blaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 14
íWðfsMI blaðiö blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árog dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Trausti Hafliðason Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir Sviptingar í Suðurkj ör dæmi Það urðu nokkrar sviptingar í stjórnmálunum í Suðurkjördæmi um helgina. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, til- kynnti í kjölfar úrslita í prófkjöri flokksins, að hann væri hættur í stjórn- málum. Þá er nú nánast öruggt að Árni Johnsen mun skipa annað sætið á lista sjálfstæðismanna í kjördæminu. Hjálmar freistaði þess að ná kjöri í efsta sæti listans en til þess hefði hann þurft að hafa betur í baráttunni við Guðna Ágústsson, varaformann flokksins. Það er auðvelt að segja það nú en fyrirfram held ég að enginn nema kannski allra hörðustu stuðningsmenn Hjálmars hafi trúað því að þetta tækist. Ef það yrði gerð könnun á því hver af núverandi þingmönnum flokksins væri mesti framsóknarmaðurinn myndu sjálfsagt flestir nefna Guðna Ágústsson. Guðni er að mörgu leyti holdgervingur Framsóknar- flokksins og hann veit það. Hann vildi líka verða formaður en lét undan þrýstingi samflokksmanna sinna um að flokkurinn þyrfti nýja ásýnd. En misreiknaði Hjálmar styrk Guðna? Nei, varla. Hjálmari hefur líklega fundist að eftir tólf ár á þingi þyrfti hann að taka næsta skref. Að hann hefði engu að tapa. í öll þessi tólf ár hefur Framsókn verið í ríkisstjórn en Hjálmar er einn fárra þingmanna flokksins sem aldrei hefur fengið ráð- herrastól. Það hefur vafalaust truflað hann og átt sinn þátt í að ýta honum út í þessa baráttu. Suðurnesjamenn fóru hallloka í prófkjörum Samfylkingarinnar og Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir áramót. Sagan er nú að endurtaka sig hjá Framsóknarflokknum. Á meðal sex efstu í prófkjörinu var Hjálmar sá eini af Reykjanesi. Spurningin er nú hvað framsóknarmenn hyggjast gera eftir að Hjálmar afþakkaði þriðja sæti listans. Eygló Harðardóttir, framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum, hafnaði í fjórða sæti listans, en það er alls ekki sjálfgefið að hún færist upp í það þriðja. Samfylkingarmenn ákváðu að setja Keflvíkinginn Guðnýju Hrund Karlsdóttur, fyrrverandi sveitarstjóra á Raufarhöfn, í fjórða sætið á sínum lista eftir að Ragnheiður Hergeirsdóttir dró sig út af listanum til að sinna bæjarstjóraembættinu í Árborg. Meðal framsóknarmanna er Petrína Baldursdóttir, bæjarfulltrúi í Grindavík, nú nefnd sem fýsilegur kostur í þriðja sætið. Eftir að Árni Johnsen náði öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi urðu töluverðar umræður um það hvort hann fengi að halda sæt- inu. Um helgina gerðist það að kjördæmisráð flokksins í Suðurkjördæmi samþykkti tillögu kjörnefndar um uppstillingu listans. Samkvæmt henni skipar Árni annað sætið. Það eru samt greinilega ekki allir sammála því að Árni eigi sætið skilið því á fundi kjördæmisráðsins var borin upp til- laga sem fól meðal annars í sér að Árna yrði vikið af listanum. Tillagan var felld með 80 prósentum atkvæða. Nú þarf miðstjórn flokksins aðeins að samþykkja listann og þá er Árni svo gott sem kominn á þing. Trausti Hafliðason Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Fyrsta fíokks íslenskur harðfískur GULLFISKUR HOLLUSTA í HVERJUM BITA 14 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 felerxstor (Hn^koaur sýrva <3AUP/'ARABÍSKU/V| VCorxonv, setív Kafa Vtcií ksndfekn^r Ttjtir kldL^ turí, >tilkl^ik<}3 Virítnjiír' Beint lýðræði - ný kjördæmaskipan Við jafnaðarmenn höfum lengi barist fyrir bættu og raunverulegu lýðræði. Lýðræði sem felst í því að almenningur kjósi beint um stærstu málin sem mestu skipta og nýrri skipan kjördæma. Timi fulltrúalýðræðis er liðinn. Samskipti, samgöngur og upplýs- ingatæknin gerir beint lýðræði ekki bara að kosti heldur kallar á stór skref í þá átt. Þá er núverandi kjör- dæmaskipan misheppnuð og henni á að breyta strax að mínu mati. Þessu hefur Morgunblaðið einnig barist fyrir um árabil ásamt kempum á borð við Jóhönnu Sigurð- ardóttur og Össur Skarphéðinsson, þingmenn með meiru. Þá tók Reykj- avíkurlistinn stórt skref í þessa átt þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, boðaði til almennrar kosningar um framtíð flugvallar í Vatnsmýri. Kosið í Firðinum Ibúakosningin í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík er stórt og stefnumarkandi skref