blaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007
blaðið
Auglýsingar Alcan
I aðdraganda kosninga um stækkað álver
Umrœðan
Björgvin bullar
Björgvin G. Sigurðsson fer mik-
inn í viðhorfsgrein sinni í Blaðinu,
þriðjudaginn 13. mars síðastliðinn.
Þar ræðir hann um ósanngirni kvóta-
kerfisins í sjávarútvegi og að djúp-
stæð óánægja sé með ráðstöfun fiski-
miðanna. Upphrópanir hans eru að
mestu „copy, paste“ frasar annarra
jafnaðarmanna auk margra með-
lima Frjálslynda flokksins. Það er
nauðsynlegt að fara aðeins í gegnum
þær með gagnrýnum augum því án
þess gætu lesendur sem ekki hafa
nægilega þekkingu á fiskveiðistjórn-
unarkerfinu trúað þeim.
Eitt mesta óréttlæti?
Björgvin segir að hvað eftir annað
hafi sjávarútvegsmálin tekið yfir
umræður fyrir kosningar og að
það sé vegna þess að sú skoðun sé
almenn að frjálst framsal veiðiheim-
ilda og kvótaleiga sé eitt mesta órétt-
læti sem átt hefur sér stað í okkar
samfélagi.
Þetta er að hluta til rétt. Umræðan
um sjávarútvegsmálin virðist blossa
upp fyrir hverjar kosningarnar á
fætur öðrum. Popúlistaflokkum
virðist takast að stýra umræðunni á
þann hátt að menn sem starfa innan
greinarinnar fara að naga neglurnar
á fjögurra ára fresti og velta því fyrir
sér hvort þeir eigi að flýja atvinnu-
greinina. Umræðan hefur á köflum
orðið svo heiftúðug að margur harð-
duglegur útgerðarmaðurinn og sjó-
maðurinn veigrar sér við að viður-
kenna að hann sé útgerðarmaður og
eigi kvóta einfaldlega af því þeir eru
stimplaðir glæpamenn.
Einnig segir Björgvin að kvóta-
kerfið hafi haft í för með sér mikla
ósanngirni sem breytti samfélags-
gerð okkar og að sumar byggðir
hefðu notið aukinnar kvótaeignar
og aðrar nánast lagst af. Björgvin
er sniðugur maður að blanda stað-
Þaðer
kvótakerfinu og
frjálsa framsalinu
aðþakkaað
sjávarútvegurinn
stendur undir sér
Umrœðan
Örvar Marteinsson
reyndum inn í upphrópanirnar sem
að öðru leyti standast illa skoðun.
Þannig lætur hann lesandann fá það
á tilfinninguna að þessu sé hægt að
samsinna. Það er nefnilega vissulega
satt að samfélagsgerðin breyttist í
kjölfar kvótakerfisins. Spurningin
er bara hvort það hefði ekki gerst
hvort sem var. Það stefndi víða í
gjaldþrot og auðlindin var ofnýtt.
Osannindin eru hins vegar þau að
sumar byggðir hafi notið aukinnar
kvótaeignar. Hið rétta er að það var
ekki verið að gefa mönnum kvóta
heldur var verið að skerða tækifæri
allra í sjávarútveginum til að veiða
fisk. Þegar kvótakerfið var sett á
máttu menn veiða minna en þeir
höfðu gert. Það var öll gjöfin. Kvót-
anum var útdeilt í hlutfalli við veiði-
reynslu og því fengu byggðirnar
allar minni veiðiheimildir en þær
höfðu. Það er ólíklegt að Björgvin
sé að vísa til þess að útgerðarmönn-
unum, sem máttu nú veiða minna
en áður, gæti hafa þótt ósanngjarnt
að fá þennan „gjafakvóta".
