blaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 folk@bladid.net blaöiö Mun jörðinni blæða út? HVAÐ Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur FITnJNST Ngj nei, hún geriralltaf vel við sjálfa sig. Landgliðnun á ÞER? Islandi er sönnun þess.“ Jaröskorpa er horfin á vissu svæði á hafsbotni. Fréttir af opnu sári jarðar á mörg þúsund ferkílómetra svæði á Mið-Atlantshafshryggnum vekur undrun meðal vísindamanna sem nýta tækifaeriö til einstakra rannsókna. Ekki er talin hætta á ferð, því um náttúrulegt fyrirbrigði er að ræða en ekki mannanna verk. HEYRST HEFUR BLOGGARINN... STEFÁN JÓN HAFSTEIN hefur lítið verið í sviðsljósinu síðan R-listinn tapaði Reykjavikur- borg. Nú vill hann færa rekstur framhaldsskólanna til sveitarfélag- anna og segir þá „svartan blett“ á menntakerfinu. Hafa gárungar gantast með að sú yfirlýs- ing jafngildi þeirri fullyrðingu að sjúkrahúsin séu svartur blettur á heil- brigð- iskerf- inu LÝÐNUM er löngu ljós niðurskurð- urinn sem gengur yfir RÚV þessa dagana í tilefni ohf.-væðingar stofnunarinnar. Hagræðing i rekstri þýðir fækkun starfsmanna og færri stjórnendur. Umtalsverðar fjárhæðir hafa sparast við þetta eins og búist var við. Þó benda margir á að drjúgur hluti þess fjár sem sparast við „hagræðinguna“ muni renna beint i vasa Páls Magnússonar, sem fær víst ríflega launa- hækkun að sögn innan- búðarmanna... É\ SAMKVÆMT nýrri könnun tíma- ritsins Vísbendingar er Garðabær besta sveitarfélag landsins. Seltjarn- arnes er í öðru sæti og Reykjavík í 15. sæti. Menn hljóta þvi að spyrja sig hvort orð Gunnars I. Birgis- sonar um Kópavog séu úrelt en Kópavogur lenti i 3-4 sæti. Það er gott að Tk búa i... Garðabæ Lítilmagnans Mjólka „Alveg erþað merkilegt hvernig Mjólka fær einu sinni enn áheyrn og stórar fyrirsagnir fyrir að vera litla góða fyrirtækiö sem ætlar að bjarga neytendum. Nú vill Mjólka ekki frjálsa verðlagningu á mjólkurvörum sem að sjálfsögðu yrði til að auka frelsi í við- skiptum og gefa færi á eðlilegri sam- keppni Stóra vonda MS Ekki aftur Eurovision Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Þeir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson ferðast nú kringum landið og spila fyrir landann. Þrátt fyrir að vera þekktastir fyrir „þjóð- sönginn" um Nínu eru þeim mörg önnur lög til lista lögð og skemmst er að minnast plötu sem þeir fé- lagar gáfu út um jólin síðustu. Nokkrar notalegar ábreiður. Sam- starf þeirra nær þó lengra aftur en margan grunar. „Já, þetta eru um 19 ár, held ég. Við sungum saman fyrst árið 1988 að mig minnir, í uppfærslu á Jesus Christ Superstar. Þetta var svona dinner-show sem haldið var í gamla Klúbbnum í Borgartúninu sem hét þá Evrópa. Ég söng hlutverk Jesú og Stebbi söng Júdas, sem hann gerði reyndar einnig árið 1995 i uppfærslu Borgarleikhússins. Síðan sungum við auðvitað lagið um Nínu og upp frá því fórum við að syngja saman tveir með gítar og tókum meðal ann- ars Simon & Garfunkel-lög, enda sameiginlegur áhugi á þeirri tón- list. Á meðan unnum við auðvitað hvor að sínum ferli, hann með Sál- inni og ég í mínum sólóferli. Síðan vatt þetta smátt og