blaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007
blaðiö
MAÐUR SEM VISTAÐUR HAFÐI VERIÐ Á KLEPPI
AF OG TIL FRAMDI SKELFILEGAN GLÆP í MAÍ-
^ ___ MÁNUÐ11947.
Hryllingur í Reykj avík
www.innval.is
Hamraborq 1 Kópavoqi s: 554 4011
Opið Laugardag
Ingólfur Einarsson bjó í Reykja-
vík. Hann hafði verið vistaður á
Kleppsspítala af og til og hafði frá
barnæsku verið sérsinna, stíflund-
aður og fálátur. Snemma þótti
Ingólfur aðhyllast öfgafullar skoð-
anir og oft var hann á öndverðum
meiði við fjölskyldu sína sem varð
til þess að samband hans við aðra
fjölskyldumeðlimi varð æ minna.
Hann tók að drekka og undir áhrif-
um átti hann til að veita sjálfum
sér áverka. Smátt og smátt urðu
drykkjuskapur, lögbrot og ein-
stæðingsskapur hlutskipti hans.
Leið illa
Föstudagskvöldið 2. mai 1947
var Ingólfur við drykkju en ekki
mikið ölvaður. Honum leið illa
um nóttina og lá heima í kofanum
þar sem hann bjó en kofinn stóð
við Háteigsveg. Hann borðaði lít-
ið og átti erfitt með svefn. Hann
lá á legubekk og reyndi að sofna
en tókst ekki. Þegar liðið var á
níunda tímann um kvöldið greip
hann snögglega æði. Hann stóð
upp af legubekknum, klæddist
jakka og tók stórt borðsax í aðra
höndina. Hann gekk hröðum
skrefum í átt að skála við Háteigs-
veg. Skáli númer eitt var sá fyrsti
sem hann kom að og án þess að
hika gekk hann inn.
1 skálanum bjuggu hjónin Rósa
Georgsdóttir og Kjartan Jónsson
og tæplega tveggja ára dóttir
þeirra, Kristín, og að auki átta ára
dóttir Rósu, Sigríður. Kjartan var
ekki heima og Rósa var að þvo en
þvottaaðstaða var í nærliggjandi
húsi.
Ingólfur gekk inn. í svefnher-
berginu voru systurnar Sigríður
og Kristín sem var sofandi. Ingólf-
ur fór í svefnherbergið og réðst að
litlu telpunni. Hann stakk hana
mörgum sinnum og hún lést þeg-
ar af sárum sínum. Eldri systirin
reyndi að stöðva Ingólf, réðst að
honum og reyndi að draga hann
út. Hann sneri þá frá yngri telp-
unni og stakk Sigríði, ekki einni
stungu heldur mörgum. Hún
slapp frá honum og tókst að kom-
ast út. Sigríður hljóp út og í þvotta-
húsið og kallaði til mömmu sinn-
ar. Rósu brá mjög þegar hún sá
dóttur sína alblóðuga og skelfda.
Sigríður litla kom ekki upp einu
orði.
Þýðir ekki að biðja guð um hjálp
Rósa hljóp þegar inn. Þar sá
hún Kristínu litlu látna í rúminu
og Ingólf þar sem hann stóð og
virtist rólegur. Hann var með hníf
í annarri hendi. Hann réðst að
Rósu, stakk hana neðan við háls-
inn og sagði: „Það skal ekki verða
mikið eftir af þér.“
Rósa reyndi að berjast á móti.
1 átökunum færðust þau fram á
ganginn og Ingólfi tókst að stinga
Rósu nokkrum sárum.
Eftir að hafa tekist á í nokk-
urn tíma tókst Rósu að ná taki á
vinstri jakkermi Ingólfs, sem var
örvhentur og átti þá erfiðara með
að beita hnífnum. „Guð hjálpi þér
maður, hvað ertu að gera?“ stundi
Rósa upp. Ingólfur svaraði: „Það
þýðir lítið að biðja guð að hjálpa
sér.“
Rósa komst undan á flótta. Þeg-
ar hún kom út sá hún Sigríði litlu
liggja við vegarkantinn og taldi
hana látna. Hún hljóp að skála
númer þrjú til að biðja um hjálp.
I sölu vegna breytinga
sýningarinnréttingar40% afsláttur
eldhúsinnréttingar eik og hnota
kaffistofuinnréttingar hvítt lakk
rennihurðar hvítt gler
breidd 120-125 cm
rennihurðar hvítt lakk
breidd 127 -132 cm
þriöjudaga
Auglýsingasíminn er
510 3744