blaðið - 09.01.2007, Side 8

blaðið - 09.01.2007, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 blaðiö UTAN ÚR HEIMI ÍRAK Fjöldí látinna þrefaldast Fjöldi (raka sem létust í otbeldisverkum á síðari sex mánuðum ársins 2006 rúmlega þrefaldaðist samanborið við fyrri hluta ársins samkvæmt Washington Post. Sautján þúsund manns létust í ofbeldisverkum á síðari hluta 2006. Grunaður um morð Lögreglan í Horsens í Danmörku handtók í gær 25 ára karlmann sem er grunaður um að hafa skotið 23 ára fyrrum sambýliskonu sína til bana á sunnudagskvöldið. Maðurinn hafði losnað úr mánaðarlöngu gæsluvarðhaldi á föstudaginn eftir að hafa áður reynt að myrða konuna. Bush rökstyðji fjölgun Nancy Pelosi, nýrforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur sagt að Bush Bandaríkjaforseti muni ekki fá auknar fjárveitingar til stríðsreksturs í (rak án þess að veita fyrir því góö og gild rök. Talið er að Bush muni brátt kynna nýja hernaðaráætlun sem gerir ráð fyrir að tuttugu þúsund hermenn til viðbótar verði sendir til íraks. w MULTI-VIT Náttúruleg fjölvitamín meö steinefnum Vtttn tuevctm fynrþarfir Isknding* 180 töflur Inniheldur 22 valin bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni. heilsa -haföu þaö gott írak: Kærur felldar niður Allar kærur á hendur Saddam Hussein, fyrrum íraksforseta, voru felldar niður í gær þegar réttar- höld vegna Anfal-herferð- ar Husseins héldu áfram. Talið er að á annað hundrað þúsund Kúrda hafi verið myrtir í herferðinni á níunda áratugnum. Réttarhöld yfir sex samverka- mönnum Husseins munu þó halda áfram, en þeir eru allir sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Hussein var hengdur þann 30. desember. réttu Aporiu Barnadansar - Samkvæmisdansar - Suður amerískir Standard - Salsa - Línudansar - Dans ársins - Keppnispör - Brúðarpör Erlendir gestakennarar - Einkatímar - Frábærir kennarar Notalegt andrúmsloft Ath. Kópavogsbær styrkir 6-12 ára böm til dansiðkunar ia Hvonn - j u HK-húsið Digranesi Kópavogsskóli Húnabúð, Skeifunni 11 Innritun og upplýsingar kl. 10.00 -21.00 I sima 862 6168 Dansfélagið Hvönn - HK-húsinu Digranesi, 2.hæð - S. 862 6168 - www.islandia.is/danshusid Vi& kennum þér hafin Hildur Ýr, Óli Geir, Helga, (sak, Arna, Oddur kennsla hefst 10. ja Fyrsta fíokks íslenskur harðfískur C> GULLFISKUR Stækkun nauðsynieg Talsmenn Alcan * segja stækkun álversins í Straumsvik \ nauðsynlega til þess að halda starfsem- inni gangandi hér á landi og benda á að !áP minni álverum sé lokað viða um veröld. .diiÉSÍMllJ ■ ; i p m U J % / Mynd/Rax' •ii mm m mm Stækkun álversins í Straumsvík: Hræðast að lenda á lokunarlista álvera ■ Minni einingum lokað ■ Engar hótanir Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Við erum ekki að hóta neinu heldur teljum við okkur sýna ábyrgð með því að leggja spilin á borðið eins og þau eru. I þessum iðnaði er mikil samkeppni og þó að fyrirtækið gangi vel í dag þá þarf að bæta hag- kvæmni þess til lengri tíma litið,“ segir Hrannar Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Alcan. Ekki hefur verið reiknaður saman hagnaður síðasta árs hjá Alcan en Hrannar segir hagnað 2005 vera á bilinu þrír til fjórir milljarðar. Þrátt fyrir það hafa talsmenn fyrirtækisins gefið í skyn að ef stækkunin verði felld flytji