blaðið - 22.03.2007, Page 32

blaðið - 22.03.2007, Page 32
40 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 blaöiö Pétur og úlfurinn Hljómsveitin Alræði öreiganna verður með útgáfutónleika annað kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum og byrja herlegheitin klukkan 22.00. Sveitin flytur hið þekkta verk Pétur og úlfurinn í rokk-fusi on útgáfu og er aðgangseyrir aðeins 500 krónur. sjiisík Það er fátt sem er jafn róandi og að fletta góðri matreiðslubók eða horfa á vel gerða matreiðsluþætti. Á amazon. com er að finna ógrynni af góðum bókum um matargerð frá öllum heims- hornum og er um að gera að panta sér nokkrar og prófa sig áfram. Tilefnislausum fimmtudagstónleikum Lay Low og vinir snúa bökum saman á Nasa i kvöld og er um að gera að breyta aðeins til og fara í góðum fé- | lagsskap á góða tónleika. Ásamt Lay Low verða þar vinir hennar í Royal Fortune og VilHelm sem hita upp. ELSKUM... Hollan mat. Það er ótrúlegt en satt að þegar maður tekur sig til og borðar hollt þá líður manni miklu, miklu betur og það tekur bara stuttan tíma að bera ár- angur. Það er líka alger þvæla að það sem er hollt sé vont, það er alls ekki svo, einmitt öfugt. Kannski er þetta tákn um að aldurinn sé að færast yfir Orðlausa. LANGAR... Að veltlngahúsin taki sig til og lækki verðskrána í sam- ræmi við skattalækk- anir. Síðan langar okkur líka að ríkisstjórnin taki sig til og lækki skattinn á léttvíni sem skili sér svo aftur til veitingahúsa- gesta. Þá væri loksins hægt að fara út að borða án þess að það kosti skrilljón. Og sjáiði til, veitingahúsaeigendur, viðskiptin myndu aukast. LÍKAR VIÐ... Fólk sem er óhrætt við að prófa eftthvað nýtt. Hvort sem það er að læra nýtt tungumál eða bardagalist eða flytja til nýs lands eða skipta um vinnu. Þá er það bara frábært þegar fólk rífur sig úr viðjum vanans og gerir eitthvað nýtt VITUM EKKI MEÐ... Risa markaðsher- ferðir sem sýna zero hugmyndaauðgi og zero flott útllt og eru zero gáfulegar. Nýjasta herferð kókris- ans er ein sú hallærisleg- asta sem sóst hefur, að minnsta kosti íslenska útgáfan. Hvað er málið með að ef höfða eigi til karlmanna þá þurfi það að vera Ijótt og heimsku- legt í svörtum litum og með stafinn Z sem þykir greinilega mjög karl- mannlegur. BLESS BLESS... Kynningarmyndband lcelandalr sem sýnt er í flugvélum félags- Ins og Þórunn Lár lelkur aðalhlutverklð í. Myndbandið fer yfir strikið og er hallærislegt og ekkert er eins óþægi- legt í upphafi flugferðar og að láta hella yfir sig væmnum Island best í heimi-áróöri sem veldur þvílíkum aumingjahrolli að maöur vill helst hoppa út með eða án fallhlífar. ÞOLUM EKKI... I Herta fitu. Hún er víst mjög óholl og líkaminn þolir hana bara alls ekki. Hert fita er í mörgum matvælum eins og kexi sem er miður því að kex er gott. Hallgrímur Ólafsson leikur Snepil, hressa fjölmiðlamanninn „Gott að vera á Akureyri og gaman að vinna með leikstjóra eins og Kjartani, sem eralgert sení." Orðlaus mælir með... Carmina Burana Flugdrekahlauparanum FCOD Eitt af skemmtilegustu tónverkum samtímans, Carmina Burana eftir Carl Orff, verður flutt af Óperukórnum i Reykjavík á tvennum tónleikum í Langholtskirkju sunnudaginn 25. mars klukkan 17.00 og klukkan 20.00. Fyrir þá sem vilja kíkja á eitthvað annað en rokk eða popp þá lofar þetta góðu enda magnað verk, öflugur kór og góðir einsöngvarar. Félag dúklagninga- og veggfóörarameistara Það er alltaf hægt að mæla með góðum bókum og er þessi alveg frábær. Saga sem lætur engan ósnortinn og vekur upp mikinn áhuga á Mið-Austurlöndum. Eins er tilvalið að koma á laggirnar bókaklúbbi með góðu fólki, þar sem rætt er um góðar bækur og jafnvel eldaðúr matur sem er tengdur því umhverfi sem um- rædd saga gerist i. LÁTIÐ FAGMANN VINNA VERKIÐ! - Dúkalögn - Veggfóörun - Teppalögn dukur@simnet. is - www.dukur.is Matreiðslubókum Eg leik hressa fjölmiðlamann- inn Snepil sem labbar um ævintýraskóginn og flytur fréttirnar,“ segir leiklist- arneminn Hallgrímur Ólafsson við hressan blaðamann Orðlauss. Hallgrímur tekur þátt í upp- færslu Leikfélags Akureyrar í sam- vinnu við útskriftarnema leik- listardeildar Listaháskólans á nýju verki eftir Þorvald Þor- steinsson, Lifið - notkun- arreglur. Verkið verður frumsýnt á morgun og er um gleðileik að ræða, ævintýri fyrir fullorðna sem eins og sönnu ævintýri sæmir hefur mikilvægan boð- skap fram að færa. Verk- ið samdi Þorvaldur sér- staklega með þennan hóp Uiug^i^inUeiklistanremai^^ Megas og Magga Stina sja um tónlistina Tónlistin í verkinu ermjög falleg og gefur verkinu meiri vídd. taka þátt í uppfærslunni auk fjögurra leikara frá L.A. „Ég held að allir viti ' innst inni hverjar notkunarreglur lífsins eru en við gleymum þeim _ bara í öllum hraðanum með- . ^ an á lífinu stendur,“ segir Hallgrímur þegar hann er spurður nánar um þessar notkunar- reglur sem leikrit- ið fjallar um. Tónlistina í verkinu sem- fm iÆ^ enginn &K ,';*v< annar en Megas og Magga Stína er tónlistarstjóri og smíðaði hljóðheim fyrir verkið. „Tónlistin hans Megasar er mjög falleg og gefur verkinu enn meiri vídd,“ segir Hallgrímur sem tekur tvö sóló í leikritinu. Það er síðan Kjartan Ragnarsson sem leikstýrir verkinu og Hallgrím- ur segir að það hafi verið mikil for- réttindi að fá að starfa með hon- um, enda algert séní þar á ferð. „Það er búið að vera fínt að vera hér fyrir norðan og Leikfélagið stendur í miklum blóma. Stemn- ingin á æfingum hefur verið góð og notalegt að hanga hérna öll sam- an á hótelherbergi, bekkurinn," segir Hallgrímur og bætir við að líka verði notalegt að útskrifast og feta brautina á eigin vegum. Lífið notkunarreglur er síðasta verkefnið sem leiklistar- nemarnir leika á vegum skólans og sýningar standa fram í maí.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.