir hafa vottað Magnúsi Magnússyni virðingu sína á minningarsíðu BBC. Sjónvarpsmaðurinn lést í gær, 77 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík en ólst upp í Skotlandi. Hann er stýrði spurningaþættinum Mastermind á BBC í aldarfjórðung. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. SMÁAUGLÝ Sf NGAR $10373} blaöiö Suðuriandsbraut 10 CTD AWT> Sími 533 5800 www.simnet.is/strond i*ýsk gædl á góðu verð Faest í: Árbæjarapóteki, Garðsapóteki, Lyfjavali Alftamýri, Lyfjavali Hæðasmára, Lyfjavali Mjódd, Lyfjaver og Rimaapóteki. Heimsókn í minningu vinar endaði með skelfingu: íslendingur hrapaði til bana eftir fallhlífarstökk ■ Opnaði fallhlífina of seint ■ Mannleg mistök ■ Einn af reyndustu stökkvurum landsins Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net ,Hann vareinnaf okkar bestu vinum og með þeim virkustu í félaginu. Hann fór út í minningu vinar síns og það endaði með þessum skelfi- legu afleiðingum. Þarna var mjög góður vinur á ferð sem við syrgjum mikið,“ segir Steinberg Arnarsson, fallhlífarstökkskennari og forstöðu- maður Skíðaskálans í Bláfjöllum. f fyrradag lést tuttugu og sjö ára gamall karlmaður eftir að hafa stokkið úr þyrlu og opnað fallhlíf sína of seint. Hann hrapaði til bana fyrir framan fjölda gesta á tónlist- arhátíð í Ástralíu. Steinberg segir hann hafa verið með reyndari fall- hlífarstökkvurum landsins með fleiri hundruð stökk að baki og gekk hann undir nafninu fsmaðurinn meðal áhættustökkvara. Nafn hans er ekki gefið upp að svo stöddu. Magnaður persónuleiki Hinn látni var félagi í Fallhlífa- klúbbi Reykjavíkur og Steinberg hafði margsinnis stokkið með honum. Örvar Arnarsson fallhlífar- stökkvari var einn helsti stökkfélagi hins látna ogminnisthansfyrirfram- takssemi og góðmennsku. „Þetta var mjög kröftugur og magnaður einstaklingur sem gerði alla sína hluti vel. Hann var mikill félagi og við munum sakna hans mjög mikið,“ segir Örvar. „Við félagar í klúbbnum höfum verið að hittast og vinna á þessu saman. Við sendum kærar kveðjur til foreldra hans því þetta er svakalegur missir fyrir þau.“ Erfiður missir Fyrir ári lést vinur hins látna eftir base-stökk af t.ioo metra háum kletti og í minningu hans heimsótti hann fjölskyldu vinar síns. Móðir og systir vinarins voru með honum á hátíðinni og urðu vitni að atburð- inum. „Þetta eru hræðilegar fréttir. Ég finn virkilega til með móður hans og veit hversu erfitt það er að missa son. Það sem gerir þetta enn verra er að hún hafði áður misst annan son í bílslysi,“ sagði móðir vinarins í viðtali á áströlskum fréttavef. Mikill persónuleiki Steinberg segir atburðinn ekki lýsa því hversu hættulegt fallhlíf- arstökk sé því um hafi verið að ræða mannleg mistök. „Þetta getur komið fyrir og iðulega ger- ist það hjá þeim reyndustu. Því oftar sem maður stekkur því kærulausari verður maður,“ segir Steinberg. „Hann hafði stokkið nánast allar gerðir af stökkvum og lifði oft á brúninni. Hann var mikill persónuleiki og ákaflega léttlyndur ævintýramaður,“ segir hann. „Við hjá Fallhlífaklúbbi Reykjavíkur hugsum hlýtt til vina og aðstandenda hans í sorg þeirra yfir þessum hræðilega atburði,“ bætir Steinberg við. Steinberg vinur mannsins sem lést Vinir stökkvarans sem lést eru slegnir. Þeir segja hann hafa verið einn þann reyndasta. ■ www.valhusgogn.is Röltu um verslunina okkar I rólegheitum á netinu meö nýja 360’ sýningarkerfinu okkar Þetta veröur þú aö prófa! iS húsqöqn Opiö: Virkadaga 10-18 Armúla 8 - 108 Reykjavik. Laugardaga 11-16 simi 581-2275 ■ 568-5375 Sunnudaga 13-16 JTSALfl IVALHÚSGÖCN Kæra gegn Guömundi í Byrginu á Selfossi: Líkur á að fleiri kærur berist RáöuneyU huniaöi ikýrslu „Ég veit ekki til þess að önnur kæra hafi verið lögð fram. Hins vegar er búið að taka ákvörðun um að vísa kærunni sem liggur fyrir áfram til sýslumannsembættisins á Selfossi,“ segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögregl- unnar i Reykjavík. Ólöf Ósk Erlendsdóttir, fyrrum vistmaður í Byrginu, hefur lagt fram tvíþætta kæru gegn Guð- mundi Jónssyni, fram- kvæmdastjóra Byrgisins, og lagði fram ýmis gögn um samband sitt við hann. Hún kærir hann annars vegar fyrir kyn- ferðisbrot og hins vegar fyrir fjársvik. Lögregla höfuðborgar- svæðisins hefur nú skoðað gögnin sem Ólöf Ósk lagði fram og mun senda málið áfram til sýslumannsins á Selfossi á næstunni. Ólafur Helgi Kjartansson sýslu- maður segir málið ekki enn hafa borist til embættis- ins. „ÞetUhefur ekkienn ' ■ t tr •' " ..... Ifið munum skoða hvað býr að baki Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður Styrktir þrátt fyrir óreiðuna rn Mállð gratalvarlegt N Skýrslu haldið leyndrl ■Féiagsmáiaráðherra ðskaf ettlf tundl_• SStm&S ÆSi sSfeEsa ísrLr* Blaðið 19. des 2006 sem hingað berast fá eðli- lega meðferð lögum sam- kvæmt og auðvitað yrði þetta rannsakað," segir Ól- afur Helgi. „Við munum skoða hvað býr að baki og hvort nægjanleg gögn séu fyrir hendi.“ Sigmundur Ernir Rún- arsson, fréttastjóri Stöðvar 2, sagði við Blaðið á dög- unum að fréttastofan íhugi enn hvort gögn sem hún hefur undir höndum verða afhent. Hann bendir á að nú þegar hafi verið afhent gögn sem styðji á allan hátt umfjöll- unina. „Þetta veltur allt á því hvað okkar heim- ildarmenn vilja gera og Bandaríkin: Gaslykt á Manhattan Lögreglu á Manhattan i New York-borg bárust fjölmargar ábendingar um undarlega og megna gaslykt í borginni í gærdag. Michael Bloomberg borgarstjóri sagði á blaða- mannafundi síðdegis í gær að yfirvöld væru ekki með á hreinu af hverju lyktin stafaði en að rannsókn stæði yfir. Hann sagði þó að engin hætta væri á ferð. Hluta lestarkerfis milli Manhattan og New Jersey var tímabundið lokað vegna fnyksins aukþess sem nokkrar skrifstofubyggingar voru rýmdar. Yfirvöld sögðust „jajjjiframt l ' ðjn

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.