blaðið - 22.03.2007, Qupperneq 22
blaðið
30
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007
Tölvur & tækni
Ekki alltaf leikjatölva
PlayStation-leikjatölva var upprunalega hönnuð sem geisladrif fyrir Super Nintendo árið
1986. Hins vegar slitnaði upp úr samningaviðræðum milli Sony og Nintendo árið 1989 og
Nintendo ákvað að halda sig við leikjahylkin. Sony hannaði þá leikjatölvu með geisladrifi
sem kom út árið 1994 í Japan sem síðan varð vinsælasta leikjatölva allra tíma.
Kílóbæt
BÚLLAN EKKI OPNUÐ STRAX PlaySt-
ation-netverslunin, þar sem
hægt verður að sækja
leiki og leikjaprufur fyrir
PlayStation3, verður
ekki komin í loftið fyrir
Islandsmarkað þegar
sala á tölvunum hefst
23. mars. Vonir standa
til að búðin verði opnuð
innan tveggja til fjög-
urra vikna.
ENGINN BARNASKAPUR Reuters greindi
frá því fyrir skömmu að samkvæmt nýlegri
rannsókn eiga 37 prósent fullorðinna
Bandaríkjamanna einhvers konar leikja-
tölvu. Þess ber að geta að af þessum 37
prósentum voru 71
prósent þeirra gift
og 66 prósent
áttu börn. Að
auki eiga 16
prósent fullorðinna
Bandaríkjamanna vasaleikja-
tölvu.
SVARTUR ER NÝI SVARTUR Microsoft
mun setja á markað nýja uppfærða
Xbox360, sem verður
kölluð Elite. Vélin
er nú orðin svört,
komin með 120gb
harðan disk og
HDMI-tengi. Hins
vegar verður Elite-
vélin aðeins gefin út
í takmörkuðu upplagi,
gömlu hvítu tölvurnar
munu svo erfa uppfærsl-
urnar seinna.
DJÖFULLINN GRÆTUR EKKI LENGUR
Leikjaserían The Devil May
Cry hefur lengi verið ein sú
vinsælasta á PlayStation. En
Capcom-fyrirtækið tilkynnti
nýlega að næsti leikur myndi
koma út fyrir Xbox360 og
seinna fyrir PC. Þetta
er óneitanlega stór
skellur fyrir Sony,
en eigendur Xbox
munu þó ábyggilega
gleðjast.
SJÓNVARP (RIGNINGUNNI Sanyo
kynnti á CeBit-sýningunni heimsins fyrsta
vatnshelda sjónvarp. Tækið er ekki af verri
endanum enda kemur það með öllu því
sem flottustu tækin úti
í búð hafa. Ekki hefur
verið tekið fram hví
tækið þarf að vera
vatnshelt, en núna
er þó hægt að horfa
á sjónvarp úti I rign-
ingunni.
GOÐSAGNAKENND ÚTGÁFA Eigendur
Xbox360 bíða allir eftir Halo3 með eftir-
væntingu. Bungie-fyrirtækið hefur ákveðið
að gefa leikinn út í svokallaðri „Legendary
Edition". Innifalið í pakkanum verður leik-
urinn, heimildarmynd um gerð leiksins og
endurgerð vídeós úr fyrstu
tveimur leikjunum.
Ekki verður pakk-
inn ódýr, hann
mun kosta
tæpar 10.000
krónur í Banda-
ríkjunum.
Megabæt
Skapari himins, jarðar og Sims?
Siðferðispostular vestanhafs
þreytast seint á því að bölsótast
yfir skaðsemi tölvuleikja og er
auðvelt að kenna tölvuleikjum
um mikla morð- og glæpatíðni
í Bandaríkjunum. Einn ötulasti
andstæðingurtölvuleikja þessa
dagana er sannkristni lögfræðing-
urinn Jack Thompson. Eftir að hafa
beint spjótum sínum að rapptónlist
um árabil er hann nú kominn í stríð
við Take Two-fyrirtækið og reynir
allt hvað hann getur að hindra það
að tölvuleikir á borð við Manhunt 2
og Grand Theft Auto IV líti dagsins
Ijós í Bandaríkjunum. (nýlegu bréfi
sem hann sendi til forsvarsmanna
í fjölmiðla- og tölvuleikjageiranum
lýsir hann því yfir að hann hyggist
ganga frá Take Two-fyrirtækinu og
endar á því að lofa Guð almátt-
ugan, „skapara himins, jarðar og
líka tölvuleikja“.
Fyrst Guð er kominn í tölvuleikja-
bransann er ekki
nema von að
fólk spyrji sig:
Hvaða leik
myndi Jesús
spila? Kannski
SimEarth en lík-
lega ekki God
of War.
Jack Thompson Mistókst að útrýma
rappinu og eltist nú við tölvuleiki.
EKKERT FLYTIGJALD
! OG SÆKIR HANA AFTUR
ESS AÐ GREIÐA SÉRSTAKT FLÝTIGJALD
T. VIÐ HÖFUM ÁRALANGA REYNSLU AF
1, UPPFÆRSLUM OG VÍRUSHREINSUNUM OG
JM JAFNT EINSTAKLINGA SEM FYRIRTÆKI.
www.start.is - 544 2350
Bæjarlinú 1. Kópavogi
business partner
11
TOLVUVC-RSLUN
niiiniHi'" ir
Wii Sports Fylgir með
Wii og er ágætis kennsta
á stjórntæki tölvunnar.
