blaðið - 22.03.2007, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007
blaðiö
INNLENT
BÍLSLYS í ÞRENGSLUM
Stúlku enn haldið sofandi
Stúlka liggur á gjörgæslunni í Fossvoginum eftir að
hafa lent f bílslysi í Þrengslum um síðustu helgi. Að
sögn yfirlæknis á gjörgæslunni er líðan stúlkunnar
óbreytt og stöðug, en eins og sagt var frá í Blaðinu á
þriðjudaginn hefur henni verið haldið sofandi.
REYKJAVÍK
Starfatorg fyrir eldri borgara
Stefnt er að þvi að starfatorg fyrir eldri borgara
í Reykjavík geti orðið að veruleika 1. september
næstkomandi. (nýlegri rannsókn Capacent
kemur fram að 25 prósent eldri borgara hafa
áhuga á að vinna lengur.
VERÐBÓLGUSPÁ GLITNIS
Seðiabankinn nær markmiði sínu
Glitnir spáir því að landsframleiðsla muni í ár dragast saman um
0,2 prósent miðað við óbreytt verðlag. Einnig spáir bankinn því
að Seðlabankinn muni ná 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði sínu á
árinu. Þetta kom fram í þjóðhagsspá Glitnis fyrir árin 2007-2010.
Þá er því spá að á tímabilinu fari atvinnuleysi yfir 3 prósent.
Átak sýslumanns:
Helmingur
kominn
Um 6o af þeim 120 sem voru á
lista yfir þá sem hafa hunsað boð-
anir sýslumanns vegna fjárnáms
höfðu komið til embættisins
seinnipartinn í gær, samkvæmt
Þuríði Árnadóttur, deildarstjóra
fullnustudeildar. Allir þessir
einstaklingar hafa komið til
fullnustudeildar að tilstuðlan
lögreglu og meirihlutinn í fylgd
hennar.
Lögreglan fékk listann með
nöfnum einstaklinganna í lok
febrúar en átak sýslumannsins
í Reykjavík hófst 25. febrúar síð-
astliðinn. Liggja fyrir nokkur
þúsund kröfur um fjárnám sem
ekki hefur tekist að ljúka þar
sem einstaklingar hafa hunsað
boðanir sýslumanns. Elstu kröf-
urnar á þessum fyrsta lista eru
frá árinu 2003.
Noregur:
Faöir Mette-
Marit látinn
Blaðamaðurinn Sven 0. Hoiby,
faðir norsku krónprinsessunnar
Mette-Marit, lést úr lungnakrabba-
meini í gær. Hoiby greindist með
sjúkdóminn síðasta sumar og var
sjötugur að aldri þegar hann lést.
Samband krónprinsessunnar
og föður hennar var stormasamt
og dró verulega úr sambandi feðg-
inanna eftir að hún giftist Hákoni
krónprins árið 2001.
Foreldrar Mette-Marit skildu
þegar hún var ellefu ára gömul
og ólst hún upp hjá móður sinni.
Fréttir af Hoiby birtust reglulega
á síðum slúðurblaðsins Se og
Hor um árabil eftir að Mette-Ma-
rit tók saman við krónprinsinn.
Með augun á drykknum
Helsta hættan er aó sve-
fnlyfi sé laumað i drykki á
skemmtistöðum.
Varað við nauðgunarlyfi:
Lyfið það sama
og Rohypnol
■ Sala á lyfinu minnkað undanfarin ár ■ Lyfið gott fyrir þá sem þurfa
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson
magnus@bladid.net
Nauðgunarlyfið sem landlæknir
hefur séð ástæðu til að vara við
hefur nákvæmlega sömu verkanir
og Rohypnol, enda um samheita-
lyf að ræða. Rohypnol var skráð af
markaði fyrir nokkrum árum. Lyfið
hefur sljóvgandi áhrif á þann sem
neytir þess og veldur minnisleysi.
Nafn lyfsins verður ekki gefið
upp en sala á því hefur minnkað
ört undanfarin ár. Eins og sést á
meðfylgjandi töflu er notkun þess
langmest hjá þeim sem eru 60 ára
og eldri en minnst í yngsta aldurs-
flokknum, yngri en 35 ára. Enginn
undir 15 ára aldri hefur leyst út lyfíð
frá árinu 2004 og aðeins einn undir
20 ára aldri leysti út lyfið í fyrra.
Gagnagrunnur veitir aðhald
Matthias Halldórsson landlæknir
segir að lyfið sé gott fyrir þá sem
þurfa á þvi að halda. Eldra fólki, sem
notar lyfið í mestum mæli, finnist oft
erfitt að skipta út lyfjum sem virka
vel og iðulega sé kvartað þegar lyf eru
tekin af skrá. Hann segir að lyfið sé
i langflestum tilfellum ekki gefið út
sem fyrsta lyf auk þess sem lyfjgagna-
grunnurinn veiti bæði aðhald og bæti
eftirlit með þvi. í ljósi þess telur hann
ekki þörf á að afskrá lyfið.
Sú spurning hefur vaknað hvort
hægt sé að bæta litarefnum út i
lyfið svo hægt yrði að greina það
sé því blandað út í drykki. „Það var
talað um að setja litarefni út í lyfið.
En aðstæður eru þannig á skemmti-
stöðum að fólk spáir ekki mikið í
það ef einhver litur er í glasi,“ segir
Matthías.
Blandað út í drykk!
