blaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 blaðið FRÍKIRKJUVEGUR 11 Selt fyrir 600 milljónir Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að taka tilboði Novators, fjárfestingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, í húsið við Fríkirkjuveg 11 í Reykja- vík. Kaupverðið er 600 milljónir. Sett verður upp safn um líf Thors Jensens, langafa Björgólfs Thors. barnakiAmsmál Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa undir höndum talsvert magn barnakláms og mun því maðurinn sæta gæsluvarðhaldi til 13. febrúar nk. Maðurinn gaf sig fram við lögreglu eftir að sjónvarpsþáttinn Kompás. WILSON MUUGA Skipsflakið óhreyft Flutningaskipið Wiison Muuga, sem strandaði í Hvalsnesi þann 19. desember síðastliðinn, er enn á strandstað. Umhverfisstofnun krefst þess að kýpverska útgerðar- fyrirtækið Unistar, sem er eigandi skipsins, sjái um að fjarlægja skipsflakið innan sex mánaða. Hamas og Fatah 1 Palestinu: Eining um ráðherra Leiðtogar palestínsku hreyfing- anna Hamas og Fatah hafa komist að samkomulagi um hverjir skuli skipa helstu ráðherraembætti nýrrar þjóðstjórnar Palestínu- manna. Sáttafundur fylkinganna hélt áfram í Mekka í Sádi-Arabíu í gær og er samkomulagið skref í þá átt að lægja öldurnar i samskiptum hreyfinganna. Fleiri tugir Palest- ínumanna hafa látið lífið í átökum fylkinganna á götum Gaza síðustu vikur og mánuði. Samkomulagið gerir ráð fyrir að Ishmail Haniyeh verði áfram forsætisráðherra. Hamas-liðar munu skipa sjö ráðherraembætti, Fatah-liðar sex og aðrir flokkar fjögur. Þá munu óháðir palest- ínskir einstaklingar skipa fimm ráðherraembætti, þar á meðal embætti utanríkis-, innanríkis- og fjármálaráðherra. Enn er deilt um afstöðu Hamas-hreyfingarinnar til Israelsríkis og munu viðræður halda áfram í dag. Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför 7K. Hermann Jónasson Geir Harðarson Bryndís Valbjamardóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftkcr • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Útsala 10-50% afsláttur w Z-brautir og gluggatjöld raxafeni 14 © 108 Reykjavik w S.525 8200 16 ara piltur dæmdur fyrir Fjögurra ára fa ■ Vildi prófa aö drepa mann ■ Óvenjulegt tilfelli, segir félagsfræöingur Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net „Þetta er mjög óvenjulegt tilfelli. Yfirleitt er reynt að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að einstaklingar undir 18 ára aldri séu dæmdir í fangelsi og í fljótu bragði man ég ekki eftir svona þungum dómi,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði og afbrota- fræðingur, en í gær var 16 ára piltur dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. „Á síðustu áratugum held ég að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar dómarnir þar sem einstak- lingar yngri en 18 ára eru dæmdir í fangelsi. Hvað athæfið sjálft varðar er fjögurra ára dómur ekki óeðli- legur því 16 ára drengur á að vita hvað hann er að gera og hvaða af- leiðingar þetta hefur í för með sér,“ segir Helgi. Hittust á spjallsíðu Atvikið átti sér stað aðfaranótt 5. september í fyrra. Fyrir dómi sagð- ist árásarmaðurinn hafa hitt fórnar- lambið, sem þá var 25 ára, á spjallsíðu Ílgk Hvað athæfið sjálft varðar | er fjðgurra ára \j' dómur ekki óeðlilegur prófessor í félagsfræði. á Netinu. Hann segist hafa nálgast fórnarlamb sitt gagngert með það í huga að drepa hann þar sem hann hefði alltaf langað til að prófa slíkan verknað. Hann hafi valið þennan ákveðna mann þar sem hann var samkynhneigður og auðveldara væri að fá samkynhneigða menn til að fara á stefnumót. Þeir hafi hist tvisvar sinnum áður, en í þriðja skiptið hafi hann ákveðið að láta til skarar skríða. Hafi þeir farið á rúntinn og stoppað fyrir utan Skautahöllina í Laugardalnum þar sem fórnarlambið hafi farið út úr bílnum til að kasta af sér vatni. Þá hafi árásarmaðurinn læðst aftan af manninum og stungið hann ofar- lega í bakið. Hann flúði afvettvangi en lögregla fann hann skömmu síðar rétt hjá heimili sínu. Fórnar- lambið komst af sjálfsdáðum á slysa- deild með minniháttar áverka. Úrskurðaður sakhæfur Matsmenn fyrir dómi töldu að pilturinn væri sakhæfur í skilningi 15. greinar hegningarlaga. Þrátt fyrir ákveðna andlega annmarka hefði honum átt að vera Ijóst að hátt- semi hans var röng. Fram kemur í matsgerðinni að það sé áhyggjuefni að ákærði hafi ekki sýnt nein veru- leg merki iðrunar og að verknaður- inn hafi verið án sjáanlegs tilgangs. Enn fremur telja matsmenn að refs- ing muni ekki bera árangur meðal annars þar sem hætta sé á að dvöl í fangelsi innan um fanga með háa tíðni fíkniefnavanda og persónu- leikaraskana muni hafa skaðleg áhrif á ómótaðan hug. Helgi er sammála þessu og segir að óvíst sé hvort fangelsisvist sé til góðs í þessu tilviki. „Svo er það spurning hvað samfélagið gerir við einstaklinga af þessu tagi. Það þarf að fara ofan í það hvað þarf til að koma honum á rétt ról og hvers konar stofnun hann á að vera á. Það hefur verið stefna yfirvalda að svona ungir einstaklingar fái ákæru- frestun en sem betur fer er lítið um það hér á landi að svona alvarleg til- vik komi upp.“ Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður: Gengur í raðir Frjálslyndra „Ég sagðist ætla að halda áfram og stefndi á að bjóða mig fram þó ég tæki ekki sæti á lista Framsóknar- flokksins. Ég var lengst af að hugsa um sjálfstætt framboð en féll frá því eftir ýtarlega skoðun,“ segir Krist- inn H. Gunnarsson sem í gær gekk úr Framsóknarflokknum og hyggst ganga í raðir Frjálslynda flokksins á næstu dögum. Hann óskaði jafn- framt eftir því að verða leystur frá störfum sem formaður stjórnar Tryggingastofnunar. Hann segir aðalástæðuna á bak við ákvörðun sína vera stefnu Framsókn- arflokksins sem hafi breyst mikið frá því hann gekk til liðs við flokkinn „ Það hafa verið teknar margar ákvarð- anir sem miða að því að koma auði á hendur fárra. Ég bendi til dæmis á TcjÖr aldraðfá'ogoryrkja"semtvívegis hafa þurft að leita til dómstóla til að rétta sinn hlut.“ Kristinn er þingmaður Norðvest- komi til með að sækjast eftir sæti á lista. „Ég get engu svarað til um það. Ég er ekki genginn í raðir Frjáls- urkjördæmis og aðspurður segist lynda flokksins og veit ekki hvacj hann ékki hafa ákveðið hvar hann þeir hafa liugsaÁser."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.