smátt upp á sig og loks gáfum við út þessa fyrstu plötu okkar um síðustu jól Þeir Stebbi og Eyfi fagna 20 ára samstarfsafmæli á næsta ári. Eyj- ólfur segir þá hafa unnið að nýju efni undanfarið. „Já, við höfum verið að setjast niður undanfarið til að semja. Það má alveg búast við einhverju efni frá okkur í náinni framtíð en hve- nær nákvæmlega það verður skal „Þetta er nú það skemmti- legasta við að standa í þessu tónleikastandi, að ferðast um landið sitt og fá hlýjar móttökur á hverjum stað eins og raunin hefur orðið. Ifið erum mjög hrærðir yfir þessu“ ósagt látið. Þetta er bara svipað og við höfum verið að gera, popptón- list í sinni hreinustu og einföldustu mynd.“ Eyjólfur er hreinræktaður Hafn- firðingur. Þeir hafa þó aldrei haldið þar tónleika saman en þar verður breyting á. „Þetta er alveg undarlegt. Það verður oft þannig að þegar maður er að fara í tónleikatúra þá gleymast oft staðirnir í kringum höfuðborgar- svæðið. Ég get þó glatt Gaflara með því að á föstudaginn verðum við með tónleika í menningarmiðstöð- inni Hafnarborg klukkan níu. Ann- ars verðum við á Ólafsfirði í kvöld í félagsheimilinu við Tjarnarborg og í Vestmannaeyjum 30. mars. Þetta er nú það skemmtilegasta við að standa í þessu tónleikastandi, að ferðast um landið sitt og fá hlýjar móttökur á hverjum stað eins og raunin hefur orðið. Við erum mjög hrærðir yfir þessu. Reyndar verður þetta tvískipt hjá okkur, við tökum núna í vor flesta staði fyrir utan snjóflóðasvæðin eins og við köllum þau, en síðan í haust munum við klára þá staði sem eftir eru, Vest- firðina og Austfirðina. Ætli það verði ekki í ágúst-september.“ Eurovisionferill þeirra beggja er með þeim allra glæsilegustu. Kitlar ekkert að taka þátt í keppninni? „Nei, veistu ég held bara ekki. Ég held ég tali fyrir hönd okkar beggja þegar ég segi að þetta sé orðið gott hjá okkur. Eini möguleikinn er að liðsinna einhverjum með bak- röddum og textum en annars held ég að við séum búnir að leggja okkar af mörkum. Það er sjálfsagt að aðrir fái sénsinn bara, ég er al- veg hættur að senda inn lög í þessa annars ágætu keppni." Ég hef um nokkurt skeið keypt vörur frá Mjólku og hunsað vörur MS vegna einokunaraðferða MS. Mér fannst þessi skitlega framkoma MS gegn Mjólku í sölu mjólkurdufts þar sem þeir seldu Mjólku duftið á hærra verði en til annarra kaupenda algerlega fyrir neðan allt.“ Bjartmar Ingi Sigurðsson bjartmar.blog.is Einkavæðing lausnin ,Erekki Mjólkursamsalan úrelt íþeirri mynd sem hún er rekin í dag, þ.e. ríkisrekin í samkeppni við einka- rekstur? Er ekki kominn tími til að einkavæða á þessum vígstöðvum þannig að samkeppni skapist á mark- aði með mjólkurvörur? Það gildir nákvæmlega það sama þarna eins og með Símann." Vilborg G. Hansen viliagunn.blog.is Su doku 6 3 9 4 2 7 2 6 8 8 2 5 7 9 4 1 4 2 3 9 1 4 5 6 8 4 5 3 1 6 3 9 6 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem uþþ eru gefnar. 6-12 O LaughingSlock Inlemational Inc./dtal. by Uniled Medla, 2004 HERMAN' eftir Jim Unger Ég veit ekki hver þetta er. Hann var hérna þegar ég vaknaði í morgun.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.