blaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 1

blaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 1
28. tölublaö 3. árgangur föstudagur 9. febrúar 2007 FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓKEYPIS! ■ MATUR Friöriki Val Karlssyni finnst íslensk kjötsúpa og plokkfiskur frábær. „Eg er líka voöa veikur fyrir matarhefðum" |síða23 ■ MEWWING Soffia Gísladóttir er ljósmyndari. „Ég fæ miklu meira út úr góðum ljósmyndum en fallegum málverkum" I siðais ak * Grunnskólakennarar vilja útrýma tröllasögum um vinnutíma: Kennarar í ímyndarherferð ■ Eru ekki alltaf í fríi ■ Svipuð vinnuskylda ■ Of mikil áhersla á annað en kennslu Flestir á móti reykingum Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net í smíðum er upplýsingabæklingur þar sem vinnu- tími grunnskólakennara er útskýrður i megin- dráttum og verður hann sendur í öll hús á næstu dögum. „I gegnum tíðina hefur verið þrálátur orðrómur og allskonar tröllasögur um vinnutíma og ekki vinnutíma kennara. Þessi bæklingur er hugsaður til þess að fólk geti kynnt sér fyrirkomulag vinnu- timans, ef það hefur áhuga á því,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Bæklingurinn skiptist niður í ýmsa verkþætti og lengri jóla-, páska- og sumarfrí eru útskýrð. Ólafur bendir á að þegar öllu sé á botninn hvolft sé vinnuskyldan sú sama. „Allir kennarar í fullu starfi skila sínum klukkustundum likt og aðrir,“ segir Ólafur. Einar Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, segir það hið besta mál að vinnutími kennara sé út- skýrður með málefnalegum hætti. Hann segir sína reynslu góða þar sem kennarar víkist ekki undan vinnuskyldu. „Það er í raun alveg kýrskýrt að kennarar sinna vel sínu starfi, það er mín reynsla að minnsta kosti. Á móti fríum vinna kennarar vinnutímann upp annars staðar, það er samnings- bundið,“ segir Einar. „Vandinn er sá að starf kenn- arans er sérhæft og erfitt að bera það saman við hvaða starf sem er. Okkar viðfangsefni er lifandi fólk.“ Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði, fylg- ist með skólastarfi en segist þó í raun vita lítið um hver raunverulegur vinnutími kennara sé. Hann hefur áhyggjur af því að of mikil áhersla sé lögð á annað en grunnatriði skólastarfsins. „Stundum læð- ist að mér sá grunur að önnur verkefni en kennsla hafi náð að þröngva sér fullhátt á forgangslista skól- anna. Jafnt og þétt hefur nemendum á hvern kenn- ara fækkað undanfarin ár. Þrátt fyrir það hvarflar að manni að í staðinn fyrir að meiri tími nýtist í kennslu og undirbúning hennar, hafi önnur verk- efni læðst inn,“ segir Haraldur. „I flestum rekstri hefur skipulag, stjórnun og umsýsla haft ríka til- hneigingu til að vaxa mikið á kostnað grunnverk- efna. í skólastarfi, sem og öllu öðru starfi, skulu menn gæta þess að verja tíma vel.“ Aðspurður telur Ólafur orðróminn um minni vinnutíma kennara byggðan á misskilningi þar sem vinnutími þeirra sé ekki ávallt bundinn við skólabygginguna. „Við höfum reglulega gert kann- anir þar sem kemur skýrt í ljós að fólk heldur að kennarar fái meira frí en aðrir og skili minna vinnuframlagi. Bæklingurinn er raunverulega bara útskýring á því að svo er ekki,“ segir Ólafur. FRETTIR Útilokar ekki frekari hækkanir Bankastjórn Seðlabanka Islands hefur ákveðið að stýrivextir skuli haldast óbreyttir enn um sinn, eða 14,25 pró- sent. Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir þó að frekari hækkanir séu ekki úti- lokaðar þar sem enn sé mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Ákvörðunin nú byggir á því að verðbólga hafi hjaðnað frá síðustu vaxtaákvörðun og að verðbólguhorfur til skamms tíma hafi batnað þótt hún sé enn langt yfir verðbólgumarkmiði bankans. Á móti komi að gríðarlegur viðskiptahalli feli í sér aö stöðugleiki krónunnar sé háður vilja alþjóðlegra fjárfesta og lánar- drottna til að fjármagna hann. Þetta hafi áhrif á stöðugleika krónunnar, og komi til lækkunar á gengi hennar muni verðbólguhorfur versna á ný. Þar sem ekki sjáist enn merki um minnk- andi sþennu á vinnumarkaði og laun hafi hækkað langt umfram framleiðni undanfarin ár, gætu frekari verðlagsáhrif átt eftir að koma fram. Vextir óbreyttir enn um sinn Bankastjórn Seðlabankans tilkynnti í gær þá ákvörðun sína að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað að undanförnu og verðbólguhorfur til skamms tíma séu góðar, sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri að frekari vaxtahækkanir væru ekki útilokaðar. FOL^ » síða 14 VEÐUR » síða 2 Heldur meö Eiríki Tomas Lundin er lands- mönnum að góðu kunnur úr Eurovision. „Þau íslensku sem ég hef heyrt í ár eru öll mjög góð.“ Kalt Hæg austlæg átt, en 8-13 m/s syðst. Skýjað og stöku él suðaustantil, en annars yfirleitt léttskýjað. Hiti 1 til 4 stig við suðurströndina, en annars frost 0 til 15 stig. VIÐTAL » síður 24-25 Kann orðiö tökin Guðmundur Pétursson tónlist- armaður hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi á undan- förnum árum og sett mark sitt á hljómplötur ýmissa tónlistarmanna. Landsmenn eru langflestir sáttir við reykingabann inni á veitingahúsum. Samkvæmt skoðanakönnun Blaðsins sem gerð var á laugardaginn eru 82,5 prósent hlynnt banninu en 17,5 prósent andvíg því. Lítill munur er á afstöðu kynj- anna til bannsins. Opið virka daga 10-18 og laug. 11-15 Mörkinni 4, Reykjavik, sími: 533 3500 Hofsbot 4. Akureyri - Miðvangi 1, Egilsstöðum alltímatinnáeinumstað nettö

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.