blaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 20
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007
bla6i6
Ismn brotmn 1 HA
Á mánudaginn verður opinn fundur um Norðurhafs-
siglingar í alþjóðlegu og íslensku Ijósi haldinn í stofu
L201 í Háskólanum á Akureyri. Fundurinn stendurfrá
klukkan 12 til 14 og er öllum opinn.
menning@bladid.net
Skartgripir á Garðatorgi
Á laugardaginn kl.14:00 verður opnuð sölusýning nemenda
listnám.is á Garöatorgi í Garðabæ. Sýningin stendur til 3.
apríl og verður opin alla daga frá klukkan 12.00 til 18.00.
Sýnendur eru 15 talsins.
Prokofiev í rokkbúningi
Alræði öreiganna M
limir hljómsveitarinna
stilla saman strengi si
fyrir útgáfutónieika i t
leikhúskjallaranum i k
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@bladld.net
í kvöld klukkan 22 hyggst hljóm-
sveitin Alræði öreiganna halda tón-
leika í Þjóðleikhúskjallaranum í til-
efni af útkomu fyrstu plötu sinnar,
en um er að ræða hið klassíska verk
Pétur og úlfurinn eftir Prokofiev í
sérstakri rokk-fusion-útgáfu. Með-
limir hljómsveitarinnar eru fjórir
talsins og spila á gítar, trommur,
bassa og hljómborð. Gítarleikar-
inn, Halldór Armand Ásgeirsson,
fræddi Blaðið um hljómsveitina og
þetta nýstárlega verk hennar.
Spurður um tilurð á nafni hljóm-
sveitarinnar, segir hann að það sé
ekki til komið af pólitískum ástæð-
um. „Okkur fannst þetta bara flott
nafn og öðruvísi en það er enginn
sérstakur boðskapur í því sem
slíku,“ segir Halldór og hlær.
Hljómsveitin var stofnuð í
upphafi síðasta árs þó svo að fjór-
menningarnir hafi byrjað að spila
saman nokkru fyrr. „Stuttu eftir
að við stofnuðum hljómsveitina
Alræði öreiganna fengum við þá
hugmynd að það gæti ef til vill ver-
ið sniðugt að setja verkið Pétur og
úlfurinn i nýja rokk-fusion útgáfu
og það var okkar fyrsta verk. Það
gekk furðuvel að pikka upp laglín-
urnar og finna rétta tóninn og við
fluttum þetta í fyrsta skipti á Björt-
um dögum í Hafnarfirði í fyrra, en
þeir eru eins konar menningarnótt
þeirra Hafnfirðinga. Þar voru við-
tökurnar framar vonum þannig að
við ákváðum að næsta skref yrði
að gefa þetta út. Og afraksturinn
af því verður sem sagt kynntur á
föstudaginn," segir Halldór, en
þess má geta að meira og minna öll
vinna við útgáfu plötunnar var í
höndum hljómsveitarmeðlimanna
sjálfra.
Hann segir að þó svo að lögin séu
komin i nýjan búning þekkist þau
alveg í áheyrn. „Þau eru öll byggð á
þessum frægu stefjum sem við leik-
um okkur svolítið með og setjum
stundum dálítið öðruvísi taktteg-
undir undir. En breytingin hafði
að minnsta kosti ekki þau áhrif
okkur vitanlega að áheyrendum
hefði ofboðið í Hafnarfirði í fyrra.
Það er að segja, ef svo er, hefur við-
komandi borið þann harm í hljóði.“
Verkið verður flutt í heild sinni
í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld
og hafa fjórmenningarnir fengið
öflugan sögumann til þess að lesa
á milli tónlistaratriða. „Svoleiðis er
þetta líka á geisladisknum þannig
að það er ekki bara tónlistin sem
við gerum skil heldur er hægt að
fylgjast með öllum söguþræðinum
í þessu áhugaverða verki,“ segir gít-
arleikarinn Halldór að lokum.
Hljémsireitin Akæði öreigaima
Garóar Thór á
Murrayfield
Garðar Thór Cortes tenór mun
leggja Russell Watson og Kather-
ine Jenkins lið á stórtónleikum í
Murrayfield Stadium í Edinborg
þann 12. maí næstkomandi. Mikil
eftirvænting ríkir fyrir tónleikana
meðal tónlistarunnenda og talað
er um þá sem stærsta viðburð
ársins á sviði klassískrar tónlistar
í borginni. Að sögn Dean Lewis,
aðstandanda tónleikanna, þykir
mikill fengur (því að fá Garðar
Thór í söngvaraliðið.
Hvað með
kjarnorkuver?
