blaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANUAR 2007
VEÐRIÐ í DAG
Rigning
Rigning, einkum suðaustanlands.
Austan 8 til 15 á morgun. Hiti yfir-
leitt 5 til 10 stig.
Á MORGUN
Kólnar
Rigning með köflum sunnan-
og vestantil, en þurrt að kalla
norðantil. Hiti 1 til 7 stig.
blaöiö
VÍÐA UM HEIM 1
Algarve 10. Glasgow 2 New York -1
Amsterdam 5 Hamborg 3 Orlando 19
Barcelona 11 Helsinki -12 Osló -7
Berlín 5 Kaupmannahöfn 0 Palma 16
Chícago -3 London 4 París 2
Dublln 5 Madrid 5 Stokkhólmur -6
Frankfurt 3 Montreal -12 Þórshöfn 0
Þorlákshöfn:
Ólafur Ólafsson um afmælisveisluna:
Frakkland:
Réðust á
sofandi mann
Ráðist var á mann sem haíði
lagst til hvílu í húsi í Þorlákshöfn,
þar sem hann var gestkomandi,
síðastliðinn sunnudagsmorgun.
Manninum var hent út úr
húsinu á nærfötunum þar
sem árásarmennirnir gengu
í skrokk á honum. Var hann
skilinn þar eftir hreyfingarlaus
en eítir að þeir voru farnir gat
maðurinn komist inn í nærliggj-
andi hús. Tennur í manninum
brotnuðu og var hann fluttur á
heilsugæslustöðina á Selfossi.
Lögreglan veit hverjir voru að
verki og er málið í rannsókn.
Vatnslekamálið:
106 íbúðir
skemmdar
Alls hafa 106 íbúðir í 13 húsum
orðið fyrir skemmdum vegna
vatnslekans sem varð á Keflavík-
urflugvelli í nóvember. Þetta kom
fram í svari Valgerðar Sverris-
dóttur utanríkisráðherra við
fyrirspurn Jóns Gunnarssonar,
þingmanns Samfylkingarinnar, á
Alþingi í gær. Hún sagði að einn-
ig hefði orðið tjón á öðrum mann-
virkjum eins og leikskóla, skrif-
stofuhúsnæði og verkstæðum.
Valgerður sagði að ekki liggi
fyrir raunhæf áætlun um fjár-
hagslegt tjón af völdum lekans
og að ríkið muni bera kostnað af
tjóninu þar sem ríkiseignir eru
ekki tryggðar. Ríkisendurskoðr
un vinnur að stjórnsýsluúttekt
vegna málsins auk þess sem
Þróunarfélag Keflavíkurflug-
vallar sér um faglegt og óháð
mat á tjóninu og er niðurstöðu
að vænta innan skamms.
Vissi vel af
forpokuðu fólki
■ Þekki þjóðarsálina ■ Stóð undir væntingum ■ Milljarður í velferðarsjóð
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
„Ég þekki mína þjóðarsál. Ég vissi
að f samfélaginu væru forpokaðar
kerlingar og karlar sem myndu saka
menn um dómgreindar- og siðleysi
en einnig ævintýrafólk sem væri
reiðubúið að gera skemmtilega hluti.“
Þetta segir Olafur Ólafsson, stjórn-
arformaður Samskipa, um umfjöll-
unina um veisluna sem hann hélt
síðastliðið laugardagskvöld f tilefni
fimmtugsafmælis síns sem reyndar
er í dag. Meðal skemmtikrafta í veisl-
unni var tónlistarmaðurinn heims-
frægi, Elton John.
Veislan, sem á sjötta hundrað
manns sátu, er sögð hafa kostað á
annað hundrað milljónir króna. „Ég
blanda mér ekki í þá umræðu,“ segir
Ólafur spurður um kostnaðinn.
Ákvörðunin um að fá Elton John til
að skemmta var ekki tekin á einum
degi, að sögn Ólafs. „Þetta var nokk-
urra mánaða undirbúningur. Maður
fær ekki einn af þekktustu lista-
mönnum heims til að koma til
íslands og spila í frystigeymslu
fyrir starfsmenn skipafélags
án nokkurs fyrirvara,“ tekur
Ólafur fram og bætir því við
að tekist hafi að fá tónlistar-
manninn hingað vegna þess
að hann er ekki með stóra
hljómsveit með sér. Hann
komi bara með tæknimenn.
Meðal annarra skemmti-
krafta í veislunni voru Björg-
vin Halldórsson og Bubbi, að
sögn afmælisbarnsins sem
segir veisluna svo sannarlega
hafa staðið undir væntingum.
Ólafur leggur áherslu á
að hann hafi viljað gera
samstarfsmönnum sínum
ærlegan dagamun. „Ég var
ákveðinn í að
geraeitthvað
skemmti-
legt vegna
þessara tímamóta og bjóða til veislu
fólki sem ég hef unnið með, háum
sem lágum. Fólki sem svo sannar-
lega hefur unnið fyrir því að njóta
lífsins."
Hann kveðst sannfærður um að
það göfgi íslenskt samfélag að fá
hingað þekkta listamenn en við það
komist Island og Islendingar betur á
kortið.
