blaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 20
Oscar Wilde KoWft kolbrun@bladid.net Þú skalt alltaf fyrirgefa óvinum þínum; ekkert fer meira í taugarnar mí\ Afmælisborn dagsins WILLIAM SOMERSET MAUGHAM RITHÖFUNDUR, 1874 VIRGINIA WOOLF RITHÖFUNDUR, 1882 ROBERT BURNS SKÁLD, 1759 blaði6 32 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2007 Þórdís sýnir í Kaupmannahöfn Sýning a verkum Þórdísar Aðal- steinsdóttur hefur verið opnuð á Norður-Atlantshafsbryggjunni í Kaupmannahöfn. Sýningih er sett á laggirnar í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og er fyrsta einkasýning Þórdísar í Danmörku. Sýningin nefnist Því heyrist þó hvíslað, að einhverjir muni komast af og stendur til 15. apríl. Þórdís stundaði nám við Lista- háskóla íslands og í Barcelona og New York, þar sem hún býr og vinnur í föstum tengslum við galleríið STUX. Metsölulistinn - íslenskar bækur 1. 2. 3. 4. Almanak Háskóla fslands 2007 Háskóli fslands Konungsbók Arnaldur Indriöason Góðan dag barnið mitt August Strindberg ofl. Flugdrekahlauparinn - kilja Khaled Hosseini Asíuréttir PPforlag Breytingaskeiðið Ruth Appleby Eragon - Öldungurinn Christopher Paolini 8 H.C. Andersen pakki H.C. Andersen j Sérgrefurgröf Yrsa Sigurðardóttir 10. Tertur PP foriag Listinn er gerður út frá sölu dagana 17.01 - 23.011 Bókabúö Máls og menningar og Pennanum Eymundsson. Metsölulistinn - erlendar bækur ^ Two Little Girls in Blue Mary Higgins Clark ^ TheTemplarLegacy Steve Berry The Husband Dean R. Koontz 4 The Alchemist - Gift Edition Paulo Coelho Valley of Silence (Cirde Tritogy 3) Nora Roberts Sea Change Robert B. Parker ? AThousandSuns Alex Scarrow 8 TheCell Stephen King 9 WhattoWeartoaSeduction SariRobins- Listinn er gerður útfrá sölu dagana 17.01.07 - 24.01.07 í Pennanum Eymundsson og Bókabúö Máls og menningar TÆKIFÆRI blaöiö SMAAUGLYSINGAR María Ellingsen „Auðvitað er þetta sérstakur kokteill en verkið er oröið ansi meitlað í meðförum okkar og hópsins. Það ergríp- andi og vekur til umhugsunar." BlaÖið/Frikki Heilmikið ferðalag að var gaman að fá símtal frá Tinnu Gunn- laugsdóttur þjóðleik- hússtjóra þar sem hún bauð mér að leikstýra Sælueyjunni," segir María Ellings- en leikstjóri. Leikritið, sem er eftir Jacob Hirdwall, hefst á því að ung- ur maður finnst nær dauða en lífi uppi á hálendi. Hann krefst þess að ná tali af umdeildum forstjóra erfðagreiningarfyrirtækisins Gen- ome Genetics. Maðurinn trúir for- stjóranum fyrir mikilvægu leynd- armáli. Mikilvægar spurningar „Ég tók að mér leikstjórnina með þeim formerkjum að höfundurinn yrði með í því að þróa leikritið áfram,“ segir María. „Ég fann að höfundinum lá mikið á hjarta og viðfangsefni verksins er mikilvægt fyrir alþjóðasamfélagið: Hvar ligg- ur víglínan í vísindum og siðferði í dag? Er vísindamaðurinn að leika Guð? Hvernig guðir erum við fólkið? Hversu langt ætlum við að ganga til að útrýma erfðasjúkdóm- um? Þegar ég hitti höfundinn fannst mér hann mjög klár og djúpt þenkj- andi. Ég og Gréta María Bergsdótt- ir fórum í að þróa þetta leikrit áfram með höfundinum, skutum