blaðið - 22.03.2007, Side 6

blaðið - 22.03.2007, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 blaðiö INNLENT KOSNtNGAR I listabókstafur nýs framboðs Það er nýju framboði Margrétar Sverrisdóttur til hagsbóta að hafa fengið listabókstafinn I en ekki I eins og sótt var um, samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Sé komman yfir l-inu til dæmis ekki nógu löng er atkvæðaseðillinn ógildur. LANDLÆKNIR Fleiri karlar í ófrjósemisaðgerð Árið 2005 fóru 274 konur og 285 karlar í ófrjósem- isaðgerð, að því er kemur fram á fréttavef land- læknisembættisins. Þetta er í fyrsta skipti sem fleiri karlar en konur fara í slíka aðgerð. Munur milli kynja hefur smám saman minnkað. NÝTT SPÁLÍKAN Samdrætti spáð í íbúðafjárfestingu Ibúðafjárfestingar munu dragast saman næstu misseri, samkvæmt nýju spálíkani um íbúðafjárfestingar. Ekki er búist við því að fjárfesting taki við sér fyrr en raunverð fast- eigna tekur að hækka aftur. Þetta kemur fram á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins. eelálutertw^.tá Fjölskyldan og sorgin Fræðslufundur í Neskirkju í kvöld 22. inars kl. 20-22. Fyrirlesari Hafliði Kristinsson fjölskylduráðgjafi Allir velkommr! NÝDÖGUN Samtök um sorg og sorgarviðbrögð bílar föstudaga Auglýsingasíminn er 510 3744 Jón Steinar Gunnlaugsson: Taldi ekki hættu á hagsmunaárekstri ■ Gegndi trúnaðarstarfi ■ Meta þarf vitneskju lögmannsins Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net ,Mér sárnaði að maður sem gegndi trúnaðarstarfi fyrir mig og ég taldi mig geta treyst skyldi á sama tíma standa að slíkum aðgerðum gegn fjöl- skyldu minni.“ Þetta skrifar Ingibjörg Pálmadóttir, sambýliskona Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, í yfirlýsingu þar sem hún segir Jón Steinar Gunnlaugs- son hafa verið lögmann sinn þegar hún frétti að hann hefði afhent lög- reglu gögn og borið fram kæru Jóns Geralds Sullenberger á hendur Jóni Ásgeiri og samstarfsmönnum hans. Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttardómari segir að verkinu sem Ingibjörg og systir hennar höfðu falið honum að aðstoða þær í hafi verið lokið. „Á skrifstofunni var ennþá í gangi minni háttar verkefni fyrir hlutafélag í eigu Ingibjargar sem annar lögfræðingur en ég sá að mestu leyti um. Ég taldi ekki að þetta gæti staðið því í vegi að ég tæki að mér mál fyrir fyrirtæki Jóns Geralds gegn Baugi þar sem hann krafðist ef- nda á viðskiptaskuld." I siðareglum lögmanna segir að lögmaður megi ekki fara með hags- muni tveggja eða fleiri skjólstæðinga í sama máli þegar hagsmunir þeirra eru andstæðir eða veruleg hætta er á slíku. í siðareglunum segir jafnframt að lögmaður skuli varast að taka að sér nýjan skjólstæðing ef hagsmunir hans og þeirra skjólstæðinga lögmannsins, sem fyrir eru, fá ekki samrýmst eða hætta getur verið á slíku. „Lögmannafélag íslands hefur engar upplýsingar um samnings- sambandið til að geta tekið afstöðu í þessu máli og það er ekki inni á borði þess. Hins vegar eru skýr ákvæði í siðareglum um hugsan- lega hagsmunaárekstra. Það sem við höfum séð í þessu tiltekna máli eru í rauninni bara yfirlýsingar beggja aðila,“ segir Ingimar Inga- son, framkvæmdastjóri Lögmanna- félags íslands. Hann segir almennu regluna þá að á meðan lögmaður sinni hags- munum eins skjólstæðings geti hann ekki gætt hagsmuna gagnað- ila. „Það er alveg skýrt en í sumum tilfellum gæti það komið til álita, það er að segja þegar samningssam- bandi er löngu lokið og ekki er um skörun að ræða þannig að vitneskja lögmannsins nýtist á engan hátt í málinu fyrir hinn aðilann.“ Ingimar bendir á vinnuumhverfi lögmanna á litlum stöðum úti á landi. „Það væri víða ókleift fyrir lögmann að starfa ef hann gæti ekki gætt hagsmuna skjólstæðings í einhverju máli sem hann hefði hugsanlega verið að vinna gegn fyrir annan skjólstæðing í öðru máli. I þeim tilvikum verður alltaf að meta hvaða vitneskju eða þekkingu lögmaður býr yfir sem hann gæti hugsanlega notað gegn skjólstæðingi sínum. Ef hagsmun- irnir eru alveg ólíkir og engin teng- ing á milli þá horfir þetta öðruvísi við. Sviðið sem þarf að skoða þegar hugsanlegur hagsmunaárekstur kemur upp er talsvert vítt. Lög- menn eru vel á verði gagnvart þessum þætti og eru vandir að virð- ingu sinni hvað þetta varðar.“ Hreinn Loftsson: Hvað hefur Jón að fela? Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, ritar í yfiriýsingu að hann hafi haft milli- göngu um það á sínum tíma að Ingibjörg S. Páimadóttir leitaði til Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara. „f símtali greindi ég Jóni Steinari meðal ann- ars frá tengslum hennar við Jón Ásgeir Jó- hannesson." Hreinn segir skýringar Jóns Steinars, Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Kjartans Gunnarsson- ar, fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæð- isflokksins, á upphafi Baugsmálsins ótrú- verðugar. Þetta var ekki aðeins spurning um að Jón Gerald fengi lögmann heldur hvaða hópur áhrifamanna aetlaði að beita sér fyrir hann gegn „viðskiptaveldinu” Baugi. Baktjaldamakkið er smám saman að opinberast." Jón hafi pví orðið fyrir þrýstingi um að taka mál Jóns Geralds að sér. Yfiriýsingar Ingibjargar og Jóns Steinars séu orð gegn orði. Vitnisburð- ur Jóns H. B. Snorrasonar, fyrrverandi saksóknara í Baugsmálinu, fyrir dómi varpi Ijósi á aðdraganda málsins. .Greindi hann þarfrá því að Jón Steinar hefði komið gögnum til sín og þeir síðan fundað um málið í nokkur skipti áður en Jón Gerald Sullenberger kom fyrst til skýrslugjaf- ar. [...] Lýsing Jóns H.B. Snorrasonar var gefin af honum sem vitni fyrirdómi og þegaraf þeirri ástæðu ber að taka fremur mark á honum í þessu sam- bandi en Jóni Stein- ari Gunnlaugssyni.” Ingibjörg, Jón Steinar og Hreinn Hreinn segir í yfirlýsingu að orð standi á móti orði í orðaskaki Ingib- jargar og Jóns Steinars.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.