Á morgun mun hljómsveitin Úlpa
standa fyrir vakningarviðburði á
Thorsplani í Hafnarfirði varðandi
fyrirhugaða stækkun álversins í
Straumsvík eður ei, undir yfirskrift-
inni EN HVAÐ MEÐ KJARNORKU-
VER?
Úlpa tilheyrir þeim hópi sem er
á móti álverinu og með þessu
framtaki vill hljómsveitin leggja
sitt á vogarskálarnar, ná athygli
og vekja Hafnfirðinga og alla
landsmenn til vitundar um örlög
og framtíð bæjarins og landsins í
heild sinni. Fær hún til liðs við sig
hina ýmsu listamenn og skörunga
úr þjóðfélaginu til að koma fram
þetta kvöld og vekja athygli á
málstaðnum með skemmtilegri og
fjölbreyttri dagskrá.
Tónleikar til styrktar Ljósinu
Tónleikar til styrktar
Ljósinu Diddú verður
meðal þeirra sem koma
fram á tónleikunum i
Grensáskirkju. Mynd/Jlm Smnrl
Tónlistarnám
barna
Félag tónlistarskólakennara og
Félag leikskólakennara í Kennara-
sambandi fslands
standa fyrir málþingi á Hótel
Sögu á morgun, föstudag, sem
ber yfirskriftina: „Tónlistarnám
barna á aldrinum eins til sex ára
- markmið og tækifæri - snertifletir
tónlistarskóla og leikskóla.“
Aðalfyrirlesari á málþinginu verður
dr. Regina Pauls, háskólapró-
fessor frá Þýskalandi. Erindi sitt
nefnir hún: „Tónlistaruppeldi og
sköpun eða skapandi hugsun
sem þáttur í uppeldi og menntun
leikskólabarna.“ Einnig fjallar hún
um samvinnu tónlistarskóla og
leikskóla. Málþingið fer fram í
Sunnusal á Hótel Sögu og stendur
frá klukkan 9.00 til 16.00.
Þrennir tónleikar verða haldnir
í lok þessa mánaðar í minningu
Margrétar Jónsdóttur sem lést úr
krabbameini íyrir rúmu ári, aðeins
24 ára gömul. Ágóðinn mun allur
renna til Ljóssins sem er endurhæf-
ingar- og stuðningsmiðstöð fyrir
krabbameinsgreinda og aðstand-
endur þeirra.
Margrét hafði glímt við krabba-
mein í fimm ár og gengið í gegn-
um mikla erfiðleika. Hún hlaut
mikinn stuðning frá Ljósinu,
félagsskap sem nú er orðinn að
samtökum. Ljósið er með heim-
ilislegu yfirbragði og fólk kemur
þangað að eigin frumkvæði og af
frjálsum vilja. Markmið Ljóssins
er að bæta lífsgæði á erfiðum tím-
um, styrkja tengsl á milli manna,
auka traust og aðstoð og draga
þannig úr hliðarverkunum sem
sjúkdómurinn hefur í för með sér.
Boðið er upp á margt uppbyggjandi
fyrir líkama og sál, þar á meðal er
jóga, líkamsrækt, sjálfstyrktarnám-
skeið og handverkshús. Þessi sam-
vera fólks sem er að ganga í gegn-
um svipaða erfiðleika er ómetanleg
því þar geta þau miðlað af reynslu
sinni og sótt stuðning hvert til ann-
ars. Fyrir nánari upplýsingar um
Ljósið og starfsemi þess má fara á
www.ljosid.org.
Fyrstu tónleikarnir verða haldn-
ir í Grensáskirkju 28.mars. Þar
koma fram kórarnir Vox Feminae
og Stúlknakór Reykjavíkur undir
stjórn Margrétar Páímadóttur, en
hún hefur um árabil verið einn
fremsti kórstjóri okkar. Einsöngv-
arar eru Diddú, Stefán Hilmarsson
og Guðbjörg Magnúsdóttir. Guð-
björg er efnileg söngkona sem hef-
ur greinst með krabbamein og er
hún einn rúmlega eitt hundrað fé-
laga Ljóssins. Ljóst er að með þessa
stórsöngvara og tæplega eitt hundr-
að manna kór munu tónleikarnir
vekja verðskuldaða athygli.
Aðrir tónleikarnir verða haldnir
á Nasa 28. mars. Þar koma fram
Dr. Spock, Benny Crespo’s Gang,
Innvortis og Rass. Tónleikar þess-
ara þriggja hljómsveita eru stórvið-
burður.
Þriðju tónleikarnir verða haldnir
1 Fríkirkjunni í Reykjavík 29.mars.
Þar koma fram Múm, Pétur Ben
og Ölöf Arnalds. Saman munu þau
skapa magnaða upplifun í einstöku
andrúmslofti Fríkirkjunnar.