blaðið - 09.01.2007, Page 10

blaðið - 09.01.2007, Page 10
blaðið blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Trausti Hafliðason Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Elín Albertsdóttir Sýslað með aleigu fólks Félag fasteignasala hefur, að kröfu hóps fasteignasala, boðað til félagsfundar á fimmtudaginn. Þar á að ræða þær umdeildu vinnuaðferðir sem nokkrir löggiltir fasteignasalar hafa orðið uppvísir að á síðustu misserum. Samkvæmt fundarboðinu á að ræða sérstaklega þá staðreynd að innan stéttarinnar séu starfandi löggiltir fasteignasalar sem beri ábyrgð á mörgu sölufólki. Hyggjast fasteignasalar ræða hvernig þetta fyrirkomulag snúi að kröfum sem gerðar séu til þeirra samkvæmt lögum, siðareglum og stöðu neytenda. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, sagði í Blaðinu á laugardaginn að þetta fyrirkomulag væri óeðlilegt. Hann hefði áhyggjur af hagsmunum neytenda. Þórarinn M. Friðgeirsson, löggiltur fasteignasali, sagði fyrirkomulagið hafa áhrif á tryggingar fasteignasala. Hagsmunir fólks sem ættu í viðskiptum við þessa fasteignasala væru ekki tryggðir. Þórarinn hefur greinilega miklar áhyggjur af stöðu mála því samtali við Blaðið sagði hann: “Við hræðust það að fasteignasalar verði áfram stimplaðir þannig að þeir eigi frátekið pláss í ákveðnu fangelsi á Vesturlandi.” Fasteignasalar hafa ekki aðeins áhyggjur af þeim löggiltu fasteignasölum sem bera ábyrgð á of mörgum sölumönnum því á fundinum á líka að ræða ýmislegt annað. Meðal annars hyggjast þeir fjalla um “stuld á eignum í einka- og almennri sölu” og óviðeigandi símhringingingum í heimahús þar sem boðið er upp á fasteignaráðgjöf. Það er brýnt að fasteignasalar starfi samkvæmt lögum og reglum og láti ekki gróðafíkn ráð för. Skaðabótamál vegna fasteignaviðskipta hlaupa oft á milljónum króna. Til marks um það þá féll dómur í Héraðsdómi Vesturlands milli jóla og nýárs þar sem fasteignasali var ábyrgur fyrir þekktum galla sem hann tók eftir en skoðaði ekki nánar. Fasteignasalanum var gert að greiða kaupanda fasteignarinnar um tvær milljónir í bætur. Fasteignasalar eru ekki eins og aðrir sölumenn. Þeir eru ekki að selja bækur, með fullri virðingu fyrir bókasölumönnum, heldur eru þeir langoftast að sýsla með aleigu fólks og rúmlega það. Langflestir fasteignasalar eru til fyrirmyndar í starfi sínu. Það er samt greinilega urgur innan stéttarinnar þegar menn sjá ástæðu til þess að boða til sérstaks fundar vegna siðferðisskorts nokkurra. Hið jákvæða í þessu öllu saman er að í Félagi fasteignasala skuli menn vera vakandi yfir þróun mála og vilja ræða málin. Þá er bara að vona að umræðurnar beri árangur og félagið bregðist við vandanum áður en í óefni fer. Mikið er í húfi ekki bara fyrir fasteignasala heldur okkur hin líka. Trausti Hafliðason Auglýsingastjóri: Steinn Kóri Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Simbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins ^WBs* ykkar STYRKUR okkar STYRKUR í Sjúkraþjálfun Styrk að Stangarhyl 7 í Reykjavík eru leikfimihópar og hópþjálfun aö hefjast að nýju. • Vefjagigtarhópur fyrir