í átt að betra og raunverulegra lýðræði. Nú stígur bæjarstjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði þetta mikilvæga skref og leiðir til lykta stórt mál sem alla snertir með milliliðalausri kosningu fólksins í Firðinum. Það er lofsvert pólitískt framtak sem skiptir miklu máli í baráttu fyrir betra og öflugra lýð- ræði í landinu. íbúakosningin í Hafnarfirði ætti að vera stefnumarkandi fyrir ríki og sveitarfélög um að fólkið fái að kjósa beint og milliliðalaust um stærstu málin í samtíma sínum og umhverfi. En sumir stjórnmála- menn óttast ekkert meira en beina aðkomu fólksins. Kjósum um Helguvík Einn þeirra er Árni Sigfússon, bæj- arstjóri í Reykjanesbæ. Hann hafnar afdráttarlaust tillögu Sólar á Suður- nesjum um íbúakosningu um bygg- ingu álvers í Helguvík og virkjana í tengslum við það. Þetta gerir Árni bæjarstjóri án Björgvin G. Sigurðsson rökstuðnings og án þess að ljá máls á því. Af hverju ekki að taka það til athugunar? Hvað er að óttast, Árni, í beinum dómi fólksins? Veit ekki, svei mér þá. Rökin fyrir slíkri kosningu blasa við. Samt segir Árni nei. Eg skora hér með á bæjarstjórann að taka málið til endurskoðunar. Það er ekkert að óttast og dómurinn um stærstu málin er best kominn hjá fólkinu sjálfu. Beint lýðræði er gróin og rík hefð i nokkrum löndum. Fremst eru nokkur fylki Bandaríkjanna og Sviss. Þá er það stjórnarskrárbund- inn réttur fólksins að geta kallað stór mál í beina atkvæðagreiðslu á öðrum Norðurlöndum en á Islandi. Tiltekinn hluti kjósenda, 25% t.d., geti krafist almennrar atkvæða- greiðslu um tiltekið mál. Þessu hefur Samfylkingin barist fyrir um árabil. Þetta eigum við að taka upp í okkar stjórnarskrá. Fyrir því höfum við mörg barist innan Samfylkingarinnar. Breytt kjördæmaskipan Hitt stóra verkefnið í lýðræðis- málum er að breyta kjördæmaskip- aninni aftur. Annað hvort þarf að gera landið að einu kjördæmi eða minnka kjördæmin verulega. Lítil, þriggja manna kjördæmi t.d. ásamt landslista er kostur sem kemur til greina eins og landið eitt kjördæmi með persónuvali á kjördag. Það er hið gamla baráttumál okkar jafn- aðarmanna. Héðinn Valdimarsson flutti fyrstur þá tillögu á Alþingi árið 1927 og Guðmundur Árni Stefánsson nokkrum sinnum síðan. Einn maður, eitt atkvæði eru mannréttindi sagði Héðinn. Af þeim gefum við ekki af- slátt. Það er útgangspunkturinn í málinu og hann er sígildur og leiðar- ljós okkar enn í dag. Það koma nokkrar leiðir til greina. Mestu skiptir að efla lýðræðið og gera það virkara. Núverandi kjör- dæmaskipan er afleit. Þingmenn eru fjarlægir fólkinu og því eigum við sem allra fyrst að breyta henni aftur. Það á að vera eitt af stóru málum komandi kosninga. Að bæta lýðræðið í landinu með ýmsum hætti. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar i Suðurkjördæmi Klippt & skorið Enginn er fullkominn. Allir geta gert mistök. Auðvitað á ekki að gera grín að mistökum. Jafnvel hægtað benda á ein- staka villu hér. Sumar villur eruhins vegar einfaldlega kostulegri en aðrar. Á síðu 11 í íþróttakálfi Morg- unblaðsins stendur i fyrir- sögn „Shag" er ekki leik- fær. Þarerátt viðameríska körfuknattleiksmanninn Shaquille 0'Neal, sem oft er nefndur Shaq. Spurning hvort hann hafi fengið sér „shag", eða einn drátt, og sé þvi alls ekki vinnufær. R itúal sunnudagsins felur líka í sér að horfa með öðru á Silfur Egils," ritar samfylkingarþingmaðurinn Össur Skarphéð- insson á heimasíðu sína. „Pistlar Egils eru stundum áhugaverðir, stundum ekki. Ég er alltaf jafn undrandi á því hvað honum tekst að gera lítið úr starfi stjórnmálamanna. Ég spái því samt að hann verði kominn í framboð um þarnæstu þingkosningar því ailt fas hans og hjal í þátt- unum beinlfnis geislar af óstjórnlegri löngun til að verða einn af oss. Allir þáttastjórnendur eru fullir af þannig dag- draumum," ritar Össur umEgil Helgason. Og á Alþingi var rætt um Kompásþátt, þar sem barnaníðingur setti sig í sambandi við það sem hann hélt að væri 13 áradrengurog stúlka með kynferðissamband í huga. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, var spurður hvernig stæði á því að svo helsjúkur maður væri á vistheimilinu Vernd, fyrir fanga í lok afplánunar. Björn svaraði að bragði að vafa- laust yrði birt um það skýrsla. Skýrslur hafa ekki alltaf leyst vandann. Svarta skýrslan um Byrgið árið 2001 var í það minnsta stimpluð sem trúnaðargagn og hvarf. gag@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.