blaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 24

blaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 24
JANUAR 2007 Auður Auðuns ráðherra Áriö 1970 varð Auður Auðuns ráðherra fyrst íslenskra kvenna. Auður fæddist á (safirði 18. febrúar 1911 og lést í Reykjavík 1999. Auður var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1959-1974 og gegndi hlutverki dóms- og kirkjumálaráðherra 1970 til 1971. blaðið Fyrsta konan opnar verslun í Reykjavík Ágústa Svendsen opnaði hannyrðaverslun í Reykjavík árið 1887 og var fyrsta konan sem rak verslun á Islandi. Verslunin var í fyrstu til húsa í Bankastræti en 1903 keypti hún húsnæði undirverslunina í Aðalstræti. Ágústa afgreiddi og sinnti saumaskap fyrir verslunina allt til dauðadags. konan Stúlkubörn of fá á Indlandi Á hverju ári á Indlandi er talið að allt að 500.000 stúlkufóstrum sé eytt eða þær bornar út ný- fæddar. Gamlar hugmyndir um að líf drengja sé verðmætara og nýtist fjölskyldum betur ríkja enn á Indlandi og nú er svo komið að óeðlilegt hlutfall milli kynja hefur skapast í mörgum héruðum lands- ins. Fleiri konur fæðast yfirleitt í heiminum en karlar en á Indlandi er hlutfallið 933 konur á móti 1000 körlum. [ nokkrum héruðum lands- ins er svo komið að ungir karlmenn finna sér engar konur til að giftast. Fóstureyðingar þar sem ástæðan er kyn fóstursins hafa verið ólög- legar á Indlandi og læknar þar í landi mega ekki gefa upp kyn fóst- ursins. Þó eru margir læknar sem þrjóta þau lög og gefa pörum merki um kyn fóstursins. I von um að þreyta ástandinu og gömlum hugmyndum hefur umbótasinninn og trúarleiðtoginn Swami Agnivesh hafið herferð gegn kynbundnum fóstureyðingum í norðurhéruðum landsins. 'Ve trarútsaCa! Úlpur á 4.500/voru á 8.900 Peysur/Toppar/Bolir á 30-70% afslætti Ódýra sláin 1.200 / 2000 / 3000 Bútasaumsefni í úrvali á 600 kr/m Díza Laugavegi 44 . S: 561-4000 • www.diza.is '&rxjt i t/qpm •-cmif'vanrtfr fjjf iatr-rvu f Kvenréttindafélag íslands fagnar aldarafmæli og býður til hátíðardagskrár í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 27. janúarfrá kl. 14:00-17:00. Þér er boðið í 100 ára afmæli Kvenréttindafélags Islands. Að dagskrá lokinni býður Reykjavíkurborg til móttöku í Tjarnarsalnum. konan@bladid.net Kvenréttindafélag íslands Barátta og kraftur kvenna í heila öld Kvenréttinda- félagíslandsheld- ur upp á íoo ára afmæli sitt um þessar mundir og haldið verður upp á afmælið á laugardaginn næstkomandi í Ráðhúsi Reykja- víkur. Félagið telur rúmlega 700 félaga, bæði karla og konur. Núverandi for- maður þess er Þorbjörg Inga Jónsdóttir og hún hefur gegnt því hlutverki síðan árið 2001. Hún segir að af- mælisdagskráin verði mjög glæsi- _________ leg og þar verður stiklaðáþvíhelsta í starfi og sögu félagsins og sögu jafn- réttisbaráttu á íslandi. Einnig verður sjónum beint að stöðu jafnréttismála í dag og litið til framtíðar. Margt gerst á síðustu 100 árum „Fyrri formenn félagsins ætla að segja frá helstu baráttumálunum sem þeir börðust fyrir á sínum tíma sem formenn og þannig getum við séð að hvaða leyti okkur hefur orðið ágengt og hvað má enn fara betur,“ segir Þor- björg. Hún segir að sjálfsögðu margt hafa gerst á síðustu 100 árum sem hægt sé að vera ánægður með. „Bríet Bjarnhéðinsdóttir var stofn- andi félagsins og hún var mikill frumkvöðull í jafnréttisbaráttu á íslandi. Það er skemmtilegt að rifja upp hvað félagið lét sig margt varða á fyrstu áratugum þess. Konurnar stóðu meðal annars fyrir söfnun fyrir byggingu Landspítalans og stofnuðu Mæðrastyrksnefnd. Þær voru mjög ötular að beita sér í stjórnmálum og Bríet var til dæmis oft niðri á þingi Þorbjörg Inga Jónsdóttir, 1 formaður Kvenréttinda- félags íslands. Þorbjörg H segir að margt hafi gerst á siðastliðnum 100 árum en samt er margt sem enn þarf að breytast. ;,iyiMyi>ór -'IMMT . Æm iÉi ÍP og hljóp þá á milli hæða hvar sem