blaðið - 07.03.2007, Síða 20

blaðið - 07.03.2007, Síða 20
blaðið MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 Poppóperustjarnan Josh Groban heldur tónleíka í Laugar- dalshöllinni 16. maí. Með honum í för verður hans eigin hrynsveit auk þess sem fram koma með honum bæði sinfóníuhljómsveit og Gospelkór Reykjavíkur. Bókaveisla í Perlunni Hinn árlegi markaður Félags bókaútgefenda stendur nú sem hæst í Perlunni. Það er af nógu að taka og ættu allir bókaormar að geta gert þar góð kauþ. menning@bladid.net Hroki og hleypidómar Fúría, leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík, frumsýnir Hroka og hleypidóma eftir Jane Austen þann 7. mars í Tjarnarbíó. Þetta er fyrsta uppfærsla verksins hér á landi. Sigrún Sól Ólafsdóttir gerði leikgerðina og leikstýrir jafnframt verkinu. öll tónlistin í sýningunni er frumsamin af hljómsveit sem skipuð er nokkrum nemendum Kvennaskólans og setur hún skemmtilegan svip á sýning- una. Sýningin er litrík og fjörug með dansi, söng og tilheyrandi pilsaþyt. Tryggð er haldið við söguþráðinn en þó koma fram ný sjónarhorn á nokkra atburði sem skerpa þá ádeilu sem er í verkinu. Þjóðlagatónlist í Norræna húsinu Bára Grímsdóttir og Chris Foster halda þjóðlagatónleika á alþjóð- legum degi kvenna, 8. mars undir yfirskriftinni Konan. Þau flytja þjóðlög frá íslandi og Englandi, syngja, leika á gítar, kjöltuhörpu (kantele), lang- spil og íslenska fiðlu, auk þess sem myndasýning fylgirtón- listinni. BáraGrímsdóttir, söng- kona og tónskáld, hefur um langt árabil verið flytjandi íslenskra þjóðlaga og kvæðalaga. Hún ólst upp við kveðskap og söng foreldra sinna og afa og ömmu í Grímstungu í Vatnsdal. Tónleik- arnir verða haldnir í Norræna húsinu og hefjast klukkan 20. Húmor og hugrekki Jón Kristinn Cortez Hefur stjórnað Þröstum i tíu ár BlaÖið/Frikki Hnallþórur og sönglög að er kunnara en frá þurfi að segja að karla- kóramenning er ákaf- lega sterk hér á landi og fátt er íslenskara en hljómmikill karlakór, syngjandi gömul og góð ættjarðarlög. Karla- kórinn Þrestir fagnaði 95 ára af- mæli sínu á dögunum og var mikið um dýrðir í Hásölum í Hafnarfirði þar sem kórinn bauð vinum og vel- unnurum upp á hnallþórur og hug- ljúfa tóna. „Þegar við fórum að ræða afmæl- ið og tilhögun þess í haust þá ákváð- um við strax að halda veglega köku- veislu og bjóða þangað öllum þeim sem stutt hafa dyggilega við bakið á starfinu okkar i gegnum tíðina. Þá fórum við að hugsa um hvernig við ættum að láta vita af viðburð- inum og upp kom sú hugmynd að taka upp nokkur lög, setja á geisla- disk og senda hann út ásamt boði í afmælið. Þetta vatt svo upp á sig og úr varð ellefu laga diskur,“ seg- ir Jón Kristinn Cortez, stjórnandi kórsins. Félagará öllum aldri Karlakórinn Þrestir var form- lega stofnaður árið 1912 en á rætur að rekja allt til ársins 1908. Það var Friðrik Bjarnason, kennari og tón- skáld, sem réðst í það verkefni að stofna kór í bænum en hann var þá nýfluttur til Hafnarfjarðar. Frið- rik stjórnaði kórnum allt til ársins 1924 en kórinn hefur verið starf- andi óslitið allt til dagsins í dag. Að sögn Jóns Kristins eru félagar í kórnum í kringum sextíu. „Kórfé- lagar eru á öllum aldri, þeir yngstu rétt um tvítugt og þeir elstu komn- ir á áttræðisaldur. En í karlakórum eru nú yfirleitt menn sem búnir eru að stofna heimili og farnir að hafa tíma til að sinna sínum hugð- arefnum. Við æfum tvisvar í viku og syngjum við hin ýmsu tilefni; brúðkaup, afmæli og jarðarfarir svo dæmi sé nefnt.