Þórunn Þórarinsdóttir, starfs-
kona hjá Stígamótum, segir að öðru
hvoru komi upp grunur um lyfja-
nauðganir. Fórnarlömb nauðgana
tali oft um undarlegt óminni, þrátt
fyrir að muna ekki eftir að hafa
drukkið nema hálfan bjór.
Likt og með Rohypnol og sambæri-
leg nauðgunarlyf er helsta hættan
sú að lyfinu sé blandað út í drykki á
veitingastöðum og skemmtunum. Er
skemmst að minnast umræðunnar í
kringum Eldborgarhátíðina þar sem
upp komu tilfelli þar sem stúlkum
var byrlað smjörsýru og nauðgað.
Líkt og Rohypnol hefur svefnlyfið
róandi verkun og tekur 20 mínútur
fyrir lyfið að byrja að virka eftir að
það er tekið inn. Algengar aukaverk-
anir eru þreyta og sljóleiki. Sjaldgæf-
ari aukaverkanir eru vöðvaslapp-
leiki og örðugleikar við að stjórna
hreyfingum. Of stórir skammtar
geta valdið öndunarstöðvun og
meðvitundarleysi.
Notkun svefnlyfsins 6.299
2003-2006
Aldursdreifing einstaklinga
sem leystu út lyfið a.m.k.
einu sinni á árinu
3.597
5-34 ára 35-60 ára 60 + ára
Ríkisskattstjóri:
Fresturinn
runninn út
Frestur til að skila skattfram-
tali rann út í gær og var búið
að skila skattframtali rafrænt
fyrir 59 þúsund kennitölur
um hádegið í gær, samkvæmt
Jóni H. Steingrímssyni, for-
stöðumanni þjónustusviðs hjá
ríkisskattstjóra.
Um 1200 framtöl á pappír
höfðu verið skráð inn í gær en á
sama tíma í fyrra voru þau um
3 þúsund. Yfir níutíu prósent
skiluðu rafrænt á síðasta ári og
er von á jafnvel hærri prósentu
á þessu ári. Um hádegið í gær
var búið að sækja um frest til að
skila skattskýrslu fyrir um 75
þúsund kennitölur.
Hagstofa íslands:
Kaupmáttur
fólks eykst
Launavísitala í febrúar
er 312,3 stig og hækkaði um
0,3 prósent frá fyrri mánuði,
samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu Islands. Hefur vísi-
talan hækkað um 9,8 prósent
síðastliðna tólf mánuði.
Frá febrúar 2006 til febrúar
2007 hefur neysluverð hækkað
um 7,4 prósent en launavísitala
í febrúar á síðasta ári var 284,4
stig. Þetta þýðir að kaupmáttur
hefur aukist um 2,2 prósent,
samkvæmt Tór Einarssyni, pró-
fessor í hagfræði við Háskóla
íslands. Kaupmáttur einstak-
lings er því 2,2 prósent hærri en
í febrúarmánuði á þessu ári. Er
hér miðað við einstakling sem
hefur óbreyttan vinnutíma og
tekur laun sem hafa þróast í
takt við launavísitöluna.
heiLsuakademían kynnir
Rope Yoga
Heilsuakademían býður upp á Rope Yoga í
Egilshöll.
Rope Yoga er heildrænt heilsuræktarkerfi sem
sameinar hug, tíkama og sál.
í samanburði við hefðbundnar kviðæfingar, þá er Rope Yoga
áhrifameira en flest önnur líkamsræktartæki sem eru á markaöinum í
dag og henta ötlum aldurshópum.
Þú f innur strax fyrir árangri eftir fyrstu æfinguna, án þess að þurfa að
beita valdi eða að þrauka. Rope Yoga eykur einnig súrefnisflæði,
blóðflæði og bætir meltingu.
Næstu námskeið hefjast 2. apríl.
Vortilboð
14.990 krfyrir 6 vikna námskeið
Skráning hafin.
heilsuakademían
Hreyfing, heilbrigði. skemmtun
www.heilsuakodemian.is - sími: 594 9666
BBC fjallar um íslensk virkjanamál:
Grænn orkuvandi Islendinga
Islendingar standa frammi fyrir
grænum orkuvanda, samkvæmt
grein blaðamannsins Richard Holl-
ingham sem birtist á fréttavef BBC
í gær. Þar segir Hollingham frá
orðræðu andstæðra hópa á Islandi,
þeirra sem vilja hagnast á endur-
nýjanlegum orkugjöfum landsins
og þeirra sem segja kostnaðinn of
mikinn að fórna svo miklu land-
svæði óspilltrar náttúru. Fréttamað-
urinn ræðir um kosti og galla þess
að virkja landið og hagnast á endur-
nýjanlegri orku og að komandi þing-
kosningar muni að miklu leyti snú-
ast um virkjana- og stóriðjumál.
Hollingham segir landið vera ein-
stakt. „Þrátt fyrir napran vindinn
og hörkulegan snjóinn er útsýnið
ólíkt öllu öðru á jörðinni. Engin tré,
Kárahnjúkastíf la Frétta
maðurinn segir frá orð-
ræðu andstæðra hópa.
ekkert gras, engir litir.“ Greinin er
skrifuð í tengslum við útvarpsþátt
í röðinni „Crossing Continents" og
verður á dagskrá BBC 4 klukkan
11.02 að íslenskum tíma í dag. Holl-
ingham ræðir meðal annars við
fréttamanninn Ómar Ragnarsson
og Sigurð Arnalds, talsmann Kára-
hnjúkavirkjunar, um þennan græna
orkuvanda landsins.