Sama dag og veislan fræga var
haldin tilkynntu Ólafur og eiginkona
hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir lands-
lagsarkitekt, að þau hefðu stofnað
velferðarsjóð og lagt honum til einn
milljarð í stofnframlag. Tekjum sjóðs-
ins, arði og vaxtatekjum af stofnfé,
yrði annars vegar varið til ýmissa
verkefna í þróunar-
löndum og hins
/gC vegar til styrktar
verkefnum á
sviði menningar,
mennta og lista á
m íslandi. Gert er
island kemst
betur á kortið
Ólafur Ólafsson, stjórn-
arformaður Samskipa.
ráðstöfunar á hverju ári.
Stofnun þessa sjóðs er í framhaldi
af tveimur verkefnum sem hjónin
taka þátt í og hafa varið til alls á
annað hundrað milljónum króna.
Annað verkefnið er menntaverkefni
á vegum Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna í Síerra Leóne en hitt
styrkur til uppbyggingar Landnáms-
setursins i Borgarnesi í minningu
foreldra Ólafs, Onnu Ingadóttur og
Ólafs Sverrissonar.
ráðfyriraðioo
til 150 milljónir
króna verði til
Kom til að skemmta í
frystigeymslu Tónlistar-
maðurinn Eiton John.
Réttað vegna
barnasmygls
Réttarhöld yfir 56 einstak-
lingum sem sakaðir eru um
að smygla
búlgörskum
börnum til
Frakklands
hófust í gær.
Talið er að
hópurinn
hafi selt að
minnsta
kosti 22 börn
til sígauna
í Frakklandi á árunum 2001 til
2005, en sígaunarnir geta ekki
ættleitt börn vegna fransks
lagaumhverfis. Sigaunarnir
eiga að hafa borgað allt að 700
þúsund krónur fyrir hvert barn.
Mæður barnanna voru
margar búlgarskar vændis-
konur og er talið að þær hafi
verið fluttar til Frakklands þar
sem þær fæddu börnin. Ellefu
sakborninganna eru ákærðir
fyrir að hafa smyglað börnun-
um eða mæðrum þeirra til
Frakklands en 41 er ákærður
fyrir að hafa keypt börnin.
Verk Kjarvals:
Erfingjar
áfrýja
Erfingjar Jóhannesar Kjarvals
listmálara hafa ákveðið að áfrýja
þeim úrskurði Héraðsdóms
Reykjavíkur að sýkna Reykja-
víkurborg af öllum kröfum
þeirra. Höfðu erfingjarnir krafist
þess að borgin léti af hendi
rúmlega 5000 verk og aðra
muni sem hún telur að listamað-
urinn hafi gefið sér árið 1968.
„Þessu verður áfrýjað. Menn
vilja ekki una þessum dómi. Það
er alveg ljóst,“ segir Kristinn
Bjarnason, lögmaður ættmenna
listmálarans. Frestur til að
áfrýja rennur út í byrjun april.
2007 Mazda CX-7
4x4 Grand Touring.
4 cyl. Turbo, 244 hö. 6 þrepa sjálfskipting,
leöur, glertopplúga, allt raflcnúið, Bose
hljómgræjur, "18 álfelgur, loftkæling, ofl.
Til sýnis á staðnum.
Okkar verð: 4.590 þúsund.
www.sparibill.is
Stjórnvöld greiddu 44 milljónir í hergagnaflutnincj:
Gjöf frá Slóveníu til Iraks
Islensk stjórnvöld vörðu 44 millj-
ónum í flutning hergagna til Iraks
á síðasta ári eins og fram kom í
Blaðinu síðastliðinn laugardag. Að
sögn Aðalheiðar Sigursveins-
dóttur, aðstoðarmanns
utanríkisráðherra, var
um að ræða 10 ferðir með
hergögn milli Slóveníu og
Iraks sem kostaðar voru
af íslenskum stjórnvöldum.
„Verið var að flytja farma
af hergögnum sem voru
gjöf frá Slóvenum til Iraka.
Þetta var liður í stuðnings-
aðgerðum NATO vegna þjálf-
unar íraskra öryggissveita
og lögreglu,“ segir hún. Að
auki má nefna að íslensk
stjórnvöld vörðu samtals
24,7 milljónum í Söfnunarsjóð
NATO vegna þjálfunar íraskra ör-
yggissveita síðastliðin tvö ár.
Ríkisstjórnin samþykkti hinn 8.
apríl 2003
að veita 300
neyðar- og mannúðaraðstoðar og
enduruppbyggingarstarfs í Irak.
Síðan þá hafa íslensk stjórnvöld
ráðstafað 388,7 milljónum króna til
aðstoðar við írak samkvæmt svari
utanríkisráðherra við fyrirspurn
Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns
Frjálslynda flokksins.
milljónir
króna til
KostiwOui tslands al Inncás i tiak tajpai 400 ™ulkmlr
44 milljónir í flutning hergagna
Z'tZZ'SZ■U'w.'g-.
IrtM I(Vi—«"muw™.-
I Blaðiö, 20. janúar sl.
Frá írak Islendingar vörðu 44 milljónum í flutning t
á hergögnum frá Ljubljana til Bagdad á síðasta ári..