Kunnuglegir frasar
Björgvin segir örfáa hafa fengið
yfirráð yfir hinni sameiginlegu
auðlind og að mesta eignatilfærsla
sögunnar hafi átt sér stað. Þetta
eru mjög kunnuglegir frasar en að
sama skapi með mjög hæpið sann-
leiksgildi. Það fengu jafn margir
yfirráð yfir auðlindinni eins og
Undanfarið hafa birst í bæjar-
blöðum og dagblöðum landsmanna
heilsíðuauglýsingar frá Alcan þar
sem fyrirtækið lofar sjálft sig í bak
og fyrir. Þar eru settar fram ýmsar
einhliða fullyrðingar um mikilvægi
starfsemi álversins í Straumsvík og
mikið gert úr þeim verðmætum sem
fyrirtækið skilar til samfélagsins.
Hverju skilar fyrirtækið
til samfélagsins?
1. Til ársins 2014, sem og hingað
til, fær Alcan raforku á verði sem
er langt undir því verði sem íslensk
fyrirtæki og almenningur þurfa að
greiða. Það þýðir að almenningur
og íslensk fyrirtæki niðurgreiða raf-
orku til erlends stóriðjufyrirtækis
sem síðan fer með gróðann úr landi.
Til staðfestingar á lágu raforkuverði
og hagstæðu rekstrarumhverfi á
fslandi var Alusuisse-Lonza (þáver-
andi eigandi álversins í Straums-
vík), árið 1995 tilbúið að taka niður
og flytja nýlegt álver frá Töging í
Þýskalandi til íslands, en það þótti
nánast jafn hagkvæmt og að byggja
þriðja kerskálann í Straumsvík. Nið-
urgreidd raforka til stóriðju minnir
í raun á kvótakerfið í sjávarútvegi,
þar sem fáum útvöldum er færður
þjóðarauður til eigin gróða, nema
hvað hér er eignaraðildin ekki inn-
lend, heldur erlend og fer gróðinn
því úr landi. Þess má geta hér að
álverið í Töging var nokkru síðar
keypt af Colombia Aluminium Cor-
poration og flutt að Grundartanga.
2. Nú hefur Alcan óskað eftir að
vera í almennu skattkerfi eins og
íslensk fyrirtæki starfa í, þ.e. að
greiða 18% skatt af hagnaði. Tæki og
hráefni til álbræðslunnar eru keypt
víða að, m.a. súrál frá írlandi og raf-
þjónustu svo fátt eitt sé nefnt.
4. Hagsmunir Hafnfirðinga eru
Alcanmönnum örugglega ekki efstir
í huga. Þetta fyrirtæki, sem í augna-
blikinu er með höfuðstöðvar sínar í
Kanada, ber einungis hag hluthafa
sinna fyrir brjósti og hefur þann
eina ásetning að reka fyrirtækið
á þann hátt að sem mestur arður
komi í hendur þeirra. Með öfluga
framleiðslueiningu í Straumsvík
þar sem raforkan er niðurgreidd,
auk þess að vera báðum megin
við borðið sem birgjar og framleið-
endur, hafa þeir góða möguleika á
að stýra hagnaði.
5. 1 lok auglýsingarinnar beitir
Alcan enn og aftur hræðsluáróðri
og segir þar sérhæfða þekkingu
áliðnaðarins ekki nýtast, neyðist
starfsmenn til þess að hverfa til ann-
arra starfa. Núverandi álver verður
rekið a.m.k. til 2014 og mögulega til
2024 velji Alcan að nýta sér heimild
til framlengingar á raforkusamn-
ingi, og því missir enginn vinnuna
strax komi ekki til stækkunar. Á al-
mennum vinnumarkaði tíðkast 3 til
6 mánaða uppsagnarfrestur og því
telst það stórkostlegt að hafa 7 ár til
að undirbúa breyttar aðstæður s.s.
að leita sér að jafngóðri eða betri
vinnu, þó á öðrum vettvangi sé.
Einnig vil ég trúa því að þótt fólk
hverfi til annarra og ólíkra starfa
en þeirra sem það stundar innan ál-
voru að nýta hana, og þannig ráða
örlögum hennar, á þeim tíma sem
kvótakerfið var sett á. Og það voru í
sannleika sagt of margir. Um þessa
ofsalegu eignatilfærslu má segja að
fram að því að tekið var upp kerfi
með framseljanlegan kvóta var bull-
andi tap í sjávarútveginum og hann
var að einhverju leyti ríkisstyrktur.
Þessi eignatilfærsla var því tilfærsla
á tapi, eða neikvæðri eign.
