blaðið - 22.03.2007, Side 12
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007
blaöi
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Ár og dagurehf.
SigurðurG.Guðjónsson
Trausti Hafliðason
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Elín Albertsdóttir
Störf þingsins
Það er orðin lenska hérlendis að rétt fyrir lok þings þá fari þingstörfin
í uppnám vegna fjölda þeirra mála sem bíða afgreiðslu. Málin eru hrein-
lega látin hrúgast upp og á laugardaginn þegar þingið hætti störfum
voru 94 mál óafgreidd. Þar á meðal voru nokkur mjög stór mál eins og
til dæmis stjórnarfrumvarp um nýtingu auðlinda í jörðu. Þessi lenska
eða öllu heldur þessi vinnubrögð geta vart talist boðleg í vestrænu
lýræðisþjóðfélagi.
Skömmu fyrir þinglok og reyndar eftir þau líka gengu ásakanir á
víxl milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar. Umræðan varð
ómálefnaleg og gekk orðið út á að slá ryki í augu kjósenda. Stjórnar-
flokkarnir sökuðu stjórnarandstöðuna um að hafa komið í veg fyrir að
ákveðin mál næðu í gegn með hótunum um málþóf. Stjórnarandstaðan
kvartaði aftur á móti undan seinagangi stjórnarflokkanna með fram-
lagningu frumvarpa og sagði í hæsta máta eðilegt að verja góðum tima
í að ræða stór mál.
Það er sérkennilegt, og stenst reyndar varla skoðun, að ríkisstjórnar-
flokkarnir saki stjórnarandstöðuna um að stöðva ákveðin mál með hót-
unum um málþóf. Ef það er raunverulegur vilji ríkisstjórnarinnar að
koma málum í gegn þá gerir hún það. Stjórnarflokkarnir hafa meirihluta
á Alþingi og þeim er því í lófa lagið að koma sínum málum í gegnum
þingið. Það eina sem þeir þurfa að gera er að koma sínum málum fyrr á
dagskrá. Dæmi um þetta er frumvarpið um Ríkisútvarpið sem stjórnar-
flokkarnir náðu í gegn í vetur þrátt fyrir mikla andstöðu á þinginu og
sjötíu klukkustunda umræður.
Orðræða stjórnmálamanna síðustu daga og ekki síst vinnubrögð eru
ekki til að auka traust og virðingu almennings fyrir störfum þingsins.
Skemmst er að minnast könnunar sem Capacent gerði í síðasta mánuði.
Niðurstöðurnar, sem voru birtar í byrjun þessa mánaðar, leiddu í ljós
að einungis 29 prósent landsmanna bera traust til Alþingis. Þetta hlut-
fall hefur ekki verið lægra síðan Capacent, áður Gallup, hóf að spyrja
út í traust fólks á stofnunum hins opinbera árið 1993.1 fyrra sögðust 43
prósent landsmanna bera traust til Alþingis, það er fjórtán prósentum
meira en nú.
Kannski að þingmenn ættu að leiða hugann að niðurstöðum síðustu
könnunar og spyrja sjálfa sig gagnrýnna spurninga. Var til dæmis nauð-
synlegt að ljúka þingstörfum átta vikum fyrir kosningar? Hefði ekki
verið eðlilegt að halda þeim áfram að minnsta kosti fram að páskum?
Þá hefðu flokkarnir samt sem áður haft fimm vikur til að undirbúa sig
fyrir átökin 12. maí.
Trausti Hafliðason
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
AÖalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Skemmtileg
fermingargjöf
Remo siagverkshljóðfæri
í miklu úrvali
eJ^=>
HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ
12
blaAió
MaLí
HVfleB V'iTÍ.EfóH!
TAPHí.'TI.FjiG'W
NEEní Utt
TlAtN.fO ev
ó-nePnþur.
í
Sjálfskaparvíti
Samfylkingarinnar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, kvartaði
yfir því í sjónvarpsþætti á dögunum
að hún kæmi nú orðið ekki í fjölmiðla-
viðtal öðruvísi en að vera stöðugt
spurð út í slæma útkomu flokks síns
í skoðanakönnunum. Ég verð að játa
að ég hef vissa samúð með þessum
ummælum hennar, enda hefur
mér lengi fundist fjölmiðlar alltof
uppteknir af skoðanakönnunum í
aðdraganda kosninga en sýna mál-
efnum og stefnumálum flokka og
frambjóðenda of litla athygli. Ég
geri mér auðvitað grein fýrir því að
niðurstöður skoðanakannana geta
sem slíkar falið í sér áhugaverðar
og spennandi fréttir, en það er hins
vegar fullmikið af þvi góða þegar
flestir umræðuþættir um stjórnmál
eru meira og minna farnir að snúast
um þessar kannanir og túlkanir á
niðurstöðum þeirra. Fjölmiðlamenn
verða auðvitað að finna eitthvert með-
alhóf í þessum efnum og gæta þess að
stjórnmálamennirnir fái tækifæri til
að kynna hugmyndir sínar og stefnu-
mál fyrir kjósendum.
Markið ítrekað sett of hátt
Samfylkingin getur hins vegar að
hluta tií sjálfri sér um kennt. Flokk-
urinn var stofnaður fyrir sjö árum
í þeim tilgangi að sameina íslenska
jafnaðarmenn og félagshyggjufólk.
