blaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 10
Utsa 10 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 blaðiö Hillary Clinton líklegust Öldungadeildarþingmaöurinn Hillary Clinton nýtur mestsfylgis þeirra demókrata sem hafa boðið sig fram til að verða forsetaframbjóðandi flokksins. Samkvæmt nýrri könnun Washington Post er Clinton með 41 prósents fylgi meðal flokksmanna. Barack Obama er annar í könn- uninni með sautján prósenta fylgi. OENEHAL TÍRE ©. Nú er rétti tíminn til að skrá sig á uppbyggilegt námskeið Olíumálun 32 st. Harpa Björnsdóttir Fi. kl. 19-22 (8 vikur frá 25. jan.) Verð: 33.400 kr. Leirlist 21 st. Olga S. Olgeirsdóttir Margrét R. Kjartansdóttir Má. kl. 19:30-21:30 (8 vikurfrá 29. jan.) Verð: 31.100 kr. Prjqnanámskeið 16 st. Ásta Kristín Siggadóttir Þri.kl. 19-22 (4 vikurfrá 30. jan.) Verð kr. 17.100 Myndlist fyrirbörn 6-12 ára 18 st. Svanhildur Vilbergsdóttir Má.kl. 16:15-18 (8 vikurfrá 29. jan.) Verð: 18.300 kr. Tómstundagítar 10 st. Ólafur Gaukur Mi. kl. 19-20 (8 vikurfrá 24. jan.) Verð: 24.300 kr. Skrautritun 20 st. Þorvaldur Jónasson Fi. kl. 17:15-18:45 (10 vikurfrá 25. jan.) Verð: 24.500 kr. Fatahönnun, snið og saumur 32 st. Ásdís Osk Jóelsdóttir Mi. kl. 19-22 (8 vikurfrá 31. jan.) Verð: 33.700 kr. Leiklist fyrir börn 6-10 ára 12 st. Margrét Pétursdóttir Ólöf Sverrisdóttir Mi. kl. 16:30-18 (6 vikurfrá 31. jan.) Verð: 15.200 kr. |ðl MÍMIR simenntun Skeifunni 8 Innritun í síma 580 1808 www.mimir.is Kvörtun til umboðsmanns Sé stutt á milli barna fá foreldrar 80 prósent af 80 prósentum frá Fæð ingarorlofssjóöi. Umboðsmaður Alþingis um fæðingarorlof: Lögin brotin ■ 80 prósent af 80 prósentum ■ Ráöherra endurskoði reglugerð Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Ekki er stoð fyrir því í lögum að nota greiðslur úr Fæðingarorlofs- sjóði til viðmiðunar þegar meðaltal launa síðustu tveggja ára er reiknað út. Þetta er álit umboðsmanns Al- þingis sem beinir þeim tilmælum til félagsmálaráðherra að hann end- urskoði reglugerðina. Núna fá for- eldrar 80 prósent af 80 prósentum frá sjóðnum sé stutt á milli barna. „Ráðherra ber að breyta reglugerð- inni í samræmi við niðurstöðuna og hann hlýtur að gera það. Mér hefur alltaf fundist þetta mjög óeðlilegt og þetta hefur ekki verið í anda tilgangs laganna. Þetta er mikið réttlætismál.“ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, fagnar áliti umboðs- manns Alþingis um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði en flokkurinn hefur lagt fram frumvarp um ýmsar breytingar á greiðslum úr sjóðnum. Umboðsmanni barst kvörtun frá konu sem eignaðist barn í upphafi árs 2003. Hún fékk greiðslur úr Fæð- ingarorlofssjóði í sex mánuði og miðuðust þær við meðaltal launa síðustu tveggja ára fyrir fæðingu barnsins. í júlí 2005 eignaðist konan annað barn. Tryggingastofnun taldi greiðslur úr sjóðnum á árinu 2003 til launa þegar greiðslur vegna se- inna barnsins voru reiknaðar út. Þess vegna fékk hún 80 prósent af þeim 80 prósentum sem hún hafði fengið af meðaltali heildarlauna síð- ustu tveggja ára fyrir fæðingu fyrra barnsins. Konan kvartaði til úrskurðar- nefndar fæðingar- og foreldraorlofs- mála sem staðfesti ákvörðun Trygg- ingastofnunar. Umboðsmaður komst hins vegar að þeirri niður- stöðu að ákvæði reglugerðarinnar um að taka skyldi tillit til orlofs við útreikning á meðaltali heildarlauna væri ekki í samræmi við lög um fæð- ingar- og foreldraorlof. Umboðsmaður benti jafnframt á að verkefni úrskurðarnefndarinnar Alltaf fundist þetta óeðlilegt Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. væri að úrskurða um réttindi ein- staklinga samkvæmt lögunum og þar gengju ákvæði laganna framar reglugerðum. Nefndin hafði svarað fyrirspurn umboðsmanns á þann veg að hún hefði almennt talið sig bundna af ákvæðum reglugerða og ekki tekið beina afstöðu til þess hvort lagaheimild væri nægjanleg en talið það hlutverk dómstóla. Mannræninginn Michael Devlin: Hamingjusamur með Shawn Michael Devlin, maðurinn sem hélt tveimur drengjum föngnum á heimili sínu nálægt St. Louis í Misso- uri-ríki í Bandaríkjunum, segir að hann reikni með að hann hafi verið tiltölulega hamingjusamur árin fjögur sem hann hélt hinum fimrn- tán ára gamla Shawn Hornbeck föngnum. „Ég finn hins vegar ekki fyrir neinu þessa stundina. Nú fel ég til- finningar mínar fyrir öðru fólki,“ segir Devlin í viðtali við New York Post. f viðtalinu lýsir Devlin sjálfum sér sem einfara sem hafi ekki áhuga á kynlífi og aldrei haft löngun til að stofna til rómantísks sambands við aðra manneskju. Hann segir að árið 2002 hafi tilvera sín hrunið þegar hann greindist með sykursýki og Michael Devlin Segirað tilvera sín hafi hruniö árið 2002 þegar hann greindist meö sykursýki. læknar hafi neyðst til að skera af honum tvær tær. f kjölfarið hafi hann átt í vandræðum með að halda jafnvægi og neyðst til að hætta skot- veiðum og fiskveiðum með félögum sínum sem voru helstu áhugamál Devlin. Shawn hvarf um svipað leyti. Devlin lýsir því að þar áður hafi hann átt fjölda vina; flestir þeirra voru samstarfsfélagar á pitsuveit- ingastaðnum þar sem hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra. Devlin og félagar hans spiluðu oft tölvuleiki og póker, en hann missti tengslin við þá þegar þeir gengu í hjónaband og eignuðust börn. Devlin er nú haldið í einangrun af ótta yfirvalda við að aðrir fangar ráðist á hann. Sjálfur segist Devlin ekki hafa áhyggjur af slíku. „Ég mun neyðast til að kljást við það fyrr eða síðar.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.