blaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 43

blaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 43
blaðið LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 43 UM HELGINA Tómasarmessa Áhugahópur um Tómas- armessur efnir til fimmtu messunnar á þessum vetri í Breiðholtskirkju í Mjódd á morgun, sunnudag, kl. 20. Tómasarmessan einkennist af fjölbreyttum söng og tónlist auk þess sem áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og virka þátttöku leikmanna. Einn fremsti djasstrommari Evrópu Danski djasstrommuleikarinn Al- ex Riel kemur fram ásamt tríói sínu á tíu ára afmælistónleikum Jazz- klúbbsins Múlans á veitingastaðn- um Domo í kvöld kl. 21. Riel hefur leikið með mörgum af goðum djass- sögunnar í gegnum tíðina auk þess sem hann var fyrsti trommuleikari dönsku rokksveitarinnar Savage Rose sem margir af 68-kynslóðinni muna vel eftir. „Þetta er örugglega eitt af stærstu nöfnunum í evrópska djassinum og hefur spilað með öllum helstu stjörnunum í djassheiminum í dag. Þeir eru stoltir af honum Danirnir," segir Ólafur Jónsson stjórnarmað- ur í Múlanum og bætir við að Riel sé enn í góðu formi þrátt fyrir að vera kominn á sjötugsaldur enda ný- kvæntur og sæll. Gengur í bylgjum Fyrstu tónleikar á vegum Jazz- klúbbsins Múlans voru haldnir í febrúar árið 1997 og fagnar hann því tíu ára afmæli um þessar mund- ir. Ólafur segir að áhugi almennings á djasstónlist hafi gengið í svolitlum bylgjum á þeim tíma sem klúbbur- inn hefur starfað. „Áhuginn hefur líklega náð há- marki á fyrstu tveimur eða þrem- ur árum klúbbsins og síðan dalaði hann en er að koma aftur upp núna. Ástandið er alveg ásættanlegt núna. Það er mikið af ungum spilurum komnir fram sem margir hverjir hafa verið að koma heim úr námi á undanförnum árum og þeir hafa sett sinn stimpil á þetta líka,“ segir hann. Djass á fimmtudögum Á fimmtudaginn hófst ný tón- leikaröð Múlans sem stendur fram í miðjan júní. Tónleikarnir fara alltaf fram á fimmtudögum og verða þeir alls 16 talsins. Tónleikar Múlans fara fram á veitingastaðnum Domo í Þingholtsstræti. Fjalakötturinn hefur sýningar Kvikmyndaklúbburinn Fjalakött- urinn hefur reglulegar sýningar í Tjarnarbíói um helgina. Sýndar verða tvær rússneskar myndir, tvær myndir með James Dean og ný þýsk mynd Dauðinn á ferð verður sýnd á morgun kl. 17:15, Harðjaxl kl. 19:15 og Syndir feðranna kl. 21:15. Mannsbarn i MÍR-salnum Kvikmyndin Mannsbarn eftir Janis Streics verður sýnd í MÍR-salnum á Hverfisgötu 105 á morgun sunnudag kl. 15. Myndin fjallar um daglegt líf í sveitum Lettlands á árunum milli heimsstyrjaldanna og hvaða augum ungur drengur lítur tilveruna. Aðgangur er ókeypis. Hreyfing jarðskorpunnar Seiga ísland: Hvernig hreyfist jarðskorpan? er yfirskrift fyrir- lesturs Freysteins Sigmunds- sonar hjá Jarðvísindastofnun Háskóla íslands sem hann heldur í Öskju - Náttúrufræða- húsi Háskóla íslands í dag kl. 14. Fyrirlesturinn er liður í fyrir- lestrarröð raunvísindadeildar HÍ, Undur veraldar, sem haldin er í tilefni af ári jarðarinnar 2008. Sýning um Charcot Viðamikil sýning um ævi og starf franska heimskautafarans, leiðangursstjórans og læknisins Jean-Babtiste Charcot verður opnuð í Háskólasetri Suður- nesja i Sandgerði á morgun, sunnudag, kl. 14. Sýningin verður opin daglega frá klukkan 9-17 að Garðvegi 1 í Sandgerði. Ljósmyndasýning í Grindavik Olgeir Andrésson opnar einka- sýningu á Ijósmyndum í Saltfisk- setrinu í Grindavík í dag. Þetta erfyrsta einkasýning Olgeirs en áður hefur hann sýnt með Ljós- opi félagi áhugaljósmyndara. Listamannaspjall Eygló Harðardóttir myndlistar- maður leiðir gesti um sýningu sína í Listasafni ASÍ á morgun kl. 15. Þetta er jafnframt síðasti sýningardagur. Leiðsögn í Ásmundarsafni Ólöf Kristín Sigurðardóttir verður með leiðsögn um sýn- inguna Ásmundur Sveinsson - Maður og efni í Ásmundarsafni á morgun, sunnudag, kl. 14. Hver er staðan á mér í dag? „Ég stýri mínum fjármálum sjálfmeð Netdreifingu í netbanka Kaupþings og veit því alltaf hvernig ég stend. Ég borga alltaf sömu upphæð í hverjum mánuði og spara þjónustu- og vaxtagjöld í leiðinni. "* Kynntu þér málið á kaupthing.is eða í þjónustuveri bankans í síma 444 7000. KAUPÞIN G 'Netdreifingin er meðhærri innlánsvexti og lægri yfirdráttarvexti en hefðbundin útgjaldadreifing. Auk þess er ekkert stofngjald, mánaðargjald, endurnýjunargjald eða breytingargjald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.