blaðið - 22.03.2007, Side 15
blaðið
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007
15
Af tekjustofnum sveitarfélaga
Nú í lok mars fer fram 21. lands-
þing Sambands íslenskra sveitarfé-
laga. Eitt af þeim umræðuefnum
sem tekin eru fyrir ár hvert er um-
ræða um fjármál sveitarfélaganna.
Á þeim landsþingum Sambands
íslenskra sveitarfélaga sem undir-
ritaður hefur sótt frá því um alda-
mót hefur umræðan um fjármálin
og afkomu sveitarfélaganna fyrst
og fremst beinst að tekjuskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga. Þær
aðgerðir sem samið hefur verið
um við ríkið hafa fyrst og fremst
verið tímabundnar ráðstafanir,
sem hafa ekki leitt til varanlegrar
styrkingar á tekjustofnum sveitar-
félaga. íbúar landsins eru þess full-
vissir að nærþjónusta eigi heima
hjá sveitarfélögunum. Jafnhliða
flutningi nýrra verkefna frá ríki
til sveitarfélaga myndi liggja fyrir
samkomulag um fjármögnun verk-
efnanna. Það eru sóknarfæri fólgin
í því að færa verkefni til sveitarfé-
laganna t.d. á sviði heilbrigðis- og
öldrunarmála og menntamála.
Mikilvægt er að treysta fastan
tekjugrunn sveitarfélaga til fram-
tíðar og um leið að leiðrétta þá
tekjuskerðingu og útgjaldaaukn-
ingu sem sveitarfélögin hafa orðið
fyrir á umliðnum árum.
Umrœðan
Við þurfum
nýja ríkisstjóm
sem hefur
skilning á stöðu
sveitarfélaganna
alltland
Gunnar Svavarsson
Enduskoðun Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga
Að tillögu tekjustofnanefndar
vorið 2005 skipaði þáverandi fé-
lagsmálaráðherra nefnd til að end-
urskoða lög um tekjustofna sveit-
arfélaga, nr. 4/1995, er fjalla um
Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Sér-
staklega skyldi horft til þess hvort
breytingar á sveitarfélagaskipan,
tekjustofnum og verkefnum sveit-
arfélaga í tengslum við átak til efl-
ingar sveitarstjórnarstigsins leiði
til grundvallarbreytinga. Samein-
ingarátakinu lauk að fullu vorið
2006.
Störfin í þeirri nefnd hafa styrkt
mig í þeirri trú að tekjuskipting
ríkis og sveitarfélaga sé mál sem
taka verður upp með þeim hætti að
við göngum öll jákvæð til verks um
breytingar. Umræður hér á landi
hafa þróast með þeim hætti að það
lítur út fyrir að sveitarfélögin séu
að reyna að krækja í einhverja sjóði
sem eru í eigu ríkisins en ríkið vilji
halda þeim fyrir sig.
Stofnanir ríkisins eru flestar á
höfuðborgarsvæðinu en þjónustu-
verkefnin eru um allt land og menn
hafa verið að reyna að ganga fram í
málum við aðstæður sem ekki hafa
alltaf reynst mögulegar. Sveitarfé-
lögin hafa því tekið við hverju verk-
efninu á fætur öðru vegna þess að
þau vilja leysa málin með og fyrir
íbúana. Þegar sveitarfélögin ganga
svona hratt fram og um leið auka
þjónustuna frá því sem var þá hefur
tekjustreymið til þeirra orðið eftir.
Má í þeim efnum nefna grunnskól-
ann sem hefur á áratug gjörbreyst.
Málið snýst einnig um að íbúar
leita til sveitarfélaganna eftir þjón-
ustu þar sem ríkið hefur ekki getað
sinnt lögboðnum skyldum sínum.
Þurfum nýja hugsun og áræði
Þegar við erum að fjalla um
Jöfnunarsjóðinn þá er það í sjálfu
sér sorgleg niðurstaða að enda-
punkturinn á tveggja ára vinnu
verði hugsanlega sá að færa úr vö-
sum ákveðinna sveitarfélaga yfir í
vasa annarra. Hver verður staðan
þegar við erum að taka fjármuni
frá fátæku sveitarfélagi og færa þá
yfir til annars fátæks sveitarfélags?
Slíkar aðferðir leysa engan vanda
til frambúðar. Eins og staðan er
í landsstjórninni í dag þá virðist
enginn vilji vera til að breyta þessu.
Við þurfum nýja ríkisstjórn sem
hefur skilning á stöðu sveitarfélag-
anna um land allt. Víðtæk umræða
sveitarstjórnarfólks á umliðnum
árum varðandi þær skattkerfis-
breytingar sem urðu við lækkun á
tekjuskattshlutfalli lögaðila hefur
leitt í ljóst að útsvarsgrunnur sveit-
arfélaganna hefur breyst og víða
hefur skerðing orðið veruleg. Víða
um land er nú svo komið að tekju-
streymi á raunvirði til sveitarfélag-
anna rýrnar ár frá ári. Á þetta hefur
sveitarstjórnarfólkbent, sá aðili sem
tekur megintekjur sínar á grunni
fjármagnstekna situr við allt annað
borð gagnvart sveitarfélögunum en
aðrir íbúar. Þessu þarf að breyta.
Einsýnt er að taka þarf upp frek-
ari tekjumöguleika fyrir sveitarfé-
lögin með því að ákveðið hlutfall af
tekjum ríkisins renni beint til sveit-
arfélaganna. Slíkt myndi styrkja
tekjugrunn sveitarfélaga um land
allt og um leið tryggja ennþá kraft-
meiri sveitarfélög og öflugri nær-
þjónustu á fjölbreyttum sviðum.
Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar
Suðvesturkjördæmi og forseti
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
mmtmmmmmmmmammmmmsmmmm/ggBgggggHfm
Sjóðir „Umræður hér á landi hafa þróast með
þeim hætti að það lítur út fyrir að sveitarfé-
lögin séu að reyna að krækja íeinhverja sjóði
sem eru íeigu rikisins en ríkið vilji halda þeim
fyrirsig."
Hvort sem þú hyggst fara beint út á vinnumarkaðinn eftir útskrift, halda áfram að mennta þig eða skoða
heiminn, aðstoðar Kaupþing þig við að láta draumana verða að veruleika.
Eftirfarandi er meðal þess sem bankinn getur boðið þér upp á þegar þú útskrifast úr háskólanámi eða sambærilegu námi:
• 80% lán til íbúðakaupa - fyrstu 5 árin borgar þú bara vextina*
• 20% Viðbótarlán til íbúðakaupa
• Námslokalán - allt að 3 milljónir**
• Fjármálaráðgjöf
• Gullkreditkort
• Persónulegur þjónustufulltrúi
• Tryggingar
• Lífeyrissparnaður
Námslokatilboð Kaupþings gildir í eitt ár frá útskrift. Kynntu þér nánar á kaupthing.is eða i síma 444 7000.
Kaupþing vex með þér
‘fyrstu fimrn árin eru einungis greiddir vextir af 80% ibúðalóriinu, en eftir þann tlma er einnig greitt af höfuðstól.
Gíldir einungis fyrir útskriftarnema ur háskóla eða sarnbaerilogu námi. ** Að því gefnu oð umsaokjandi standist mat bankans.
KAUPÞING