konur - úthaldsþjálfun, liðleiki og styrkur • Hjartahópar - viðhaldsþjálfun fyrir hjarta- og lungnasjúklinga með reglulegum mælingum • Leikfimi fyrir konur - áhersla á líkamsvitund, styrk og teygjur • Tækjasalur - mánaðarkort / árskort í vel útbúinn tækjasal Takmarkaður fjöldi verður í hópana og vel er fylgst með hverjum og einum. Leiðbeinendur eru allir sjúkraþjálfarar. Frír aðgangur að tækjasal fylgir hópþjálfuninni. Bjóðum nýja þátttakendur velkomna. Nánari upplýsingar og skráning er f síma 587 7750. SlÝRKIlfi 10 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 S'EíLABilM Eyrrí? // A(YiK SztiÞiH oG IV,2? pKó$e hír VEsriR Á XiMU oG HÁLÍU A^-i ?/ fJrpí>i £T0C/ VvRiv ÓpVrArt? TYR.TTI OKKUR VES*L,KAM h SetJ/7 t{AW 5EímT /í EfTiHM' Er Björn Ingi borgarstjóri? Það er eftirtektarvert að fylgjast með störfum nýja borgarstjórnar- meirihlutans - sem fékk reyndar minnihluta atkvæða borgarbúa í kosningunum sl. vor. Borgarstjór- inn, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sést við ýmis hátíðleg og opinber tækifæri, svo sem þegar verið er að vígja húsbyggingar eða jafnvel lyftur. En þegar störf meirihlutans eru gagnrýnd og jafnvel þegar fjallað er um þau almennt, er það langoftast Björn Ingi sem situr fyrir svörum í fjölmiðlum fyrir hönd meirihlut- ans, hvort sem það er í fréttum eða þáttum á borð við Silfur Egils. Birni Inga þykir reyndar ekki verra að vera í sviðsljósinu, en er það ekki sérkennilegt að þessi eini kjörni borgarfulltrúi flokks sem fékk minnst fylgi allra flokka í sveit- arstjórnarkosningunum sl. vor skuli koma almenningi fyrir sjónir sem allsráðandi í borginni? Er borgarstjóri ekki ábyrgur? Sem dæmi má nefna þegar gagn- rýnt var að Faxaflóahafnir hefðu ráðið Óskar Bergsson, varaborgar- fulltrúa Framsóknarflokksins, sem verktaka. Þar bar Björn Ingi ríka ábyrgð þar sem hann er formaður hafnarstjórnar Faxaflóahafna og málið þótti því lykta af pólitískri spillingu. Það hefði mátt ætla að borgarstjóri teldist ábyrgur sem æðsti ráðamaður borgarinnar, en svo var ekki að sjá, því fjölmiðlar inntu hann varla álits á málinu. Eitt fyrsta verk hins nýstofnaða og að mínu mati óþarfa leikskóla- ráðs sem fulltrúi Sjálfstæðisflokks stýrir var að hækka gjaldskrá leik- skóla og frístundaheimila um 9% núna um áramótin. Það var ekki skrýtið þótt Björn Ingi væri spurður út í gjaldskrárhækkanir leikskóla, í ljósi þess að kosningaloforð hans var Margrét Sverrisdóttir gjaldfrjáls leikskóli. En þó svo að hann eigi að svara fyrir svikin kosn- ingaloforð, þýðir það ekki að borg- arstjóri sé laus allra mála, því hann á sem æðsti maður borgarinnar að axla meginábyrgð á slíkum ákvörð- unum og svara fyrir þær. Svikin kosningaloforð borgarstjór- ans sjálfs Sama á við um gjaldskrárhækk- anir borgarinnar sem bitna harka- lega á eldri borgurum. Gjaldskrá fyrir hádegis- og kvöldmat eldri borgara hækkaði um rúm 9% og drykkjarvörur um 10%. Hvernig væri nú að háttvirtur borgarstjóri sæti fyrir svörum varðandi þær verð- hækkanir? Þær ganga nefnilega þvert á kosningaloforð hans, sbr. eftirfarandi klausu úr grein sem nú- verandi borgarstjóri skrifaði FYRIR kosningar, þann 27. mars sl.: „Það er skylda hvers samfélags að búa íbúum sínum jöfn tækifæri til mannsæmandi lífs. Ríki og sveitar- félög hafa þá sameiginlegu ábyrgð að strengja öryggisnet um kjör eldri borgara og örorkulífeyrisþega og tryggja þeim eðlileg lífskjör, sem búa við erfiðar aðstæður. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða lífeyrismál, heilsufar eða félagslegar aðstæður. Nú hafa frambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík sett málefni aldraðra í öndvegi í sinni kosninga- baráttu. Þessi málaflokkur snertir alla og er mælikvarði á það siðferð- isstig sem ríkir I samfélaginu. Betur má ef duga skal og því lít ég á metn- aðarfulla stefnumörkun sjálfstæðis- fólks í Reykjavík sem mikil tímamót og táknræn.“ Svo mörg voru þau orð. Það nýjasta úr borgarmálunum er reyndar það, að borgarstjóri tók á sig rögg og kvaðst ætla að beita sér fyrir því að ekki yrði opnaður spilasalur í verslunarkjarnanum í Mjódd. Það er vissulega jákvætt að borgarstjóri skyldi leggjast gegn fjölgun spila- sala í borginni, en það þýðir ekki að hann eigi að láta augnaþjón sinn um alla aðra pólitík. Höfundur er varaborgarfulltrúi F-lista Klippt & skorið Skoðanakannanir ■■■■■■II eru af margvis- ■ legu tagi. Nokkrar Jtý-,, | marktækar gerðir eru til Wf r g _ 'T | | en alltaf freistast sumir JI % J 9 til að gera fréttir úr því fc , / Æ sem ekkert er, nema ■ J hugsanlega samkvæmis- leikur. Tökum sem dæmi að því var slegið upp ( Mogganum að helmingur þeirra sem tóku þátt i könnun á heimasíðu Heimilis og skóla væru einnar skoðunar. Kannski allt í lagi i sjálfu sér fyrir utan að kannanir á heimasíðum hafa lítið sem ekkert með raunveruleikann að gera, end- urspegla ekki almenningsálit heldur einfald- lega hversu oft þeir nenntu að kjósa sem sáu könnunina. Eða eru allir búnir að gleyma því hvernig Sveppi varð sjónvarpsmaður ársins? Sumar kannanir vekja upp fleiri spurningar en þær svara. Aðstandendur Mannlífs hafa undanfarið auglýst stærstu skoðana- kannanir landsins. Þeir skauta hins vegar fram- hjá því að kannanirnar eru nokkuð vafasamar, framkvæmdar af Plúsnum sem sendir út tölvu- póst á þúsundir elnstaklinga sem hafa skráð sig hjá fyrirtækinu í von um að vinna pening. Niðurstöðurnar ráðast svo af því hverjir svara. Þó fyrirtækið reyni að vinna úr tölunum með því að jafna dreifingu eftir aldri og öðru eru þessar kannanir ekki svo ýkja frábrugðnar könnunum á heimasíðum, sem einhverjir fjöl- miðlarfalla alltaf fyrir. Svo eru auðvitað til þeir sem hafa fyrst og fremst gaman af leiknum og gera grín að þessu öllu. Það má væntanlega segja um Þorstein Páls- son og Kára Jónasson, ritstjóragengi Fréttablaðsins, og félaga þeirra þegar þeir settu inn súlur um lestur dagblaða á forsíðu Fréttablaðsins. Þeim leiðist ekki á mánu- dögum þegar súlurnar sýna að 77 prósent 12 til 49 ára gamalla íbúa höfuðborgarsvæðisins lesa Fréttablaðið, 48 prósent Morgunblaðið og heil 0 prósent Blaðið, sem að vísu kemur ekki út á mánudögum. Fyndinn svona súludans. brynjolfur@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.