blaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANUAR 2007
blaöi6
UTAN UR HEIMI
PALESTÍNfl:
Engin þjóðstjórn mynduð
Mahmoud Abbas Palestínuforseta og Khaled Meshaal,
leiðtoga Hamas-samtakanna, tókst ekki að mynda
nýja þjóöstjórn Palestínumanna á fundi sínum í Sýr-
landi á sunnudagskvöldið. Þeir sögðu þó að viðræður
yrðu teknar upp að nýju að tveimur vikum liðnum.
íslamistar drepnir
Stjórnarher Sómalíu og Eþíópíuher drápu að
minnsta kosti tvo íslamista þegar reynt var að hand-
taka nokkra uppreisnarmenn íslamista í höfuðborg-
inni Mogadishu í gær. (slamistar réðust á bilalest
Eþíópíumanna um helgina þar sem fjórir létust.
Ashkenazy nýr yfirmaður ísraelshers
Gaby Ashkenazy, ráðuneytisstjóri ísraelska varnarmála-
ráðuneytisins og fyrrum hershöfðingi, hefur verið ráðinn
nýr yfirmaður Israelshers. Ashkenazy er 52 ára gamall
og tekur við embættinu af Dan Halutz sem sagði af sér í
síðustu viku.
Bretland:
Dæla olíunni
úr skipinu
Byrjað var að dæla 3.500 tonn-
um af olíu úr flutningaskipinu
Napoli í gær en skipið strandaði
undan Devon í suðausturhluta
Bretlands á fimmtudaginn. Nú
þegar hafa um tvö hundruð
tonn af oliu lekið úr skipinu, en
talið er að dæhng olíunnar úr
skipinu geti tekið allt upp í viku.
Um tvö hundruð gámar hafa
þegar farið í sjóinn og hafa
tugir manna gengið meðfram
strönd Devon í þeirri von að
bjarga varningi sem rekið hefur
á land. í tveimur gámanna
sem fóru í sjóinn var meðal
annars að finna efni sem eru
hættuleg umhverfinu, svo sem
rafgeymasýru og ilmvötn.
Erlendir starfsmenn
Fyrirtækið Geymir leigði út
erlenda starfsmenn án þess
að þeir hefðu tilskilin leyfi.
Forsvarsmenn Geymis ehf.:
Ætla að vanda sig
„Þeir er nú komnir með sinn lög-
mann til að vinna í málinu og við
erum í viðræðum við hann. Ég er að
vonast til að þetta mjakist í rétta átt
og mér sýnist þeir ætla að fara eftir
réttum lögum,“ segir Unnur Sverr-
isdóttir, forstöðumaður stjórn-
sýslusviðs hjá Vinnumálastofnun.
Fyrirtækið Geymir ehf. var kært
til Vinnumálastofnunar fyrir að
leigja út erlenda starfsmenn án
þess að hafa til þess tilskilin leyfi.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir feng-
ust engar skýringar frá forsvars-
mönnum fyrirtækisins. Málið
var tekið föstum tökum og var
komið á það stig að starfsemin yrði
stöðvuð.
Unnur segir komið betra hljóð
í forsvarsmenn Geymis ehf. og að
þrýst sé á þá að skrá starfsemina
með löglegum hætti. „Málið er í
vinnslu hjá okkur og við erum í
viðræðum við fyrirtækið. Útlit er
fyrir að þeir ætli að vanda sig og þá
yrðum við alsæl,“ segir Unnur.
Treystum tengslin
norður yfir heiðar
Höfum opnað nýja og glæsilega
verslun að Baldursnesi 6, Akureyri
Frábær opnunartilboð í verslunum okkar
á Akureyri og í Kópavogi
Tilboðsdagar
ifö moroi
vegghandlaugar blöndunartæki
tilboð:
25% afsláttur
intra
eldhúsvaskar
tilboð: tilboð:
25% afsláttur 25% afsláttur
Sundanctí Spas
Heitir pottar
Athyglisverð
tilboð!
■ GEBERIT
innbyggð salerni
tilboð:
34.900 kr.
