blaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 14
HEYRST HEFUR BÓKAMARKAÐUR 2007 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upþ eru gefnar. ö © LaughingStock intomational lnc./dist. by Unitod Modla, 2004 Ég pantaði kaffi þegar ég kom. Hvenær leggja baunirnar af stað frá Suður Ameríku? Finninn Tomas Lundin: • •••••••«••***••*•••*•*•• ••••••••»••••(> Esso ( EINSOG MÖRGUM er kunnugt þá stendur til að leggja malbik gegnum Mosfellsbæ sem ekki er öllum að skapi. Þeirra á meðal er hljómsveitin Sigur Rós, sem á hljóðver skammt frá. Ragn- heiður Ríkharðs- dóttir, bæjarstýra Mosfellinga, grípur til samlíkingar um að eins sé á komið með hljóðveri Sigur Rósar og f hljóðveri Bítl- anna á Abbey Road; að engin hætta sé þeim búin sökum um- ferðarþunga. Þó nokkur munur þykir ekki bara á götunum heldur einnig hljóðverunum tveimur, sem varla eru saman- burðarhæf. Ekki náðist í neinn Bítil vegna málsins... VIÐSKIPTAVINIR BSÍ eru uggandi yfir örlögum hinnar víðfrægu lúgusjoppu sem starfað hefur þar um árabil og þjónað lands- mönnum daga sem nætur. Nú hefur iopnað bensínstöð og sólarhrings- sjoppu við hlið hennar og mun hin gamalgróna BSf- lúgusjoppa hætta rekstri þegar fram líða stundir. Unnendur flatbakna, hamborgara, pylsna og sérstaklega sviða, verða vafa- laust illa sviknir, þó sérstaklega Erlendur varðstjóri... VIÐ ÚTGÖNGU SÍNA úr Frjáls- lynda flokknum lofaði Margrét Sverrisdóttir því að Ólafur F. Magnússon myndi gera slíkt hið sama og að nýtt fram- boð myndi brjótast fram í dagsljósið, hugsanlega með hana í farabroddi. Vika er langur tími í pólitík og því virðist loforð Margrétar taka heila eilífð. Ekkert hefur borið á liðhlaupi Ólafs og ekkert hefur frést af framboði Margrétar. Kannski að Ólafur sé aðdáandi Kristins H. Gunnarssonar... BLOGGARINN... Árlegur Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður í Perlunni 1. til 11. mars næstkomandi. Útgefendur sem vilja bjóða bækur sínar á markaðinum er bent á að hafa samband við Félag íslenskra bókaútgefenda sem fyrst í síma 511 -8020 eða á netfangið baekur@simnet.is Aðeins verður tekið á móti bókum sem komu út 2005 eða fyrr. FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA • • 1 8 2 6 3 5 2 7 2 5 6 5 2 1 7 3 9 3 7 4 5 2 3 6 9 7 2 1 8 5 8 9 2 14 FOSTUDAGUR 9. FEBRUAR 2007 folk@bladid.net HVAÐ Klauf Kristinn H. sig úr Framsókn eða FifíNST klauf Framsókn sig úr Kristni H.? |3 Ih 1« f „Ég held nú ekki að flokkurinn hafi fjarlægst Kristin. Ég óska honum A- 1 V • samt alls hins besta. sama á hvaða vettvanai hann lendir." blaöiö Sæunn Stefánsdóttir, þingmaður Framsóknar Kristinn H. Gunnarsson sagði sig úr Framsóknarflokknum í gær og mun ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn. Hann telur að Framsóknarflokkurinn hafi vikið frá stefnu sinni. Kristinn naut þó töluverðra vinsælda fyrir andstöðu sína og var á tímabili talað um hvor myndi yfirgefa hvom, flokkurinn Kristin eða Kristinn flokkinn. Tomas Lundin Litlu munaði að Tomas yrði aðalsjónvarps- kynnir ÍEurovision í Finnlandi. Heldur með Eiríki Hauks Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Tomas Lundin er landsmönnum að góðu kunnur hann ásamt Eiríki Haukssyni er einn Eurovision-vitring- anna sem gefa lög- unum umsögn í þáttunum Euro- vision Preview sem sýndir hafa verið á RÚV. Blaðið tók létt spjall við k a p p a n n og spurði hann út í lögin í ár. „Þau ís- lensku lög sem ég hef heyrt í ár eru öll mjög góð. Ég hef ekki heyrt þau öll og get því ekki full- yrt neitt um hver muni vinna en vinur minn Eiríkur Hauks- son fær tvímælalaust mitt atkvæði! Reyndar hreifst ég líka af lögunum hjá Jónsa og Friðriki Ómari. Það er í raun ótrúlegt hvað lítil þjóð og lítið land einsog ísland getur átt mörg góð lög í öllum þessum keppnum.