blaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2007 blaöió INNLENT Undir áhrifum fíkniefna Allt bendir til þess að karlmaður um tvítugt, sem lögreglan á Akranesi stöðvaði aðfaranótt laugardags, hafi verið undir áhrifum kannabiss og kókaíns. Málið er í rannsókn og er beðið eftir niðurstöðu úr blóðprufu. Gæti hann átt yfir höfði sér ökuleyfissviptingu og sekt. Innbrotsþjófur handtekinn Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn síðastliðinn þriðjudag en hann er grunaður um þjófnað á tækjaþún- aði úr vöruhúsi á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hann grunaður um að hafa stolið bíl nóttina áður og talinn tengjast þjófnaði sem tilkynntur var í síðustu viku. Rafmagnsrakvél olli ótta Húsráðandi í Reykjavík óskaði eftir lögregluaðstoð vegna undarlegra hljóða sem bárust frá baðherbergi hans aðfaranótt miðvikudags. Hljóðin reyndust koma frá rafmagnsrakvél sem var í gangi inni í skáþ og slökkti lögreglumaður á vettvangi á vélinni. Húsráðandinn gat þá lagst aftur til svefns. Ráðgátan leyst. Sorg og sorgarviðbrögð Fræðslufundur í Neskirkju í kvöld 25. janúar kl. 20-22. Fvrirlesari sr. Sigríður Kristín Helgadóttir Allir velkomnir! NÝDÖGUN Samtök um sorg og sorgarviðbrögð lENDUR UTBUNAÐURINN ÞÉR FYRIR ÞRIFUM? KAUFWSELIA I SMÁAUGLÝSINGAR 5103737 blaðið bh ttMUttVWWWNMUPCJgT 5103737 blaðið] atófiOCa.Y&i«aAR*BLMlO.«íT te.: Ríkislögreglustjóri vanhæfur i Baugsmálinu: Dansa á línunni Baugsmálið fyrir dómi Setja þarf annan ríkislög- reglustjóra en Harald Johannessen eftir að hann var dæmdur vanhæfur í málinu í Hæstarétti. Mynd/Oúndi Vandasamt Settur ríkislögreglustjóri ákveður framhaldið Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@bladid.net „Dómur Hæstaréttar um vanhæfi rík- islögreglustjóra, Haraldar Johann- essen, verður til þess að við förum varlegar í því að tjá okkur um mál í rannsókn við fjölmiðla." Þetta segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksókn- ari efnahagsbrota. „Það getur orðið vandasamt að uppfylla þessa skyldu sem við höfum um að upplýsa gang mála og samrýma það því að segja ekki of mikið. Þetta er línudans og ég geri ráð fyrir því að við þurfum að dansa hann áfram.“ Hæstiréttur dæmdi í fyrra dag ríkislögreglustjórann vanhæfan í Baugsmálinu vegna ummæla hans í sjónvarpsfréttum. Sagði hann meðal ann- ars að hægt væri með rökum að halda því frám að ríkislögreglu- stjóraemb- orðið of innvolverað í málið til að geta litið hlutlaust á þær ákvarð- anir sem taka þyrfti í framhaldinu. Málið var þá komið inn á borð ríkissaksóknara. Helgi Magnús bendir á að dómur- inn hafi klofnað í afstöðu sinni til vanhæfis Haraldar. Stærstum hluta krafna verjenda Baugsmanna hafi einnig verið hafnað og lítið formsat- riði um hæfið sitji eftir. Öðru ýtt út afborðinu. Ólafur Börkur Þorvaldsson hæsta- réttadómari skilaði sératkvæði við dómsúrskurðinn og taldi að hafna bæri öllum kröfunum. Helgi segir að sá sem verði settur ríkislögreglu- stjóri í Baugs- málinu verði að ákveða hvaða tökum ættið væn Við förum var- legar í því að tjá okkur um mál Helgi Magnús Gunn- arsson, saksóknari efnahagsbrota hann taki málið. „Sá verður að meta það sjálfstætt hvort hann telur rann- sókn málsins eins og hann vill hafa hana. Hann einn veit það.“ í yfirlýsingu forstjóra Baugs, sem birt var i Fréttablaðinu í gær en barst ekki Blaðinu, segir að dómur- inn komi ekki á óvart. „Reyndar tel'ég að Haraldur hafi verið vanhæfur frá fyrsta degi þegar hann ákvað innrás í Baug,“ og bætti við: „Þetta er enn ein sönnun þess að þessir menn frömdu stórkostleg af- glöp í starfi.“ Engir aðrir á2****’&- starfsmenn rík- islögreglustjóra voru taldir van- hæfir í dómi Hæstaréttar. Stjórn Verndar ræðir við Fangelsismálastofnun: Starfsemin endurskoðuð Stjórn Verndar telur mjög mik- ilvægt að farið sé ítarlega yfir alla helstu þætti í máli Ágústs Magnús- sonar, sem er dæmdur kynferðis- brotamaður, en hann braut af sér á meðan hann dvaldi á áfangaheim- ilinu. Stjórnin fundaði síðastliðið þriðjudagskvöld. Ákveðið var að stjórnin myndi ræða við Fangelsismálastofnun ríkisins um það hvort þörf sé á að styrkja úrræðið sem Vernd hefur upp á að bjóða. Ef niðurstaðan er sú verður rætt hvað hægt sé að gera til þess að koma í veg fyrir það að menn sem eru að ljúka afplánun á áfangaheimilinu gerist brotlegir við landslög á meðan þeir dvelja þar. Einnig verða allar reglur um inntöku og skilyrði einstaklinga til vistunar á heimilinu endurskoð- aðar efþörfkrefur. Þjónustusamningurinn milli Verndar og Fangelsismálastofnunar er nú þegar í endurskoðun, sam- kvæmt stjórn áfangaheimilisins, og verður hann skoðaður sérstaklega í ljósi máls Ágústs. Fangelsismála- stofnun hefur frá árinu 1995 vistað þar fanga.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.