að honum hugmyndum og hann hélt áfram að skrifa. Síðan gerðist það að í stað þess að setja verkið upp á Stóra sviðinu með tuttugu leikurum þá var ákveðið að stytta verkið um helming og hafa hlut- verkin átta. Þá- var höfundurinn kominn í önnur verkefni. Auðvit- að veltum við Gréta því fyrir okk- ur hvort við treystum okkur til að stytta og endurvinna verkið án hans því við Gréta erum ekki leikskáld þótt við séum glöggar á dramatískan strúktúr. En okkur fannst synd að hætta eftir svona mikla vinnu og því var ákveðið að sigla verkinu í höfn.“ Frábær leikarahópur Gagnrýnendur hafa tekið verkinu fremur fálega. „Þeir eru ekki hrifn- ir af verkinu sjálfu en mér fannst sýningin sjálf fá góða dóma,“ segir María. „Ég er stolt af sýningunni og fann á áhorfendum að hún hreif þá. Ég er með frábæran leikarahóp sem setti sitt mark á leikgerðina á æfinga- tímanum. Verkið var að þróast fram á síðustu stundu. En ef ég hefði mátt breyta einhverju þá hefði ég viljað hafa höfundinn með alla leið. Það er ekki alveg að marka þegar hann dett- ur úr úr ferlinu miðja vegu. Þetta verk er svolítið sérkennilegt. Það er að hluta til heimildarverk um gagnagrunninn og á þann hátt sam- tímarevía. Það er líka eins konar vis- indaskáldsaga með þeim ólíkindum sem því fylgja og svo spyr það djúpra heimspekilegra spurninga. Auðvitað er þetta sérstakur kokteill en verkið er orðið ansi meitlað í meðförum okk- ar og hópsins. Það er grípandi og vek- ur til umhugsunar.“ Ánægjuleg reynsla Maria ber mikið lof á leikara- hópinn: „Hjálmar Hjálmarsson sýnir á sér nýja hlið í dramatísku hlutverki og túlkun hans er flott og djörf og Sólveig Arnarsdóttir leikur konu sem er með erfða- sjúkdóm sem ágerist og gerir það fantavel. Það var munaður fyrir mig sem leikstjóra að hafa leikara af þessu kaliberi sem eru bæði fljúgandi greindir, geta auðveldlega túlkað tilfinningar og hafa sterka nær- veru. Svo verð ég að nefna Atla Rafn Sigurðarson sem leikur 150 ára gamlan mann í líkama þrítugs manns og gerir það óskaplega vel. Aðrir leikarar standa sig sömuleið- is vel, búa til skemmtilegar persón- ur og draga þær skörpum línum. Hvað mig sjálfa varðar þá er ég ánægð með þessa reynslu. Þetta var heilmikið ferðalag og fyrir vikið finnst mér ég vera sterkari.“ Dauöi A1 Capone menningarmolinn Á þessum degi árið 1947 lést hinn alræmdi glæpaforingi A1 Capone á Miami, 47 ára gamall. Capone fædd- ist í Brooklyn og skólaganga hans varð ekki löng. í tíu ár var hann félagi i glæpaflokkum í Brooklyn en flutti síðan til Chicago. Seint á þriðja áratugnum varð Capone valdamesti glæpamaðurinn í und- irheimum Chicago-borgar og út- rýmdi óvinum sínum kerfisbundið. Þrátt fyrir að vera alræmdur glæpa- maður og morðingi slapp Capone hvað eftir annað úr höndum rétt- vísinnar. Árið 1931 var hann sótt- ur til saka fyrir skattsvik og fékk ellefu ára dóm. Hluta af þeim tíma eyddi hann í hinu fræga öryggis- fangelsi, Alcatraz, en var látinn laus árið 1939. Hann þjáðist af sýfil- is og eyddi síðustu æviárum sínum í Miami.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.