blaðið - 09.01.2007, Page 13
blaðið
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 29
kolbrun@bladid.net
Gildi þýðinga
Tíunda hefti Jons á Bægisá er
komið út. Heftið er blanda af fræði-
legu efni og þýðingum fagurbók-
mennta. Tvær greinar um þýðingar
íslenskra bókmennta á erlend mál
eftir Kristjönu Gunnars og Jón
Bjarna Atlason minna á að þessum
þætti íslenskrar bókmenntasögu
er allt of lítið sinnt, rétt eins og
reyndar þýðingum á íslensku.
Franz Gíslason, einn af stofn-
endum tímaritsins og ritnefndar-
maður frá upphafi sem lést í fyrra,
hafði gengið frá tveimur greinum
fyrir andlát sitt og birtast þær hér.
Önnur er stutt yfirlit um störf hans
sem þýðanda og miðlara íslenskra
bókmennta á þýska tungu og hin
er grein um „hringþýðingar" þar
sem stórstjörnur stjórnmálanna við
lok síðustu aldar koma við sögu.
Ingibjörg Haraldsdóttir ritar minn-
ingarorð um Franz og tekur nú sæti
hans í ritnefndinni.
Sigurður A. Magnússon rekur
einnig störf sín við þýðingar og
miðlun íslenskra bókmennta á
erlendar tungur svo að segja má
að þungamiðja þessa heftis snúi
að þessum þætti hinnar „íslensku
útrásar“.
Nokkur Ijóð eru þýdd hér og hafa
þar verið að verki Sigurður A.
Magnússon, Baldur Óskarsson og
Hallberg Hallmundsson, og einnig
er gerð tilraun með nýtt form á þýð-
ingu tveggja smásagna, en þar eru
birtar í samsíða dálki athugasemdir
sem „tala“ við og um textann
sem um er að ræða. Önnur sagan
er eftir Elias Canetti og þar gerir
þýðandinn, Gauti Kristmannsson,
sjálfur athugasemdir við textann
sem snerta einkum átökin við þýð-
inguna. Hin sagan er eftir Thomas
Brasch og byggir á klassískri goð-
sögn og hefur Gottskálk Þór Jens-
son gert athugasemdir við þá sögu.
Einnig hefur Gauti þýtt Ijóð þýsku
skáldkonunnar Helgu Novak.
Að lokum veitir Kristín Guðrún
Jónsdóttir lesendum innsýn í verk
tveggja höfunda frá Argentínu og
Gvatemala sem lítt eða ekki hafa
verið kynntir fyrr hér á landi.
1»
Rósa Þorsteinsdóttir. „Fullorðnir
ættu einnig að hafa ánægju afþví
að iesa kvæðin og
Mynd/Eyþór
Gömul kvæði í
glæsilegum búningi
nýafstöðnu jólabókaflóði
fór ekki mikið fyrir bókinni
Einu sinni átti ég gott, en þó
er þar örugglega á ferð ein
áhugaverðasta, skemmtileg-
asta og fallegasta bók ársins. Einu
sinni átti ég gott er vísnabók með
gömlum vísum. Bókinni fylgja
tveir geisladiskar þar sem fólk
alls staðar að af landinu flytur
vísurnar. Þær upptökur eru flest-
ar frá 7. áratug siðustu aldar með
fólki sem fætt er á fyrstu áratug-
um 20. aldar eða seint á 19. öld.
Upptökurnar eru varðveittar á
segulböndum í þjóðfræðasafni
Stofnunar Árna Magnússonar.
Rósa Þorsteinsdóttir, skrifstofu-
stjóri á Árnastofnun, sá um efnis-
Myndskreyting Halldórs Bald-
urssonar við Grýlukvæði Jóns
Þorlákssonar.
val í Einu sinni átti ég gott ásamt
Kötlu Kjartansdóttur.
„Þetta verkefni hefur tekið nokk-
ur ár,“ segir Rósa. „í segulbanda-
safni þjóðfræðasafnsins er að
finna mikið af skemmtilegu barna-
efni. Meginhlutann af því efni söfn-
uðu Helga Jóhannsdóttir og Jón
Samsonarson á árunum 1963 -1971.
Þau höfðu uppi á fólki sem fætt er
um aldamótin 1900 og létu það
fara með þulur, kvæði og vísur sem
það hafði lært af foreldrum sínum
og afa og ömmu. Þessi flutningur
var hljóðritaður. Við Katla völdum
siðan upptökur sem settar voru á
tvo geisladiska og kvæðin eru einn-
ig prentuð í bókinni. Þarna er efni
sem manni finnst að allir hljóti að
þekkja eins og til dæmis Klappa
saman lófunum en inni á milli
eru kvæði sem ég hef ekki fundið
á prenti og leitaði ég þó töluvert.
Þau kvæði hefðu því glatast hefðu
þau ekki verið hljóðrituð.
Við val á kvæðunum í þessa bók
var haft í huga að kvæðin væru
skemmtileg og einnig var hugað
að fjölbreytni. Öll kvæðin eru þess
virði að þeim sé haldið að börnum.
Fullorðnir ættu einnig að hafa
ánægju af því að lesa kvæðin og
hlusta á þau með börnunum," seg-
ir Rósa.
Halldór Baldursson teiknaði
myndir í bókina af sinni alkunnu
snilli og Sigrún Sigvaldadóttir sá
um hönnun og umbrot.
Snillingur fæðist
Á þessum degi árið 1810 fæddist
pólska tónskáldið og píanóleikar-
inn Frederic Chopin. Margir telja
að ekkert tóriskáld hafi samið feg-
urri tónlist fyrir píanó en einmitt
hann. Chopin lærði að spila á píanó
fjögurra ára gamall og þegar hann
var átta ára lék hann á tónleikum í
Varsjá. Fyrsta verk sitt samdi hann
sjö ára gamall.
að 1 París þar sem hann stundaði
tónsmíðar, píanóleik og kennslu.
Hann átti í stormasömu ástarsam-
bandi við frönsku skáldkonuna
George Sand i tæp tíu ár og þegar
hann veiktist af berklum hjúkraði
hún honum af alúð. Chopin lést
áriði849. Hann hafði mikil áhrif á
önnur tónskáld, þar á meðal Franz
Liszt, Richard Wagner og Claude