blaðið

Ulloq

blaðið - 17.02.2007, Qupperneq 36

blaðið - 17.02.2007, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 2007 helciin helgin@bladid.net Laddi 6-Tugur Grínsýningin 6-Tugur veröur frumsýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld en hún er haldin í tilefni sextugsafmælis eins ástsælasta leik- ara og skemmtikrafts þjóöarinnar Ladda. Lifi Alafoss Varmársamtökin halda baráttu- og styrktartónleika undir yfirskriftinni Lifi Álafoss! i BaseCamp Verinu á morgun sunnudag kl. 20. Fram koma Sigur Rós, Bogomil Font og Flís, Pétur Ben, Amiina og Benni Hemm Hemm. Miðaverð er 3200 krónur og er hægt að fá miða á vefsvæðinu midi.is. blaðiö UMHELGINA Stóra stundin í kvöld Framlag (slendinga til Söngva- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva (Eurovision) verður valið í BaseCamp Verinu að Seljavegi 2 í kvöld. Keppnin verður send út í beinni útsendingu í Sjón- varpinu og getur fólk greitt sínu lagi atkvæði sitt í símakosningu að keppni lokinni. Trönurnar fljúga Sovéska kvikmyndin „Trönurnar fljúga“ í leikstjórn Kalatozovs verður sýnd í MÍR-salnum Hverf- isgötu 105 á morgun sunnudag kl.15. Þetta er saga um ást sem jafnvel stríð fær ekki eyðilagt. í aðalhlutverkum eru Batalov og Samojlova. Aðgangur er ókeypis. Háskóladagurinn Allir háskólar landsins verða með kynningu á starfsemi sinni á Háskóladeginum sem hald- inn verður á þremur stöðum í Reykjavík í dag kl. 11-16. í Borg- arleikhúsinu verða Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn í Reykjavík, Hólaskóli - Háskólinn á Hólum, Landbún- aðarháskóli íslands og Lista- háskófi Islands. í Háskólabíói verður Háskóli íslands með sína kynningu og Kennaraháskólinn verður með kynningu í húsnæði sínu við Stakkahlíð. Merkileg söguleg heimild Myndirnar á árlegri sýningu Blaðaljósmyndarafélags Islands eru merkilegar sögu- legar heimildir um atburði árs. Bhöiö/Eyþór Myndir ársins í Gerðarsafni Sagan í myndum tíð ríkir m i k i 1 tilhlökk- un fyrir á r 1 e g a sýningu Blaðaljós- m y n d - arafélags íslands, enda gefur hún skemmtilegan þverskurð af at- burðum nýliðins árs og fólkinu sem mótaði söguna eða baðaði sig í sviðsljósinu. Sýningin verður opnuð í dag kl.15 og við sama til- efni verður tilkynnt hvaða myndir hlutu verðlaun í ýmsum flokkum. Um 200 myndir eru á sýningunni að þessu sinni og valdi dómnefnd þær úr nærri 2500 myndum sem bárust í forvalið. Brynjar Gunn- arsson sýningarstjóri segir að þetta séu heldur fleiri myndir en áður. „Ég held að þær hafi verið í kring- um 2000 í fyrra þannig að það er alltaf að bætast við sem gerir starf dómnefndar aðeins erfiðara," segir Brynjar. Hann er ekki frá því að fjöldi mynda sem berst í forval sýningar- innar sé til marks um grósku i stétt blaðaljósmyndara. „Við erum rosalega stoltir af þess- ari sýningu og við höldum að hún verði alltaf betri og betri með hverju árinu,“ segir Brynjar. „Ég held að það sé meira af góðum myndum sem berast í forvalið og þar af leiðandi i sýninguna sjálfa en áður. Svo er nýliðun í faginu þó nokkur líka. Miðlarnir eru náttúr- lega orðnir fleiri og það er hellingur af fólki í lausamennsku sem mynd- ar fyrir hin og þessi tímarit," segir hann. Nýtur mikilla vinsælda Sýning Blaðaljósmyndarafélags- ins hefur verið vel sótt í gegnum árin og segir Brynjar að um 10.000 manns sjái hana á ári hverju. „Það er reyndar ekki alveg hægt að segja til um það því að skólahópar og aðr- ir fá frítt inn og þeir eru ekki taldir með. Ég held samt án þess að hafa mikið fyrir mér í því að þetta sé vin- sælasta listasýningin á ári hverju,“ segir hann. „Ljósmyndin ersú listgrein sem er á hvaö hraöastrí uppleiö í heiminum í dag og þess vegna held ég aö sýningin sé svona vinsæl.