blaðið - 22.03.2007, Side 8

blaðið - 22.03.2007, Side 8
Augiýsingastofa Guðrúnar Onnu 8 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 blaöiö NordicPhotos/AFP Sími 5757 600 • Fax 5757 605 • Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík fossberg@fossberg.is • www.fossberg.is og eggjalaus gerír gœfumuninn VOGABÆR Sími 424 6525 www.vogabaer.is Opinská viðtöl sænska sjónvarpsins við Göran Persson: Bildt þurfti framfærslu ■ Bildt segir Persson vera lygara ■ Bush og Jong-ll vanmetnir leiötogar Eftir Atla (sleifsson atlii@bladid.net Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sakar Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra, um lygar á bloggsíðu sinni. Fram kemur í nýjum heimildarþáttum sænska sjónvarpsins um Persson að hann hafi boðið Bildt starf sendiherra, flugmálastjóra og boðist til að styðja hann í embætti framkvæmdastjóra Evrópska fjárfestingarbankans, þar sem hann hafi vorkennt Bildt og að hann þyrfti á framfærslu að halda eftir að hafa látið af formannsemb- ætti Hægri flokksins. Á bloggsíðu Bildt segir hins vegar að orð Persson í þáttunum séu hrein ósannindi. Annar þáttur heimildarmyndar- innar var sýndur í sænsku sjónvarpi á þriðjudagskvöld. Þættirnir byggja á opinskáum leynilegum viðtölum sem Persson átti við fréttamann sænska ríkissjónvarpsins í ellefu ára forsætisráðherratíð sinni. Skil- yrðið fyrir viðtölunum var að þau yrðu ekki birt fyrr en eftir að hann léti af starfi formanns sænska Jafn- aðarmannaflokksins. Persson lét af embætti forsætisráðherra eftir ósigur í þingkosningum í september síðastliðnum og tók Mona Sahlin við embætti formanns flokksins á aukalandsþingi um síðustu helgi. Vanmetnir leiðtogar í þætti þriðjudagsins var sérstök áhersla lögð á feril Perssons í utan- ríkismálum og þá sér í lagi þegar Svíar voru í forsæti fyrir Evrópusam- bandið árið 2001. Á leiðtogafundi í Gautaborg árið 2001 hitti hann George Bush Bandaríkjaforseta og segir hann vera vanmetinn leiðtoga. Svik fjármálaráðherrans 1 einu viðtalanna sem fréttamaður- inn átti við Persson árið 1999 kemur fram að hann hafi litið á afsögn Kfiívmálaráðherrans Erik >rink tveimur dögum iður en leggja átti fram fjárlög að vori, sem svik og tilraun til að fella Persson semformannflokks- PW ins. Að auki segir f Perssonaðfjölmargir innan ríkisstjórnar hans, þar á meðal Mona Sahlin, hafi vitað af væntan- legri afsögn fjármálaráðherrans án þess að láta hann vita. Sahlin sagðist þó ekki kannast við það í viðtali við sænska fjölmiðla í gær. Ekki treystandi Aðspurður um Gudrun Schyman, fyrrverandi formann Vinstriflokks- ins, segist Persson þykja lítið til hennar koma, en ríkisstjórn Pers- sons naut stuðnings Vinstriflokks- ins á sínum tíma. „Hún kemur mér fyrir sjónir sem klofin og óþroskuð manneskja. Ég myndi ekki treysta henni stæði þjóðin frammi fyrir einhverju hættuástandi." Persson minnist þess þegar Schyman mis- sti stjórn á skapi sínu í matarboði fyrir formenn flokkanna þegar vændi var til umræðu í aðdraganda forsætistíðar Svíþjóðar í ESB. „Þið karlarnir eigið ekki að halda að þið getið riðið konum úr öðrum heims- hlutum með þessum hætti!“ á Schy- man áð hafa sagt. Síðari tveir heimildarþætt- irnir um Persson verða sýndir í sænska sjónvarpinu í kvöld og á mánudaginn. „Evrópubúar líta á Bush sem algert núll og nix, en það eru stórkostleg mistök. Bush er maður sem veit al- veg nákvæmlega hvað hann vill.“ Þá ferðaðist Persson til Kóreu þegar hann fór fý sendinefnd ESB og hitt: Kim Jong-Il, forseta lands- ins. Forsætisráðherrann fyrrverandi lýsir honum sem „litlum karli á háum klossum, sem ætti þó alls ekki að vanmeta sem stjórnmálamann". Tómleikatilfinning I þáttunum segist Persson sjálfur hafa átt mikinn þátt i að breyta stefnu sænskra stjórnvalda í málefnum Mið-Austurlanda. „Við höfðum tekið þátt í að einangra Ísraelsríki í allt of langan tíma,“ en Persson var fyrsti sænski forsætis- ráðherrann til að heimsækja fsrael í rúm þrjátíu ár. Hann gagnrýnir Yasser Arafat, fyrrum leiðtoga Pal- estínumanna, og segir hann í raun hafa hjálpað Ariel Sharon að komast til valda í ísrael. f forsætistíð Svía í ESB segist Persson hafa fundið fyrir mikilli tómleikatilfinningu og þunglyndi. Erfiðleikar höfðu komið upp í hjónabandi hans, en hann skildi við Anniku, konu sína til sjö ára, í lok árs 2002. Persson ræðir einnig slúðursögurnar sem blossuðu upp á þeim tíma, um að hann hefði átt í ástarsambandi við ráðherrana Ulr- icu Messing, Margaretu Winberg og Maj-Inger Klingvall. Hann segir sögurnar hafa verið uppspuna frá rótum og að pólitísk öfl hafi komið þeim af stað til að skaða stjórnmála- manninn Persson. ÍSRAEL C UTAN UR HEIMI Allsherjarverkfall í landinu Allsherjarverkfall hófst í (srael í gær sem olli miklum truflunum í ýmsum þjónustu- og samgöngugeirum landsins. Verkfalliö var vegna deilna við hið opinbera um ógreidd laun verkafólks. Talið er að 400 þúsund hafi lagt niður störf sín og er óljóst hve lengi. somalia ; * Sjö falla í átökum Sjö féllu í hörðum átökum stjórnarhers Sómalíu og voþn- aðra upþreisnarmanna í Mogadishu í gær. Fréttaritari BBC segir að árásum á oþinbera starfsmenn og byggingar hafi fjölgað verulega á síðustu vikum. Um 1.200 friðargæslu- liðar á vegum Afríkusambandsins eru nú í Sómalíu. Varaforseti vill ræða við uppreisnarmenn Tareq al-Hashemi, varaforseti Iraks, segist vilja að (raks- stjórn taki upþ viðræður við uppreisnarmenn í þeirri viðleitni að koma á friði í landinu. „Ég tel einu leiðina vera þá að ræða við alla, að fulltrúum al-Qaeda undanskildum. Upp- reisnarmenn í landinu eru einungis hluti af samfélaginu. F0SSBERG 1927&0 SERVERSLUN FAGMANNSINS ® oro '2007 Kranzle Háþrýstidæla 195TST Vörunúmer KFIA412052 • Þrýstingur 10-180 bör • Hámarksþrýstingur 190 bör • Flæði vatns 7,5 l/mín Verð: 114.995 kr. Göran Persson Forsætisráðherr■ ann fyrrverandi lætur fjöimarga fá það óþvegið íþáttunum, þar á meðal Carl Bildt, Gudrun Schy- man og Yasser Arafat. ■

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.