Björgvin segir svo að til hafi
orðið nýr hópur sem hafi auðgast
gífurlega á takmörkuðum verð-
mætum þjóðarinnar. Björgvin
færir í stílinn til að auka áhrif orða
sinna, en það er rétt að smátt og
smátt tókst að snúa vörn í sókn og
sjávarútvegurinn fór að skila hagn-
aði í staðinn fyrir tapi. Þetta finnst
Björgvin sjálfsagt hin mesta hneisa
og dettur manni þá í hug mögulegur
skyldleiki við menn sem vilja reka
auðuga menn úr landi til að auka
jöfnuðinn. Staðreyndin er sú að það
er kvótakerfinu og frjálsa framsal-
inu að þakka (eða að kenna, fyrir þá
sem þannig hugsa) að sjávarútveg-
urinn stendur undir sér sjálfur og
skilar ómældum arði í þjóðarbúið,
þjóðinni allri til heilla.
Höfundur er sjómaður.
skaut frá Hollandi. Það eru sömu
eigendur að þessum fyrirtækjum
og álverinu í Straumsvík og því er
það Alcan í lófa lagið að ákvarða
hvert kaupverð hráefnisins verður
erlendis frá og þar með „stýra” hagn-
aði félagsins hér á landi. Því getur
Alcan á íslandi auðveldlega sýnt
fram á minni hagnað til að lækka
skattgreiðslur hér og velja því að
taka hagnaðinn þar sem skattarnir
eru lægri. Hér á árum áður var þetta
kallað „hækkun í hafi”.
3. Mikið er gert úr því að tekjur
Hafnarfjarðarbæjar muni aukast
við stækkun í Straumsvík og þá hafa
stækkunarsinnar sérstaklega talið
upp eitt og annað sem gert verði til
hagsbóta fyrir Hafnfirðinga, fái fyrir-
tækið að „vaxa og dafna”, s.s. lækkun
fasteignagjalda, lækkun á leikskóla-
gjöldum, frítt fæði i grunnskólum,
betri laun til kennara og jafnvel
nýjar sundlaugar. Þetta er fáránleg
röksemdafærsla og algjörlega úr
lausu lofti gripin, enda hefur bæjar-
stjórnin í Hafnarfirði ekki gefið út
neinar yfirlýsingar um ráðstöfun á
auknum tekjum. Einnig er rétt að
minna á að auknum tekjum fylgir
oftar en ekki aukinn kostnaður því
væntanlegum starfsmönnum fylgja
fjölskyldur sem þarf að þjónusta
með skólum, leikskólum, læknis-
Höfundur er lífeindafræðingur.
Hagsmunir
Hafnfirðinga eru
Alcanmönnum
öruggleka ekki
efstiríhuga
Sigríður Lárusdóttir
versins í dag, þá nýtist reynsla þess
og þekking áfram í nýjum störfum.
Daglega er fólk að skipta um störf á
vinnumarkaði og safnar að sér fjöl-
breyttri og dýrmætri reynslu.
íslendingar; ráðstöfum verð-
mætum auðlindum okkar til fjöl-
breyttrar starfsemi og höfum ekki
öll eggin í sömu körfunni. Því
skora ég á Hafnfirðinga að segja nei
við nýju deiliskipulagi og þar með
stækkuðu álveri í Straumsvík þann
31. mars. nk.
Heimildir: Árbók VFÍ/TFÍ
1994/1995, grein Einars Júlíussonar
eðlisfrœðings í Blaðinu 16. mars
2007.
Heiftúðug umræða „Umræðan hefuráköflum orðið
svo heiftúðug að margur harðdugiegur útgerðarmaðurinn
og sjómaðurinn veigrarsér við að viðurkenna að hann sé
útgerðarmaður og eigi kvóta einfaldlega af því þeir eru
stimplaðir glæpamenn. “
bSFÆ
:
Minni hagnaður „Þvígetur Alcan á Islandi auð- *
veldlega sýnt fram á minni hagnað til að lækka ’
skattgreiðslur hér og velja því að taka hagnaðinn j
þar sem skattarnir eru lægri. “
m&mmm