“ Tomas hefur starfað sem þulur í fimm Eurovision-keppnum og er því starfsbróðir Gísla Marteins og Sigmars Guðmunds- sonar í þeim efnum. Hann hreppir einnighnossið í ár, en er þó vonsvikinn. »Já, ég er svolítið spældur. Ég kom nefni- lega til greina sem aðalkynnir keppn- innar í Helsinki. Það hefði verið al- ger draumur að vera á sviðinu frammi fyrir 15.000 manns ogöllummillj- ónunum heima í stofu, Eiríkur Hauksson Tomas segirlag Sveins Rúnars sem Eirikur syngur flottast. en það féll því miður ekki í minn hlut. En ég varð í öðru sæti, alveg einsog Selma um árið. Nú veit ég hvernig henni leið!“ Tomas hefur unnið sem söngvari og leikari þó hann sé ekki mennt- aður sem slíkur. Hann tók til dæmis þátt í söngleik í fyrra sem naut mik- illa vinsælda. „Þetta var danskur söngleikur sem hét Swing Sisters og þemað var 1930-40 og tónlistin á því tímabili, sem er ofsalega flott og skemmtileg. Lögin og dansarnir eru alveg frá- bær og gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Tomas með nostalgíutón. Tomas er afskaplega hrifinn af öllu íslensku og hefur komið einu sinni hingað til lands. Hans helsti draumur er að íslendingar vinni Eurovision svo fleiri komi til að heimsækja Iandið. „Já, það væri frábært. Ég á marga vini á íslandi og elska íslensku lögin mörg hver. Til dæmis er Nína mitt uppáhalds Eurovisionlag allra tíma. Eg meira að segja get lesið ís- lensku og auðvitað sungið, en það er erfiðara að tala hana. Eigum við ekki bara að segja að Eiríkur vinni í Finnlandi og þá rætist draumurinn. Allt er þá þrennt er!“ sagði þessi lífs- glaði Finni að lokum. Pungfrú „I Fréttablaðinu segir frá hörðum átökum þarsem karlmaður réðist á annan og gekk í skrokk á honum. Árásarmaðurinn taldi sig vera að láta blítt að konu eins og gengur og ger- ist að lokinni kvöldskemmtun, þegar næturgaman tekur við. I Ijós kom að konan var karlmaður. Mörgum hefur brugðið af minna tilefni. Ég hefgaman afgóðum orðum og heiti þessarar færslu er fengið hjá kollega mínum sem er kunnur fyrir orð- heppni. Orð dagsins er pungfrú." Gísli malbein.net Fangafæða flugfreyja „Fiugfreyjur fá ekki sama mat og flugmenn. Þær fá fangafæðu, en ekki yfirstéttarmat. Þær eru ekki sáttar við það. Eins og formaöur þeirra segir, þykirþeim venjuiegur flugvélamatur „ekki skemmtilegur“ til lengdar. Þetta er bezta athugasemdin, sem ég hef heyrt um mat hjá lcelandair. Lengi hef ég litið með skelfingu á þessa pakka og reynt að fara gegnum eftirlitið með epli og súkkulaði ívas- anum. Fyrir hönd farþega vil ég taka undirkröfu flugfreyja og heimta líka yfirstéttarmat í flug- vélum lcelandair. Eins og flugfreyjur neitum við að vera fangar. Lifi alþýð- an. Niður með lcelandair." Skítlegt eðli 15 ára „Næstkomandi þriðjudag, 13. febrúar, verða liðin 15 ár frá því að hin frægu ummæli um skítlegt eðli forsætisráð- herra féllu í ræðustóli Aiþingis. Ólaf- ur Ragnar Grímsson mælti og beindi spjótum að Davíð Oddssyni. Tilefnið var umræöur um auglýsingakostnað fjármálaráðuneytisins í embættistíð Ólafs Ragnars og upplýsingafulltrúa- tíð Marðar Árnasonar en þeirnotuðu 75 milljónir í auglýsingar á verkum sínum síðustu 16 mán- uði kjörtímabilsins og fólu ftokksbræðrum sínum í augiýs- ingastofunni Hvíta húsinu að ráðstafa 61 milljón af þeirri fjárhæð fram hjá útboði.“ -ISés Su doku HERMAN eftir Jim Unger

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.