Hannaðu heimilið með Tengi
Opið:
Virka daga
Laugardaga
08-18
10-15
T€flGI
Smiöjuvegur 76 Kópavogur Sfmi 414 1000 Fax 414 1001 tengi.is
Baldursnes6 Akureyri Simi 414 1050 Fax 414 1051
Tölvuglæpir algengari
Óprúttnir náungar stálu um
það bil 80 milljónum króna af
sænska bankanum Nordea
en slíkir glæpir færast sifellt
íaukana.
Óprúttnir netglæpamenn:
Stálu 80
milljónum
■ Heilbrigð skynsemi besta vörnin
■ Angi af skipulagðri glæpastarfsemi
Sænski bankinn Nordea hefur
greint frá því að hann hafi orðið
fyrir barðinu á óprúttnum net-
glæpamönnum sem hafi tekist að
stela um það bil átta milljónum
sænskra króna, sem samsvarar 8o
milljónum íslenskra króna. Þetta
er eitt stærsta netbankarán sem um
getur en á síðustu 15 mánuðum hafa
um 250 viðskiptavinir bankans lent
í klónum á glæpamönnunum.
Friðik Skúlason tölvusérfræð-
ingur segir að svona atvik séu
mjög algeng og tengist sífellt oftar
skipulagðri glæpastarfsemi. „Það er
fyrst og fremst verið að stíla upp á
trúgirni og tæknilega vankunnáttu
fólks. Þessir aðilar sigta fýrst og
fremst út stóru bankana og sérstak-
lega eru bankar í Brasilíu vinsælir.
Við höfum verið tiltölulega örugg
hér á Islandi af tveimur ástæðum. I
fyrsta lagi vegna þess að menn eru
ekki að herja á íslensku bankana
vegna smæðar þeirra og í öðru lagi
er mjög erfitt að millifæra peninga
út úr landi i íslenskum netbönkum.“
{ tilfelli Nordea fengu viðskipta-
vinir bankans tölvupóst í nafni
bankans þar sem þeir voru hvattir
til að opna meðfylgjandi viðhengi
til að sækja vörn gegn ruslpósti.
Spilað inn á
trúgimi og
vankunnáttu
fóiks
Friðrik Skúlason,
tölvusérfræðingur.
Friðrik segir að slík aðferð sé mjög
algeng. „Fólk smellir þá á tengil sem
fylgir tölvupóstinum og fer þá inn á
síðu sem er eins og heimasíða bank-
ans en er í raun eitthvað allt annað.
Það slær þá inn lykilorðið sitt en fær
aðgangsvillu þar sem fólki er bent á
að reyna aftur eftir fimm mínútur.
En á meðan er bankareikningurinn
hreinsaður.“
Friðrik segir að í flestum til-
fellum sé heilbrigð skynsemi besta
vörnin. „Best er að opna ekki grun-
samleg viðhengi í tölvupósti og ef
maður fær eitthvað i tölvupósti sem
hljómar of vel til að geta verið satt er
það sennilega haugalygi. Heilbrigð
skynsemi er því oft besta vörnin.
Svo er hægt að láta sía hjá sér tölv-
upóstinn auk þess sem vírusvarnar-
forrit gera oft gagn en oft eru vírus-
arnir það nýir að forritin eiga ekki
til svör við þeim.“
Torquay á Bretlandi:
Fawlty í brons
Bæjarstjórnin í Torquay á suður-
strönd Englands hefur ákveðið að
láta búa til sty ttu af hóteleigandanum
Basil Fawlty, sem John Cleese lék eft-
irminnilega í bresku sjón-
varpsþáttunum um
Hótel Tindastól.
Þættirnir sem
framleiddir voru
á áttunda áratug
síðustu aldar gerð-
ust í sjávarbænum, en
Cleese segist hafa
skapað Fawlty í
huganum eftir að
hafa komist í kynni
við afskaplega dóna-
legan hótelstjóra í
Torquay.
Bæjarfulltrúinn
Andy Westwood segir að það sé kom-
inn tími til að bæjaryfirvöld í Tor-
quay heiðri þennan sérstaka son bæj-
arins. „Þættirnir hafa notið fádæma
vinsælda í gegnum tíðina. Þeir eru
sýndir einhvers staðar í heiminum
á hverjum klukkutíma." Að sögn
breskra fjölmiðla hefur
Cleese þegar lagt
yfir áform