blaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 2
2 * FERMINGAR 2007
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 blaðið
Ný ensk orðabók
með hraðvirku uppfiettikerfi
Cjeföu fiíýju
WPJm
Álfabakka14 -sími 557 4070 - myndval@myndval.is
Laugavegi 87 • símar 551 8740 & 511 2004
Frábærar
FERMINGARGJAFIR
www.myndval.is
DÚN & FIÐUR
Glæsileg
FERMINGARTILBOÐ
Með hverri
FERMINGARSÆNG
FYLGIR
GÆSADÚNSKODDI
Tilboði gildir
FIMMTUDAG - LAUGARDAGS
Dúnsængur og koddar í miklu úrvali
Frábær verð og gæði
Ný og endurbætt ensk-islensk/
islensk-ensk orbabók meb hrabvirku
uppflettikerfi.
Bókin hefur aó geyma 72.000 uppflettiorð
og var sérstaklega hugað að fjölgun orða
í tengslum við tækni, vísindi, töfvur, viðskipti
og ferðalög.
Hún spannar því fjöldamörg svið og nýtist
vel hvort sem er á heimili, vinnustað, i skóla
eða bara hvar sem er.
Orðabókin er 932 bls. í stóru broti og inn-
bundin í sterkt band.
Verð aðeins 7.950 kr.
ORÐABOKAUTGÁFAN
Margt fyrir stafni í Vatnaskógi Svo lengi
sem veðrið er gott geta fermingarbörnin
farið í bátanna.
Fermingarnámskeiö í Vatnaskógi:
Nýjar leiðir í
trúfræðslu
Margir hugsa til baka með bros
á vör þegar þeir minnast sumar-
búðanna í Vatnaskógi. Allt frá því
að sumarbúðir KFUM tóku fyrst
til starfa í Vatnaskógi árið 1923
hefur fjöldi ungra drengja, og í
seinni tíð ungra stúlkna, dvalist
í Vatnaskógi þar sem þau fræðast
um kristna trú á nýstárlegan máta
og komast í náin tengsl við gullfal-
lega náttúru staðarins. Á síðustu
árum hefur það stóraukist að
prestar víðsvegar um landið fari
með fermingarbörnin í Vatnaskóg
á fermingarnámskeið.
Ársæll Aðalbergsson, fram-
kvæmdastjóri Vatnaskógs, segir
að fermingarnámskeiðin í Vatna-
skógi hafi hafist árið 1992 vegna
fjölmargra fyrirspurna frá
prestum á höfuðborgarsvæðinu
sem vildu komast með fermingar-
börnin út úr höfuðborginni.
„Þetta var upphaflega ósk frá pró-
fastsdæmunum í Reykjavík og við
vildum bregðast við þeim óskum.
Það haust komu þó nokkrar sóknir
til okkar í misstórum hópum og
þannig byrjaði þetta.“ Fyrst um
sinn var framkvæmd fermingar-
námskeið- anna mest í
höndum
p r e s t -
a n n a
sjálfra
en með
V
, PUIÍIH
|
r wM
tímanum færðist framkvæmdin
og gæslan sem fylgir því að hafa
hóp af fjörugum krökkum á sama
stað yfir á hendur starfsfólks
KFUM. Þó fer öll skipulagning og
framkvæmd námskeiðanna fram
í góðu samstarfi milli KFUM og
prófastsdæmanna.
Ársæll segir að þótt fyrst um
sinn hafi það mest verið fermingar-
börn af höfuðborgarsvæðinu sem
komu í fermingarfræðsluna hafi
það breyst mikið með árunum.
„Framan af var þetta bara Reykja-
vík og bæirnir í kring en við erum
núna að fá krakka frá Snæfellsnesi,
Hrísey og alla leið frá Rangárvalla-
sýslu. Þetta er svona smám saman
að aukast hjá okkur, það eru alltaf
fleiri og fleiri að bætast við.“
Hann segir að þau prófastsdæmi
sem næst eru Vatnaskógi, svo sem
Reykholt og Saurbær, komi einnig
á fermingar-
námskeiðin.
Það gefur
auga leið að
þegar hópi
af fjörugum
unglingum er
safnað saman
í sumar-
búðum á
borð við
Vatna
skóg
MjL
\
**■
góða leiðbeinendur og hvað það
varðar er KFUM ekki á flæðiskeri
statt. „Þetta er mikið til starfsfólk
sumarsins í Vatnaskógi, við náum
í guðfræði- og kennaranema sem
geta hlaupið i þetta. Svo erum við
líka með nokkra fastráðna starfs-
menn sem eru meira og minna
allan veturinn."
Ársæll hefur séð um kennslu á
nokkrum af þessum námskeiðum,
enda hefur hann góða reynslu af
starfi með ungmennum því hann
var flokksstjóri í Vatnaskógi um
nokkurt skeið við góðan orðstír.
Sérkenni Vatnaskógar hefur í
gegnum tíðina verið það að kenna
kristna trú á allsérstakan hátt
og ná þannig að vekja áhuga ung-
menna á trúmálum sem að öllu
jöfnu hafa ekki sýnt trúmálum
áhuga. „Við höfum meðal annars
boðið upp á messuratleik. Þá eru
krakkarnir í messu en
kynnast messu
sem er mjög
ólík því sem þau
venjast í hefð-
bundinni messu.
Predikarinn
'Ham*t*“l**
gengur oft
mikið á. Sumir
prestar sem hafa
farið með börn í Vatna-
skóg segja að svo mikið hafi
fjörið verið að varla gæfist tími
fyrir svefn. Ársæll segir að fyrir
prestana sé þetta fyrirtakstæki-
færi til að kynnast fermingarbörn-
unum betur en presturinn þurfi
litlar áhyggjur að hafa af gæslu
og þvíumlíku. „Á þessum nám-
skeiðum sjáum við um gæsluna og
að keyra dagskrána áfram. Þarna
fá prestarnir og starfsfólk kirkj-
unnar að njóta þess að vera með
unglingunum.“
Það er augljóst að til þess að geta
tekið á móti stærri hópum ferm-
ingarbarna þarf að hafa marga og
er
rappari sem rap-
par fyrir börnin
og er á myndbandi,
svo setjum við upp
svona stöðvar og á
einni stöðinni eru
þau að upplifa synda-
játninguna. Þá játa
^ þau eitthvað sem á
þeim hvílir. Þau eru
því að upplifa messuna með
allt öðrum hætti en þau eru vön.“
Hann bætir því við að starfið í
fermingarfræðslunni sé tvíþætt.
„Þetta eru fyrst og fremst tveir
þættir sem við keyrum á. Það er
annars vegar fræðsla til stuðn-
ings fermingarfræðslunni; þetta
kemur ekki í staðinn fyrir ferming-
arfræðsluna heldur eru þetta bara
svona molar sem börnin fá. Hins
vegar er mikið um leiki og svo er
tími til þess að börnin geti notið
þess að vera í Vatnaskógi. Þar er
til dæmis íþróttahúsið, skógurinn
og bátarnir þannig að börnin hafa
nóg fyrir stafni." Það er því greini-
legt að það er mikið fjör á ferming-
arnámskeiðunum í Vatnaskógi.