“ Sjóndeildarhringurinn víkkaður Kórinn fékk til liðs við sig nokkra af helstu listamönnum þjóðarinn- ar til þess að gera plötuna sem glæsilegasta úr garði. Þau Margrét Eir og Óskar Pétursson taka lagið með kórnum aukþess sem Hjörleif- ur Valsson fiðluleikari og Sigurður FJosason saxófónleikari ljá þeim krafta sína. Lögin á plötunni eru ekki hefðbundin karlakóra- tónlist heldur skemmti- söngvar á borð við Amazing Grace, Ra- móna og Ég fann þig. „Við erum að víkka sjón- deildarhring- inn. Það er jú þannig með alla tónlist að fólki finnst ákaflega gam- an að heyra það sem það þekkir. Við tökum þessu sem hverju öðru verk- efni, vönd- um til verka líkt og með aðra tón- list sem við syngjum," segir Jón Kristinn sem hefur stjórnað kórnum í tíu ár. „Þetta er skemmtilegt og krefj- andi starf. Þetta er svolítið eins og að vera kennari, ég fæ nýja félaga á hverju ári og reyni að hafa fjöl- breytnina í fyrirrúmi í laga- valinu. Þetta er gefandi og maður sér ekki eftir þeim tima sem í þetta fer.“ Einfaldar klisjur duga ekki (Gerðubergi verður haldin ráðstefna um barnabókmenntir .þann 10. mars í minningu Astrid Lindgren. Sérstakur gestur ráðstefn- unnar er Helena Gomér sem er yfir- maður barnadeildarinnar Rum för Barn í Menningarhúsi Stokkhólms- búa. Hún býr að mikilli reynslu á sviði barnamenningar bæði úr leikhús- og kvikmyndaheiminum auk þess sem hún vann við að koma á fót barnamenningarhúsinu Junibacken sem tileinkað er Astrid Lindgren oa sænskum barnabók- menntum. I fyrirlestri sínum mun hún miðla af reynslu sinni og síðan mun Ragnheiður Gestsdóttir, fund- arstjóri ráðstefnunnar og talsmaður Samtaka um barnamenningar- stofnun, leiða umræður. Dagskráin hefst klukkan 10:30. Karlahópur Femínistafélags Is- lands stendur fyrir klámkvöldi í kvöld, miðvikudaginn 7. mars, á Barnum. Hætt er þó við því að þeir sem vonast til þess að sjá brjóst og bera bossa verði fyrir vonbrigðum enda er markmiðið að ræða klám í kynjuðu samhengi, fjalla um ímynd- ir í klámi, klámiðnaðinn og neyslu ungs fólks á klámi. Frummælendur eru Gunnar Hersveinn heimspek- ingur, Siggi Pönk hjúkrunarfræð- ingur og Hjálmar G. Sigmarsson mannfræðingur. „Það er búið að standa til hjá okkur lengi að halda slíkt kvöld en í ljósi þess sem átt hef- ur sér stað á undanförnum vikum þá fannst okkur tilvalið að efna til þess núna,“ segir Hjálmar G. Sig- marsson en hann heldur sjálfur er- indi um rannsókn sem hann vann ásamt Andreu Ólafsdóttur um upp- lifun og viðhorf unglinga til kláms. „Okkur langar til þess að nota þetta tækifæri til þess að fá karla til þess að sýna ábyrgð í umræð- unni um klám. Því miður hafa þeir sem hafa talað gegn klámi verið að fá ákaflega harða og óréttmæta gagnrýni og okkur langar til að fá tækifæri til þess að skýra okkar sjón- armið og efna til málefnalegrar um- ræðu um þessi mál.“ Hjálmarsegist ekki kunna skýring- ar á því hvers vegna femínistar sem hafa látið til sín taka í umræðunni fá svo harkalega gagnrýni. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt mál sem flestir hafa sterkar skoðanir á. Við viljum setja þetta í þjóðfélagslegt samhengi líkt og femínistar sem hafa verið áberandi í umræðunni hafa verið að gera. Okkur finnst sú umræða ekki hafa skilað sér al- mennilega og oft fallið fyrir daufum eyrum. Það þjónar engum tilgangi að afgreiða þetta stóra mál með einföldum klisjum og alhæfingum. Við verðum að sýna ábyrgð og beita skynsamlegum efnistökum," segir Hjálmar og bætir við að nauðsynlegt sé að leiðrétta þann misskilning að þeir sem andæfi klámi séu einnig að tala á móti kynlífi. Húsið verður opnað klukkan 20 og eru allir sem vilja kynna sér um- ræðuna hjartanlega velkomnir. Þarft þú að losna við aukakíló? - kíktu inn á metasys.is K metasys.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.