blaðið - 22.03.2007, Qupperneq 18
■ •. mrnmmsm
Ekki ganga um og segja að heim-
urinn skuldi þér eitt og annað.
Heimurinn skuldar þér ekkert.
Hann varð til á undan þér.
MarkTwain
Afmælisborn dagsms
ANTHONY VAN DYCK MÁLARI, 1599
ANDREW LLOYD WEBBERTÓNSKÁLD, 1948
STEPHEN SONDHEIM TÓNSKÁLD, 1930
kolbrun@bladid.net
Metsölulistinn - íslenskar bækur
i.
2.
3.
Viltu vinna milljarð? - kilja
VikasSwarup
Aðveraeða sýnast
Horður Bergmann
Sér grefur gröf - kilja
Yrsa Sigurðardóttir
I
miUjait'-
■■
4 HringurTankados - kilja
Dan Brown
5 Sálmabók
Ýmsir höfundar
Skipið - kilja
Stefán Máni
Arfur Nóbels - kilja
Liza Marklund
8 Flugdrekahlauparinn - kilja
Khaled Hosseini
? Skólinn hans Barbapabba
AnetteTison
10 Islensk orðabók l-ll
MörðurÁrnason
Listinn var gerður út frá sölu dagana 14.03. - 20.03. í
Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar.
Sænskar
glæpasögur
Kr\ útgafa hefur sent frá sér í
kilju Predikarann eftir Camillu
Láckberg. Sagan gerist á
heitu sumri
í Fjállbacka,
undurfögrum
bæ á vest-
urströnd
Svíþjóðar. Þar
segir frá Patrik
lögreglumanni
og rithöfund-
inum Ericu
Falck sem nú búa saman og
eiga von á barni. Þau vinna að
sakamáli saman en þar koma
við sögu tvær kynslóðir manna.
Camilla Láckberg ólst upp í
Fjállbacka, sögur hennar seld-
ust mest allra bóka í Svíþjóð
2006 og lesendur kusu hana
rithöfund árs-
ins 2006 og
reyndar líka
2005.
Arfur Nóbels
eftir Lizy Mark-
lund kemur
líka út í kilju.
Nú er Liza
aftur mætt
galvösk með Anniku Bengtzon
blaðakonu. Hértekur hún fyrir
erfðatækni og átökin um Nób-
elsverðlaunin, lýsir tilfinningum
fólks og álagi við að halda sínu,
bæði í vinnu og einkalífi og
síðast en ekki síst hvernig líf An-
niku breytist þegar hún verður
vitni að morði á Nóbelshátíð og
Q lögregluforingi setur hana í
Sxgurður A. Magitússon flytur erindi u
Einstakur Ódysseifur
'' 1 \
, -'i
*
Sigurður A. Magnússon „Ég hafði
alltaf haft á tilfinningunni aö Ódys-
seifur væri þung og leiðinleg bók
en annað kom á daginn þegar ég
byrjaði að þýða hana. “
I HÉ
■ mf
Sigurður A. Magnússon
rithöfundur heldur fyr-
irlestur í dag, fimmtu-
daginn 22. mars, um
þýðingar sínar á þrem-
ur verkum eftir írska rithöfund-
inn James Joyce. Fyrirlesturinn
hefst klukkan 16. 30 og er haldinn
í Lögbergi. Höfuðáherslan í fyrir-
lestrinum verður baráttan við að
snúa hinu mikla verki Ulysses á
íslensku.
Sigurður hefur þýtt verk Joyce, 1
Dyflinni, Æskumynd listamanns-
ins og Ódysseif (Ulysses). „Auð-
veldast var að þýða I Dyflinni"
segir Sigurður. „Ég segi í formála
þeirrar bókar að hún og Æsku-
mynd listamannsins séu eins og
fingraæfing fyrir Ódysseif. Ástráð-
ur Eysteinssonar sagði að þessar
bækur væru svo mikil snilld að
ekki væri hægt að kalla þær fingra-
æfingu og það er heilmikið til í því
hjá honum. { Dyflinni er einstök
bók og var bylting í smásagnagerð.
Mér gekk vel að þýða hana og mér
gekk sömuleiðis vel við þýðinguna
á Æskumyndinni því hún er svo ná-
lægt mér. Ég var í KFUM í gamla
daga og þekki inn og út hugtökin
um syndina og náðina og það hjálp-
aði mér við að vinna verkið.“
Geggjuð hugmynd
Hvernig í ósköpunum datt þér
í hug að þýða Ódysseif?
