blaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 10
CENERAL TIRE (3.
ÚTSALA
Viðbótar-
afsláttur
tískuverslun
Rauðarárstíg 1, siml 561-5077
FIMMTUDAGUR 25. JANUAR 2007
blaöiö
UTAN ÚR HEIMI
SOMALIA ★
Bandaríkjaher gerir loftárásir
Herflugvél Bandaríkjahers gerði loftárásir á grunaða liðsmenn al-Qaeda í suðurhluta
Sómaliu á mánudaginn samkvæmt heimildum Washington Post. Talsmenn Banda-
rikjahers hafa enn ekki staðfest fréttirnar. Bandaríkjaher gerði einnig loftárásir á
svæðinu fyrr í mánuðinum í aðgerðum sem beindust einnig að iiðsmönnum al-Qaeda, 17
sem grunaðir eru um árásir á bandarísk sendiráð í tveimur Afríkuríkjum árið 1998.
Hefur tvisvar á stuttum tíma bjargað mannslífi:
Bjargar úr
snjó og sandi
■ Ýlarnir vísuðu leiðina Á tveggja metra dýpi Bjargaði ungum dreng
* ■
Barst 100 metra með flóðinu Flóðið
kom skríðandi hljóölaust niður hlíðina.
Myndlr/Flnm Aöalbjörnsson
Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur
heida@bladid.net
„Ég trúi því að það verði í lagi með
hann. Það kemur ekki annað til
greina“, segir Finnur Aðalbjörns-
son um félaga sinn sem er þungt
haldinn eftir snjóflóðið í Hlíðar-
fjalli á sunnudaginn. Þetta er hins
vegar ekki í fyrsta skipti sem Finnur
tekur þátt í björgunaraðgerð
því í fyrra bjargaði hann,
ásamt félaga sínum,
dreng úr kviksyndi.
Finnur var að
faraupphlíð.ásamt
félaga sínum,
þegar snjóflóðið
féll en átta aðrir
voru með þeim í
för. „Flóðið kom
skríðandi niður hlíð-
ina algjörlega hljóð-
laust“, segir
hann. „Ég keyrði niður hlíðina við
hliðina á því og sá sleða félaga míns
aðeins koma upp úr flóðinu en vissi
ekki að hann orðið fyrir flóðinu."
Hinir sem voru með í för voru fyrir
neðan hlíðina og urðu ekki varir
við flóðið fyrr en það var í ío metra
fjarlægð frá þeim og þurftu þeir að
hlaupa undan flóðinu.
Mokuðu í um átta mínútur
Eftir flóðið kallar hópurinn
sig saman til að sjá hvort
einhver hefði lent í flóð-
inu og kom þá í ljós að
einn vantaði. Hópurinn
stillti snjóflóðaýlana og
með hjálp þeirra fundu
þeir hann nánast strax.
Eftir að hafa mokað í 7
til 8 mínútur sáu þeir bak
hans, á tveggja metra dýpi.
„Um leið og við sáum hann
gerði ég mér fulla grein fyrir
því að hann var kafnaður.
Hann lá á grúfu sem
var mjög slæmt því
við gátum þar af
leiðandi ekkert
byrjað að hnoða
hann strax ofan
íholunni.“Eftir
að hafa náð
honum upp úr hófu þeir lífgunar-
tilraunir og byrjaði hann aftur að
anda um það bil 10 mínútum síðar.
Eftir að aðstoð barst var hann
fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri þar sem honum var enn
haldið sofandi síðdegis í gær.
Ekki fyrsta afrekið
Finnur segir að þeir hefðu aldrei
fundið hann hefðu þeir ekki verið
með snjóflóðaýla, þar sem hann fór
að minnsta kosti 100 metra með
flóðinu. „Hann hefði getað verið
hvar sem er á svæðinu því flóðið
var það langt og breitt. Hjálpi
okkur ef við hefðum þurft að moka
allt flóðið þarna. Þetta hefði þá svo
sannarlega farið öðruvísi."
Þetta er ekki eina skiptið sem
Finnur hefur tekið þátt í að bjarga
mannslífi þvi hann bjargaði, ásamt
félaga sínum, 10 ára dreng úr kvik-
syndi fyrir tæpum fjórum mán-
uðum. Þeir félagarnir áttu leið hjá
af tilviljun og var drengurinn sokk-
inn upp undir hendur þegar þeir
komu á staðinn. Tók það þá um 25
mínútur að ná honum upp úr leðj-
unni. Finnur segist hafa farið á 3 til
4 skyndihjálparnámskeið í gegnum
tíðina og hafi það komið að góðum
notum í bæði skiptin.