Markmiðið var að búa til einn stóran
flokk vinstra megin við miðju, þar
sem sameinuðust þeir íjölmörgu
flokkar og flokksbrot, sem þá höfðu
lengi borist á banaspjótum á þeim
enda hins pólitíska litrófs. Það var yf-
irlýst markmið að flokkurinn yrði að
minnsta kosti 40% flokkur, raunveru-
legt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn
og helst stærri. Hástemmdar yfirlýs-
ingar af þessu tagi hafa verið endur-
teknar hvað eftir annað á stuttum líf-
tíma flokksins. Fyrir hverjar einustu
kosningar hafa forystumennirnir
komið fram og boðað að nú væri
tími Samfylkingarinnar kominn
- nú loksins yrði stóri jafnaðarmanna-
Birgir Ármannsson
flokkurinn að veruleika og tæki við
sem leiðandi afl í íslenskum stjórn-
málum. Oftar en ekki hafa þeir fýr-
irfram gefið út tölulega mælikvarða
um væntanlegan árangur sinn, sem
síðan hefur aldrei staðist. Sama
hefur raunar verið uppi á teningnum
í innanflokkskosningum eins og for-
mannskjörinu fræga vorið 2005. Þá
gekk öll kosningabarátta núverandi
formanns út á að með kjöri hennar
myndu allar vonir og draumar flokks-
manna um mikla sigra í framtíðinni
rætast.
Þannig hefur Samfylkingin sjálf
búið til þessar miklu væntingar og
með því óvart ýtt undir óánægju og
vantraust í garð forystumanna sinna.
Samfylkingarmenn hafa sjálfir sett
sér markmið af þessu tagi og þurfa
því ekki að vera hissa á því að fjöl-
miðlamenn spyrji hvað valdi því að
þau verði ekki að veruleika.
Dýpri tilvistarkreppa
En tilvistarvandi Samfylkingar-
innar á sér auðvitað dýpri rætur. Ég
held að vandinn hafi lengi falist í
því að flokkurinn og forysta hans
var lengi of upptekinn af því að gera
öllum til hæfis, styggja engan og vera
öllum allt. Þannig átti greinilega að
höfða til allra þeirra hópa, sem stóðu
að stofnun flokksins á sínum tíma
og gæta þess að missa engan fyrir
borð. Úr varð stefna sem stuðaði
frekar fáa en höfðaði ekkert sérstak-
lega til neins. Á síðustu misserum,
þegar Samfylkingin hefur horft upp
á gríðarlegan uppgang Vinstrihreyf-
ingarinnar - græns framboðs, hafa
viðbrögðin verið á þá leið að reyna að
sýnast grænni en VG og jafnvel rauð-
ari á köflum - en sú hertækni hefur
ekki skilað neinum árangri heldur
einungis orðið til þess að margir kjós-
endur nálægt miðjunni hafa orðið
viðskila við flokkinn. Af því ætti
Samfylkingin að draga þann lærdóm
að það þýði lítið að keppa við Stein-
grím J., Ogmund og félaga á þeirra
eigin forsendum. Þeir eru prýðilegur
valkostur fyrir þá sem vilja leiða
harða vinstri stefnu til öndvegis í ís-
lenskum stjórnmálum. Hvort sú leið
er gæfuleg fyrir land og þjóð er síðan
allt önnur saga.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavfk.
Klippt & skoríð
Forsvarsmenn Nátt-
úruverndarsamtaka
íslands virðast
aðeins hafa farið fram
úr sér þegar þeir túlkuðu
niðurstöðu Capacentískoð-
anakönnun um hvalveiðar
á heimasíðu sinni. Þar var ritað fram eftir
degi að mikil óánægja væri með þá ákvörðun
sjávarútvegsráðherra að leyfa hvalveiðar (
atvinnuskyni. Síðar um daginn hafði fyrir-
sögninni verið breytt og stóð þá að 40 prósent
aðspurðra væru óánægð með ákvörðun sjávar-
útvegsráðherra. Má því ætla að einhver hafi
fett fingur út í afstöðuna. Klippari spyr, hvað
er mikil óánægja og hvað lítil? Samkvæmt töl-
unum eru ívið fleiri ánægðir með ákvörðunina,
eða 42 prósent.
Greiningardeild
Glitnis segir frá
því að 365 hafi selt
stærsta eiganda félagsins,
Baugi, 17% hlut í Daybreak
(móðurfélag Wyndham
Press Group). 365 átti fyrir 36% hlut og selur
því tæpan helming af eignarhlut sínum á 1,2
ma.kr. (9,1 m.GBP). Enginn hagnaður verður
af sölunni þar sem hluturinn er seldur á bók-
færðu virði félagsins. Eins og tilkynnt var í árs-
uppgjöri 365 lækkaði bókfært virði Daybreak
mikið vegna varúðarniðurfærsluav að upphæð
2,5 ma.kr. 365 fær einungis 250 m.kr. greiddar
í reiðufé vegna sölunnar. Pað er ekki víst að
venjulegt fólk skilji þessa frétt, enda virðist
sami maður vera að selja og kaupa án þess að
græða krónuil!
Mörður Árnason
gerir launa-
hækkun Páls
Magnússonar, sem fjallað
var um í Fréttablaðinu, að
umtalsefni á heimasíðu
sinni. Þar segir: „Hins vegar
hlýtur maður að spyrja: Hvað sparast? Ef yfir-
mennirnir ætla allir á forstjóra- og ráðherra-
laun eykst launakostnaður við yfirbygging-
una langt umfram sparnaðinn við að segja
upp þessum þremur-fjórum sem eiga að
hverfa á braut eða til annarra starfa (batter-
íinu (og þá varla launaðir miklu verr en nú?).
Er þetta hagræðingin mikla sem ohf.-ið átti
að leiðatil?"
gag@bladid.net, elin@bladid.net