hún þurfti að beita sér. Það sem mér finnst standa upp úr er öll sú vinna og mikli kraftur þeirra kvenna sem voru tilbúnar til að beita sér án þess að fá nokkuð fyrir það greitt og það eru ómældar vinnustundirnar sem konur hafa lagt til félagsins í gegnum árin,” segir Þorbjörg. Ennþá margt sem þarf að breytast „Við erum formlega búin að ná jafn- rétti kynjanna en það er margt í dag sem má fara betur. Þar ber fyrst að nefna launamálin; þar virðumst við standa í stað og jafnvel dragast aftur úr ef eitthvað er. Það virðist lítið ger- ast i þessum málum þrátt fyrir fögur fyrirheit bæði frá einkafyrirtækjum og því opinbera. Einnig eru of fáar konur í efstu stöðum og stjórnunar- stöðum innan fyrirtækja og því þarf líka að breyta. Kannski þarf að grípa til róttækari aðgerða eins og gert hef- ur verið í Noregi þar sem fyrirtæki eru skylduð til að hafa jafnt hlutfall kvenna og karla í stjórnunarstöðum. Síðast en ekki síst þarf að breyta hugarfarialmenn- ingssem ogstjórn- valda gagnvart of- beldigegnkonum ogþað vantar enn mikið upp á að uppræta fordóma í garð kvenna sem verða fyrir ofbeldi sem og að taka harðar á ger- endum í slíkum málum.” Félagið beitir sér á ýmsum vettvangi Starfsemi Kven- réttindafélagsins er margþætt að sögn Þorbjargar. ________________ Félagið stendur fyrir útkomu tímaritsins 19. júlí sem kemur út árlega á þeim degi. Tímaritið fjallar um jafnréttismál og er elsta timarit þess efnis sem kemur út á íslandi, en það kom fyrst út árið 1949- „Félagið stendur líka fyrir mál- þingum og ráðstefnum um jafnréttis- mál. Við vinnum líka að því að koma jafnréttismálum á framfæri bæði innan fyrirtækja og á opinberum vettvangi. Fulltrúar frá okkur sitja líka víða í nefndum og ráðum sem varða jafnréttismál og miðla þar af þekkingu sinni. Við leyfum okkur ákveðið eftirlitsvald og sendum frá okkur ályktanir ef okkur finnst pott- ur vera brotinn hvað varðar jafnrétti, hvort sem er hjá ríki eða einkafyrir- tækjum.” Þorbjörg segist hlakka mikið til af- mælisins á laugardaginn og vonar að sem flestir sem hafa áhuga á jafnrétti sjái sér fært að mæta. Dagskrána er hægt að kynna sér á vefsíðu Kvenrétt- indafélagsins www.krfi.is. loa@bladid.net Þórey Vilhjálmsdóttir Aldur: 34 ára Starfsheiti: Viðskiptafrœðingur ogMBA nemi ALLIR VELKOMNIR Kv<bnr<4tirv3Af(Hðt} ttlí 1. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítil? Eg ætlaði að verða mjög margt, breyttist dag frá degi. Einu sinni arkitekt, reyndi að teikna hús en kom ekki stiganum fyrir á tvívíðri mynd og hætti þá við. 2. Ef ekki hér, hvar þá? í sjálfsþurftarbúskap, langt frá mannabyggðum, í framandi landi. 3. Hvað er kvenlegt? Réttlæti, ákveðni og fram- kvæmdagleði. 4. Er munur á körlum og konum og ef svo er hver er hann? Já, í launum. 5. Er fullu jafnrétti náð? Nei, það væri fjarstæða að halda því fram! Á meðan launamunur kynjana er enn allt að 30 prósent þá erlangt í land. Ég skil ekki hvern- ig þetta getur viðgengist í upplýstu samfélagi að konur fái lægri laun eingöngu vegna kyns. Það er ekki verið að nýta nema hluta af þeim krafti og getu sem konur hafa fram að færa. Ég vil sjá fleiri konur í forstjórastöðum og stjórnum fyrir- tækja en til þess þarf að vera sam- vinna á heimilunum og karlmenn þurfa að vera jafnlíklegir til að taka að sér uppeldis- og heimilisstörf. ó.Hvað skiptir þlg mestu í lífinu? Fjölskylda mín og vinir. 7. Helstu fyrirmyndir? Eve Ensler, stofnandi V-day-sam- takanna, er ein af mínum helstu fyrirmyndum. 8. Ráð eða speki sem hef- ur reynst þér vel? Hver er sinnar gæfu smiður. 9. Uppáhaldsbók? Eins og er þá eru námsbækurn- ar í mestu uppáhaldi, annars er ég mjög hrifin af bókum Steinunnar Sigurðar, Gerðar Kristnýjar og Guðrúnar Evu Mínervudóttur. lO.Draumurinn minn? Að skapa umhverfi fyrir börnin mín þar sem eru jöfn tækifæri fyrir alla.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.