blaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 32

blaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 Fraxismenn á förum Um helgina eru síðustu forvöð að sjá sýn- ingarnar Frelsun litarins og Jón Stefánsson- nemandi Matisse og klassísk myndhefð í Listasafni Islands. blaöiö Margir bíða spenntir eftir Listahátíð og sífellt er hulunni svipt af fleiri dagskrárliðum. Heimasíða hátíðarinnar er upp- færð reglulega og þar er hægt að finna allar upplýsingar um dagskrána. Æfingar hafnar á Hjónabandsglæpum Þjóðleikhúsiö frumsýnir nýtt leikrit eftir Eric-Emmanuel Schmitt, Hjónabandsglæpi, á Stóra sviðinu 18. apríl. Leikrit Schmitts Abel Snorko býr einn og Gesturinn hafa notið gífurlegra vinsælda meðal íslenskra áhorfenda. Æf- ingar eru nú hafnar undir stjórn Eddu Heiðrúnar Backman leik- stjóra. Hjónabandsglæpir er eitt af nýjustu leikverkum skáldsins og hefur hlotið frábærar viðtökur, jafnt í heimalandi höfundar sem erlendis. Með hlutverkin tvö í sýn- ingunni fara tveir af ástsælustu leikurum þjóðarinnar, þau Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Leikstjóri sýningar- innar er Edda Heiðrún Backman, höfundur leikmyndar og búninga er Jón Axel Björnsson, tónlist semur Óskar Guðjónsson og þýð- andi er Kristján Þórður Hrafnsson. Eric-Emmanuel Schmitt verður viðstaddur frumsýninguna, en hann verður einn af gestum í Viku bókarinnar 16.-22. apríl. Hjónabandsglæpir er nærgöngult og átakaþrungið leikrit um ástina, minnið og gleymskuna. Þau hafa verið gift í fimmtán ár þegar hann verður skyndilega fyrir því að missa minnið. Með aðstoð hennar reynir hann að komast að því hver hann er. Nýtt verk eftir vinsælasta leikskáld Frakka í dag, þar sem fjallað er um það sársaukafulla hlutskipti að þurfa að sækja sjálfs- mynd sína til annarra. Fagmannlegir framhaldsskólanemar erslingar hafa síðastliðin ár sett upp hvern íburð- armikinn söngleikinn á fætur öðrum, og í ár er engin undantekning frá þeirri hefð. Söngleikurinn „Sextán“ var frumsýndur í Austurbæ þann í. febrúar á 75. nemendamóti Verzl- unarskólans, og er framhaldsskóla- söngleikur í bókstaflegri merkingu. Verkið fjallar um Hólmfríði Júní- usdóttur, og 16 ára afmælisdaginn hennar. Hún er dæmigerður íslensk- ur unglingur, og þarf að kljást við dæmigerð vandamál þeirra. Enginn í fjölskyldunni man ekki eftir afmæl- inu, enda öll upptekin við undirbún- ing brúðkaups eldri systurinnar. Og ekki bætir úr skák að fyrsta ballið hennar í Versló er þá um kvöldið. Og þar verður draumaprinsinn, þriðja árs neminn Benóní. Bólur, fegurðar- drottningar og Egyptar virðast ætla að klúðra kvöldinu, en, eins og í góð- um söngleik fer allt vel að lokum. Söngleikir Versló hafa svarið sig í þá ætt leiklistarinnar sem dæmir gæði út frá fjölda litaðra hreyfiljósa í loftinu og styrk hljóðkerfisins. Það hefur sýnt sig að það er ekki svo vit- laus markaðsfræði. Froðukenndir söngleikir á borð við Fame, Footlo- ose og Hárið hafa dregið mikið fleiri í leikhús heldur en Dario Fo og Ib- sen. Fagmannlegt og pottþétt Krökkunum ungu, undir styrkri leikstjórn Selmu Björnsdóttur og Rúnars Freys tekst með eindæm- um vel að halda salnum spenntum í gegnum alla sýninguna. Ólöf Jara Valgeirsdóttir í hlutverki Hófíar geisl- ar á sviðinu þó að lítil sé og Benedikt Valsson er hinn týpíski góði gæi sem Sextán________________________________ Nemendamótssýning Verzlunarskóla Islands. Sýnt í Austurbæ. Miðasala á midi.is Lelkstjórn: Selma Björnsdóttir og Rúnar Freyr Gislason. Tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og VignirSnærVigfússon. Handrit: Gísli Rúnar Jónsson. Danshöfundar: Birna og Guðfinna Bjömsdætur. Hljóð: Andri Guðmundsson og Hrannar B. Krist- jánsson. Lýsing: Geir Magnússon. Aðalhlutverk: Benedikt Valsson, Ólöf Jara Val- geirsdóttir, Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson. Leiklist ★★★★★ draumaprinsinn Benóní. Hann er greinilega fínn leikari og leysir sín söngnúmer með glæsibrag, eins og reyndar þau flest. f aðalatriðum er leikurinn fagmannlegur og flottur og vert er að hrósa leikurum fyrir skýra framsögn. Ég heyrði í það minnsta skýrt og greinilega hvert orð hvaðan ég sat. Tæknileg atriði sýningarinnar voru eins og frammistaðan á svið- inu fagmannleg og pottþétt. Allar skiptingar gengu mjúklega og hratt fyrir sig, sem skiptir mildu máli í jafn hraðri sýningu og þessari. Tón- listin er.brot bestu íslensku tónlistar síðustu áratuga, allt frá Bo til Jeff Who? og Quarashi. Þessi sýning jafn- ast fýllilega á við söngleiki á borð við Fame og Hárið sem settar hafa verið upp hér á landi, sýningar með fag- mönnum í öllum hlutverkum. Hollt að rækta gelgjuna Áhorfendur, sem virtust vera að meirihluta til krakkar á aldrinum 11-16 ára, skemmtu sér konunglega. Og ég og mömmurnar fjórar við hliðina á mér skemmtum okkur mjög vel líka, þó svo við hefðum kannski hlegið á öðrum stöðum en þau yngri. Það er jú tilgangurinn með þessu öllu, og það að krökkun- um hafi tekist að senda mig syngj- andi og glaðan út, með alla mína fordóma gagnvart Versló og söng- leikjum, er tilefni til að mæla með verkinu við alla þá sem eru að leita að góðri skemmtun sem ekki krefst mikils vits og hugsunar. Það getur nefnilega verið hollt að rækta gelgj- una í sér. Sýningin stóð fyrir sínu, og stelpa sem sat ekki langt frá mér sannaði það þegar að ljósin komu upp; „Oh, er það búið?“ ingimarb@bladid.net Flottir krakkar „Þaö aö krokkunum hafi tekist aö senda mig syngjandi og glaðan út, með alla mína fordóma gagnvart Versló og söng- leikjum, er tilefni til að mæ/a með verkinu við alla þá sem eru að leita að góðri skemmtun" VERKJALYF FRUNSUKREM VLyf&heilsa Við hlustum! NEFÚÐI HÁLSTÖFLUR Það er engin ástæða til að láta sér liða illa. Komdu og fáðu ráðgjöfhjá okkur. KVEF? Otrivjn Vectavtr krem er áhrifartrt lyf til meöferöar á frunsu af vðtóum Herpes Simplex. Vectavir virkar á óllum stigum frunsunnar frá sting eöa æðasláttar til btöðru. I Vectavir er virka efnið penctklóvir sem stöövar framgang veimnnar. Vedavir er astöö fuBorönum og bömiín ekfri en 12 »a. Balð Vectavir á frunsusvaDÖið á 2 klst fresíi í 4 daga. Berið á rétl fyrir sveín og wn leiö og vaknaö er. Dæmigfift er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef eða jnfhiensu eða í mfiólli sói (Ld. á skíðum). Btki a að nota lyfíð ef að áður hefu komið fram ofnæml fyrir pencðdóvir, famdklóvir eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær fninsan hraöar, verkir minnka og smittimi stytösí. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel tóðbetehgar sem fytgja lyfinu. Geymiö þar sem böm hvorki ná tii né sjá. Otrtvin nefúöinn og nefdropamir innihalda xýiómetasólin sem virmur gegn bólgu, nefstíflu og slímmyndun vegia kvefs og bráðrar bólgu í ermis- og kinnholum. Otrivin virkar fljótt og áhrifm vara í 6-10 klst. Otrivtn getur valdið aukaverkunum, s.s. ertingu í slímhúð og sviðaöfinrengu. Einnig ógieði og höfuðverk. Otrivin má nota þhsvar á dag en ekki lengur en í 10 daga í senn. Varúð: Langtímanotkun Otrivin getur leitt til þurrks í nefslímhúð. SjúkJingar með 0áku eða þeir sem hafa ofnæmi fyrir xýlómetasólin ættu ekki að nota Otrtvin. Kyrmið ykkur vel ieiðöeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem böm hvorki ná til né sjá. Strcpsis tölur eru látnar renna í mumi og leysast þar hægt upp. Þarmig nást fram staðbundir[sótthreinsandi áhrif í munni og koki. Auk þess hafa bragðefnm væg kælandi áhrif sem slá á ertingu. Venjulega er ein tafla látin leysit hægt upp (munni á 2-3 klst fresti. Lyfið þarf venjulega að nota í 3-4 daga og stundum i allt að eina vlku. Eirmig má leysa upp 1 -2 töflur (heitu vatni og drekka sem heitan drykk. Notkun lyísins hefur engin áhrif á örmur lyf sem notuð eru samtímis. Ofnæmi eða ofnæmislík viðbrögð geta komið fyrir en eru afar sjaldgæf. Hver pakki af Strepsils inniheldur 24 murmsogstöfter, sem eru í hentugum þynnupakkningum. Hverri pakkningu fylgjaviðurkenndarteiðbeiningaráislenskuumnotkunlyfsirs.semgotteraðkynnasérvel. Geymlð þar sern böm hvorki ná til né sjá. Vottaren Doto® (dðdófenak kalíum) 12,5 mg töflu. Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, ðvo sem höfuðverk, tannpínu og tíðaþrautum. Verkar einnig hitaiækkandi. Dragi ekki úr einkennum á nokkrum dögum, skal lerta til læknis. Þefr sem enj með eöa hafa haft sögu um maga- eöa skerfugamarsár eöa skerta Irfrarstarfsemi ættu aö ráðfaera sig við lækni áður en lyfið er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalisýru, íbuprófen eda önnur bólgueyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voitaren Dolo®. Notiö lyfið ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyf jatræðings um millíverkanir viðönnurlyf.Lesaskalvandlegaleiðbeteingaráumbúðumogfylgiseðli. Geymið þar sem böm hvorki ná til né sjá. Skyrkonfekt og Mýbiti lenskri náttúru og hyggjuviti íslenskra hönnuða. Forvitnir ættu til dæmis að smakka á Blóð- bergsdrykknum sem er afrakstur nemenda Listaháskólans og blóð- bergsbóndans Sigfúsar Bjartmars- sonar á Sandi í Aðaldal. Drykk- urinn byggir á krafti íslenskrar náttúru og svalandi auk þess sem kraftar blóðbergsins njóta sín til fulls. Meðal annars er talið að það geti læknað kvef, hausverk, svefn- leysi og timburmenn. Matarmark- aðurinn stendur frá 14-18 í dag og er kynningin öllum opin. Sky rkonfekt Afrakst- ur gjöfullar samvinnu bænda og hönnuða. Það verður mikið um dýrðir í Matarsetrinu, Grandagarði 8 í dag. Þar munu nemendur í Vöru- hönnunardeild Listaháskóla Is- lands kynna verkefni sem þau hafa unnið að í samstarfi við ís- lenska bændur undanfarnar vikur. Bændurnir eru allir í heimafram- leiðslu á matvælum og eru flestir þeirra einnig partur af verkefninu „Beint frá býli“ sem snýst um það að bændur geti selt afurðir sínar milliliðalaust. Verkefni nemanda var að koma með vöruþróun og ný- sköpun inn í matvælaframleiðslu þeirra og kynna þau nú til sögunn- ar: Mýbitann, Blóðbergsdrykk, Skyrkonfekt og Geitabar. Allt eru þetta ferskar og heilnæm- ar vörur, sprottn- ar beint úr ís-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.