Rýnt í Nintendo Wii:
Er nóg að hún
sé nýstárleg?
Gígabæt
Eftir Viggó Ingimar Jónasson
viggo@bladid.net
Af þeim þremur leikjatölvum sem
keppast um hylli neytenda þessa
stundina er Nintendo Wii-tölvan í
algjörum sérflokki.
IÁ meðan PlayStati-
on3 og Xbox 360
rembast við að ná að kreista
út sem raunverulegasta graf-
ík fetar Wii aðrar brautir
og treystir á að einföld spil-
un, nýstárleg stjórntæki og
krúttleg grafík muni skila
góðum árangri. Þetta virð-
ist vera að heppnast vel hjá
Nintendo því núþegar hafa
verið seldar um 6 milljónir
eintaka afWii.
Grafíklega séð er Wii
engin bylting; vissulega
er framför greinanleg _
frá Gamecube-vélinni
en hún kemst þó ekki í
hálfkvisti við keppinaut-
ana. Fræg eru um- 4
mælin sem voru —
höfð eftir ein-
um merkum —
manniíleikja-
iðnaðinum
á GDC-sýningunni
þegar hann sagði að
Wii væri lítið annað
Wii
en tvær Gamecube-tölvur festar sam-
an með límbandi en þau ummæli eiga
þó ekki við rök að styðjast.
Helsti sölupunktur vélarinnar eru
stjórntækin og nýstárleikinn. Wii
Remote og Nunchuk-fylgifjarstýr-
ingin gera það vissulega að verkum
að fram er komin ný leið til að spila
leiki. Fjarstýringarnar eru þráð-
lausar og skynja hreyfingu í
þrívíddarrými og eru mun
næmari en til dæmis
PS3-fjarstýring. Nin-
tendo hefur einnig
verið
duglegt að kynna væntanlega fylgi-
hluti, þar má nefna eftirlíkingu af
hinum klassíska Nintendo-stýrip-
inna og Wii Zapper sem er byssa
sem hægt verður að nota i hinum
ýmsu skotleikjum.
Enn sem komið er hefur bara einn
„framúrskarandi“ leikur litið dags-
ins ljós fyrir Wii og það er hinn nýi
Zelda-leikur, Twilight Princess. Leik-
urinn sá ber þess greinileg merki að
hann var upphaflega hannaður fyrir
Gamecube og má því segja að besti
Wii-leikurinn sé Gamecube-leik-
ur. Leikjaúrvalið virðist við fyrstu
sýn miða meira á fjölskyldufjör en
harðkjarna spilafíkla sem þrá að-
eins meiri fullorðinsleiki. Nintendo
verður að reyna að koma til móts
við eldri spilara, því tölvuleikir eru
ekki bara fyrir börn og unglinga,
og færa þeim leiki sem hafa meira
kjöt á beinunum. Ef Nintendo nær
að lokka til sín meiri fullorðinsleiki
þá er fyrirtækið í góðum málum þvi
tölvan er stórsniðuv.
Niðurstaða: [\
Aö lokum stendur sú staöreynd vijj
eftir að Wii er í algjörum sérflokki
á leikjatölvumarkaönum. Tölvan er
nýstárleg, flott í útliti og með sniðug
stjórntæki. Eina vafaatriðið er bara,
hvað tekur við þegar tölvan er ekki svo
nýstárleg lengur?
Kappakstur í drullu
Nú þegar svo stutt er í að PlayStati-
on3 komi á markað í Evrópu skiptir
öllu máli að hafa frábæra leiki strax
á fyrsta degi. Motorstorm er einn af
þeim. Leikurinn er hraður, skítugur og
frábærlega skemmtilegur; ef það á að
likja honum við eitthvað þá væri það
Burnout í drullu. Það er í raun enginn
söguþráður til staðar í leiknum, hann
spilast eins og hver annar bílaleikur,
en brautirnar eru opnari og hægt að
velja ótal margar leiðir. Hvort sem það
er að keyra upp fjallshlíðina og hætta á
að velta eða niður i drullupyttinn.
Grafíkin í leiknum er hreint út
sagt ótrúleg. Bílarnir þeyta ryki um
sig, spóla upp drullu og skilja eftir sig
hjólför í sandinum. Þetta er án efa fal-
legasti bílaleikurinn á markaðnum í
dag. Hljóðið er ekki af lakara taginu
og þrátt fyrir að vera ekki fjölbreytt, þá
heyrir maður vélarnar vera við það að
þenja sig í sundur þegar bíllinn tekur á
loft. Nóg er af tónlist í leiknum og má
nefna hljómsveitir á borð við Queens
of the Stone Age og Slipknot.
SPILUN: 90%
GRAFÍK: 95%
Hl.JÓÐ: 90%
ENDING: 85%
|EllasR. Ragnarsson
elli@blaclid.net
=90%
Motorstorm
Playstation 3
En leikurinn er ekki gallalaus
því fjölspilun er aðeins möguleg í
gegnum Netið. Það er ekki hægt að
grípa í stýripinna með vini sínum
og keppa við hann.
Þrátt fyrir það er hér toppleikur
á ferð og skyldueign fyrir PS3-eig-
endur.