blaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2007
blaðið
fólk
folk@bladid.net
HVAÐ FINNST ÞER?
Þarft þú að punga út milljónum
dollara fyrir Mínus?
„Nei, þetta er mín afmælisgjöf og það komust færri að en viidu."
Árui Matthíasson,
blaðamaður á Mörgunblaðinu
Árni mun fagna fimmtugsafmælinu sínu í lok mánaðarins
á Nasa við Austurvöll og þar mun fjöldi íslenskra tónlistar-
manna stíga á stokk og samfagna afmælisbarninu.
Að hjónin Þóra Sigurðar-
dóttir og Völundur Snær
ætli sér að opna veitingahús á
Bahamaeyjum þar sem þau eru
búsett. f kjöl-
farið munu
þau búa til
raunveru-
leikaþætti
sem verða
sýndir hér á
landi. Áður
rak Völli
veitingahús
á Bahama-
eyjum og þar voru teknir upp
matreiðsluþættir sem sýndir
voru á Skjá einum. Nú hafa Þóra
og Völli keypt niðurnítt húsnæði
á Bahamaeyjunum sem þau
hyggjast gera upp og opna þar
glæsilegt veitingahús. Þóra er
þekktust fyrir hlutverk sitt sem
Birta í Stundinni okkar en hún
og Völli gengu i það heilaga í fal-
legri athöfn í fyrrasumar.
Jóhanna Kristjónsdóttir blaða-
maður sem er manna fróðust
um arabíska menningu er langt
frá því að vera sammála Stein-
unni Jóhannesdóttur rithöfundi.
Steinunn skrifaði grein í Morg-
unblaðið 18. janúar þar sem hún
segir að sér
hafi brugðið
í brún að
sjá íslenskar
stjórnmála-
konur hylja
hár sitt og
háls í Sádi-Ar-
abíu þar sem
það sé tákn
um undir-
gefni. Á bloggi sínu segir Jóhanna
þetta vera fáfræði og að slæðan
sé hvorki trúar- né kúgunartákn
heldur ævagömul hefð. Jóhanna
segir að öll greinin beri vott
um undarlega vanþekkingu og
dómhörku sem er fyrir neðan
virðingu fólks sem telur sig vita
alla hluti best. Færsluna alla má
sjá á http://www.johannaferdir.
blogspot.com/.
svanhvit@bladid.net
Nánast alltaf í vinnunni
Það hefur vart farið fram hjálands-
mönnum að heimsmeistaramótið
í handbolta stendur yfir þessa dag-
ana enda stóð íslenska landsliðið sig
frábærlega í leiknum gegn Frakk-
landi. Baldvin Þór Bergsson frétta-
maður er einn umsjónarmanna
HM-stofunnar á Ríkissjónvarpinu
og segist vera mikill handbolta-
áhugamaður. „Ég hef alltaf haft mik-
inn áhuga á handbolta og hef fylgst
með blessaða landsliðinu síðan ég
var smápolli. Mér leið því stórkost-
lega á mánudaginn og þetta var
stund þar sem ég upplifði mig sem
hluta af einhverju miklu stærra en
bara að vera íslendingur. Þetta var
mjög skemmtilegt.“
Þjóðarviðburður
Baldvin segir að það sé mjög fjöl-
breytt starf að vera fréttamaður.
„Ég held að það síðasta sem ég gerði
áður en ég fór í HM-stofuna hafi
verið frétt um Byrgismálið. Það er
stórt stökk þar á milli og maður
fær því að snerta á ýmsu. Ég hef
unnið á RÚV frá 2002 og þar af er
ég búinn að vera tvö ár í fréttum.
Við reynum að hafa ekki bara
íþróttaumfjöllun í HM-stofunni
heldur fjalla líka um viðburðinn
sjálfan," segir Baldvin og bætir
við að hann hafi ekki tölu á hve
marga tölvupósta þeir hafi fengið
síðustu daga. „Það hrúgaðist inn
póstur hjá okkur eftir leikinn gegn
Frökkum og við lásum nokkra
tölvupósta í útsendingu á mánu-
daginn því það var augljóst hvað
allir voru upprifnir eftir þennan
leik. Það var því kjörið að lesa upp
það sem þjóðinni fannst enda er
þetta þjóðarviðburður.“
Annasamt en skemmtilegt
Baldvin segist ekki alltaf hafa
ætlað að verða fréttamaður heldur
var það eitthvað sem hann fór að
hugsa um í háskóla. „Starfið er
mjög skemmtilegt en stundum
getur það verið erfitt. Það er daga-
munur í þessu starfi eins og hverju
öðru en stundum fær maður ótrú-
lega skemmtileg verkefni í hend-
urnar eða hittir skemmtilegt fólk
og þá er það frábært. Þetta er líka
mjög annasamt starf og það má
segja að fréttamenn séu nánast
alltaf í vinnunni því við erum
alltaf að leita eftir fréttum og stans-
laust að tala við fólk, heyra í fólki
og taka á móti símtölum. Ég er
alltaf með puttana úti til að finna
eitthvað fréttnæmt."
svanhvit@bladid.net
t
Baldvin Þór Bergsson:
Það er dagamunur íþessu
starfi eins og hverju öðru en
stundum fær maður ótrúlega
skemmtileg verkefni í hendurn-
ar eða hittir skemmtilegt fólk
há or btaA fráhnaarf “
HEYRST HEFUR...
SU DOKU talnaþraut
1 3 4 8 5 6 2 9 7
7 8 2 9 1 4 6 3 5
9 5 6 7 2 3 8 1 4
2 9 1 6 4 5 7 8 3
6 7 3 1 8 9 4 5 2
8 4 5 2 3 7 9 6 1
3 6 8 4 7 1 5 2 9
5 2 7 3 9 8 1 4 6
4 1 9 5 6 2 3 7 8
Lausn síðustu gátu:
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum
frá 1-9 lárétt og lóðrétt (reitina, þannig
að hvertala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri llnu, hvort sem er lárétt eða
lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan hvers níu
reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út
frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins:
6 8 3 2 7
9 1 4 8 6
3 2 6 1 5
7 3
6 7 4 3
5 1
4 7 1
1 8 3 9
5 9 3 7
eftir Jim Unger
© LaughingStock Intornational Inc./dist. by Unitocl Modia, 2004
Tja, það virkar alla vega oftast...
Á förnum vegi
Eiga kynferðis-
glæpamenn rétt
á reynslulausn?
Hafsteinn Jónsson
Mér finnst að þeir fái of stutta
dóma til að byrja með.
Daníel Pétursson, nemi
Nei, eiginlega ekki
Sigríður Lúðvíksdóttir,
skrifstofumaður
Nei.
Ingunn Ásgeirsdóttir,
skrifstofumaður
Nei.