„Halldór Guðmundsson útgáfu-
stjóri átti hugmyndina. Mér fannst
hugmyndin svo geggjuð að ég trúði
því ekki að hann meinti þetta en
að lokum sagðist ég skyldu reyna
það.“
Var þetta erfiðara eða léttara
verk en þú hafðir ímyndað þér?
„Það var léttara. Ég eyddi tveim-
ur árum í þýðinguna, sat við alla
daga frá hádegi til miðnættis og
gekk furðuvel. En ég hafði það sem
margir aðrir þýðendur höfðu ekki,
það var komin út bók sem heitir
Ulysses Annotated upp á 700 síður
og þar var hver einasta tilvitnun
og öll skrýtnu orðin sem ekki eru
til í enskum orðabókum skýrð út.
Það hjálpaði mér gífurlega að hafa
þessa bók sem tók tvo prófessora
við Kaliforníuháskólann tuttugu
og fimm ár að vinna. Svo hafði ég
sænsku og dönsku þýðingarnar við
höndina og sá að þýðendurnir voru
sífellt að gera einhverjar vitleysur
af því að þeir vissu ekki betur.“
Það hljóta margir að vera
þakklútir fyrir þýðingu þína á
Ódysseifi, hefurðu ekki fengið
mikil viðbrögð?
„Ég hef fengið mjög góð viðbrögð.
Ég man að skömmu eftir að fyrra
bindið kom út tók ég leigubíl og bíl-
stjórinn sneri sér við og sagði: „Ert
þú ekki Sigurður? Varstu ekki að
þýða Ódysseif?" „Jú,“ svaraði ég.
„Mikið helvíti er hún góð, ég var að
lesa hana,“ svaraði hann. Þegar ég
segi útlendingum að leigubílstjóri
hafi lesið Ódysseif þá trúa þeir mér
ekki.“
Fyndnasta bók 20. aldar
Hvað finnst þér sjálfum um
þetta verk?
„Mér finnst það algjörlega ein-
stakt. Bókin verður magnaðri og
flóknari eftir því sem á líður og
lokakaflinn er hreint ótrúlegur.
Þetta er einstæð bók. Engin bók í
heiminum hefur verið jafn mikið
rædd, Joyce hefur slegið Shakespe-
are við í þeim efnum og það er mik-
ið afrek.
Ég hafði alltaf haft á tilfinning-
unni að Ódysseifur væri þung
og leiðinleg bók en annað kom á
daginn þegar ég byrjaði að þýða
hana. Svo las ég bók, Ulysses - the
Comic Novel, eftir amerískan pró-
fessor sem segir að ódysseifur sé
sennilega fyndnasta bók 20. aldar.
Það er líklega alveg rétt því bókin
er einstaklega fyndin."
NÝ SENDING
AF FLOTTUM TÖSKUM OG SKARTI!
menningarmolinn
Mike Todd deyr
Á þessum degi árið 1958 lést bandaríski kvikmynda-
framleiðandinn Mike Todd í flugslysi. Todd er vel
þekktur sem framleiðandi myndarinnar Umhverfis
jörðina á áttatíu dögum þar sem David Niven fór með
aðalhlutverkið og fjöldi heimsþekktra leikara kom
fram í aukahlutverkum. Myndin vann Óskarsverð-
laun sem besta mynd ársins 1956. Todd var reyndar
ekki síður þekktur sem eiginmaður Elizabethar Ta-
ylor. Þau gengu í hjónaband árið 1957 þegar hún var
tuttugu og fimm ára gömul og hann fimmtugur. Þau
eignuðust eina dóttur, Lizu Todd. Hjónabandið var
ástríðuþrungið og Todd, sem var auðugur maður,
dekraði við konu sína á allan hátt. Þegar þau höfðu
verið rúmt ár í hjónabandi hélt Todd í einkaflugvél
sinni til Nýju-Mexikó til að taka við verðlaunum. Vél
hans hrapaði og allir um borð, fjórir menn, létust. El-
izabeth Taylor hefur sagt að þrátt fyrir að hafa geng-
ið átta sinnum í hjónaband hafi hún einungis elskað
tvo menn, Mike Todd og Richard Burton.