fyrirtækið úr landi í framtíðinni. Á næstu mánuðum munu íbúar Hafnarfjarðar kjósa um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Fækka og stækka Hrannar segir erfitt að segja til um hvenær til brottflutnings kæmi, ef sú staða kæmi upp. Hann segir fjölda ál- vera lokað á hverju ári og það fari eftir stærð þeirra í hvaða röð. „Listi yfir ál- verin styttist neðan frá og minni ein- ingum er lokað. Að hluta til er verk- smiðjan okkar lítil og kemur að því að tækni okkar mun ekki standast samanburð við aðra,“ segir Hrannar. „Okkar spá er sú að án stækkunar og brey tinga muni ekki borga sig að reka þessa einingu eftir ákveðinn tíma. Framtíðin er sú að fyrirtækjum á ál- markaði mun fækka á meðan hvert þeirra mun stækka." f fyrsta lagi í mars Að sögn Steinunnar Þorsteins- dóttur, upplýsingafulltrúa Hafnar- fjarðarbæjar, hefur ekki enn verið tekin ákvörðun um hvort kosningin verður samhliða þingkosningum í vor. Á fimmtudag verða reglur um íbúakosningu lagðar fyrir bæjarráð og á aukafundi skipulags- og bygg- ingarsviðs í næstu viku verður lagt fram deiliskipulag fyrir stækkun álversins. Athugasemdafrestur skipulagsins er sex til átta vikur og því verður ekki hægt að samþykkja það endanlega fyrr en í fyrsta lagi í byrjun mars. Að því loknu getur Usti yfirálverin styttist neðan frá og minni ein- ingum er lokað Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi kosningin farið fram en þá er farið að styttast verulega í kosningarnar. Ofar á lista Aðspurður segir Hrannar að ekki hafi verið reiknað hver kostnaður fyrirtækisins yrði ef pakkað yrði saman og starfsemin lögð niður hér. „Þegar til lengri tíma er litið er það staðreynd að líftími fyrirtækisins hér á landi styttist ef stækkunin verður ekki samþykkt. Það þarf engan sér- fræðing til að sjá að hagkvæmnin verður mun meiri í stærri einingu og sú þróun hefur átt sér stað á undan- förnum árum,“ segir Hrannar. „Þessi stækkun núna ætti að tryggja veru okkar hér í ansi marga áratugi og við myndum komast ofar á lokunarlista álvera. Eftir hana myndi álverið flokk- ast sem ríflega meðalstórt álver.“ Ólögmæt starfsmannaleiga: Starfsemin verður stöðvuð „Búið er að veita fyrirtækinu áminningu. Næstu skref hjá okkur eru að óska eftir lögregluaðstoð og þá verður starfsemi fyrirtækisins stöðvuð,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Fyrir- tækið Geymir ehf. var kært til Vinnu- málastofnunar fyrir ólögmæta starf- semi þar sem það leigði út erlenda starfsmenn til annarra fyrirtækja. Geymir ehf. hefur ekki til þess heim- ildir og er ekki á skrá yfir löglegar starfsmannaleigur. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, Kristinn Helgi Eiríksson, hefur ekki gefið nein svör þegar leitað var eftir þeim og Gissur undrast sinnuleysið. „Við höfum ekki fengið nein við- brögð frá talsmönnum fyrirtækis- ins. Búið er að tryggja að áminn- ingarbréf hafi borist og það er allt á hreinu. Við erum að undirbúa málið til að afhenda það lögregl- unni,“ segir Gissur. ,j)000i Lögreglan í málið Vinnumálastofnun und- irbýr að afhenda iögregiunni málefni ólög- mætrar starfsmannaleigu sem leigt hefur út starfsmenn án heimilda. Engin svör hafa borist frá talsmönnum fyrirtækisins. Blaðið 23. desember

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.