“ „Ljósmyndin er sú listgrein sem er á hvað hraðastri uppleið í heimin- um í dag og þess vegna held ég að sýningin sé svona vinsæl. Það er lika gaman að geta séð á einni sýn- ingu allt það merkilegasta og mikil- vægasta sem var að gerast á síðsta ári,“ segir hann. Eins og undanfarin ár verður bókin Myndir ársins gefin út sam- hliða sýningunni en þetta er í þriðja skipti sem það er gert. „Bókin er merkileg sjónræn og söguleg heimild um það sem var að gerast á síðasta ári. Hún er svolítið eins og Öldin okkar nema við tök- um bara fyrir eitt ár í einu,“ segir Brynjar. Kárahnjúkar frá ýmsum hliðum Sú hefð hefur skapast í gegnum árin að samhliða sýningu blaðaljós- myndara er sett upp einkasýning á verkum valinkunns ljósmyndara á neðri hæð Gerðarsafns. Að þessu sinni verður brugðið út af vananum og nú verður þar samsýning nokk- urra ljósmyndara á myndum frá Kárahnjúkasvæðinu. „Núna ákváðum við að fara þessa leið af því að þetta er sá þáttur sem er kannski búinn að vera einna mest í fréttum í gegnum árin og má segja að hafi náð hátindi í fyrra,“ segir Brynjar og bætir við að bæði séu á sýningunni gamlar og nýjar mynd- ir af svæðinu. „Þarna eru til dæmis myndir af svæði sem er búið að sökkva núna og aðrar teknar af sama stað síðar þannig að maður sér muninn. Við settum þessa sýningu upp sem seríur þannig að hver ljósmynd- ari er með eina eða fleiri seríu af svæðinu. I hverri seríu sést persónu- leg sýn ljósmyndarans greinilega og þarna má bæði sjá myndir af verka- mönnum við vinnu sem og ægifag- urri náttúru,“ segir Brynjar Gunn- arsson að lokum. Eurovisiongleði á Þeir sem ekki hafa fengið nóg af Eurovision eftir úr- slitakeppnina í kvöld geta skellt sér á skemmtistaðinn Nasa þar sem haldið verður sérstakt Eurovision-partí. Eursovision-farinn fyrrver- andi Páll Óskar Hjám- týsson þeytir skíf- um og treður upp og að sjálfsögðu verður sérstök áhersla lögð r á Eurovision- lög fyrri ára auk klass- Eurovision-partí Palla Páll Óskar þeytir skífum og treður sjálfur upp., iskra partislagara. Þá munu keppendur í úrslitakeppn- inni frá því fyrr um kvöldið einnig fjölmenna á staðinn og sigurvegarinn tekur sig- urlagið. Sérstakur gestur kvöldsins verð- i \ ur enginn ann- ar en Mihai Traistariu, fulltrúi Rúmeníu í Söngva- keppn- inni í Mihai frá Rúmeníu Fulltrúi Rúmeniu í Eurovision i fyrra kemur fram á Nasa i kvöld. heimalandi sínu Rúmen- íu, hefur gefið út átta sólóplötur og hefur ferðast víða um Evrópu og sung- ið frá því að „Tornero" sló í gegn. Húsið verður opnað kl. 23 og kostar 1900 krónur inn. Nasa fyrra, en hann sló sem kunnugt er í gegn í Grikklandi með lag- inu „Tornero“. Lagið hefur notið mikilla vinsælda víða um Evrópu, þar á meðal hér á landi og seldist smáskífan með því í stærra upplagi en smáskífa sigurveg- ara keppninnar í fyrra, finnsku skrímslasveitar- innar Lordi. Mihai er stórstjarna í

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.