blaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 14
14 • FERMINGAR 2007 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MaðÍA ferminqar- gjöf! Seðlaveski úr leðri með nafngyllingu fyrir stelpur og stráka. persónuleg og nytsamleg gjöf www.drangey.is Smáralind 528 88 00 NYKOMIN skart gripaskrín sem eru tilvalin til fermingargjafa Töskur i miktu urvati sem aldrei fyrr! Reyk|avft: Blórmgdllerv Hagamd 67. Hliðarblóm Mlklubraut 6B. VrllatuyBBoch Kringlan. Tekk Kristall Kringian. Blómasmiiljan Grimsbæ, Blómin i banum Suðurlandsbraul 10. Dalia Fíkaleni 11. Ís-Blóm Háaleybsbraul 58-60. Brerdholtsblóm Álfabakka 14b. Blómav. Michelsen lóuhólum 2-6. RS - blóm HvetafoW 1-3. SIA-buóin Laugavegi 86-94 SeHjarnarnes: Blómastotan Eiðistorgi Kópavogw: 18 Rauóar róslr Hamraborg 3. Tekk Company Bæjarlmd 14-16 Garóabar Forný Wnbúó 1 HalnartjórBur: Blóma og Kaltí Reykjavikuiv 60 Mostellabar. Hlln 8lómahús Reykjanesbzr: draumalan Tjarnargala 3. Úra og skartgr.Guóm.Hannab Akranesi/ llmur StykkishólmV Maria GrundalpHrund Ötalsvik/ Blómaturninn ísalj./ Blóma og gjatab SauðárkU Fyrarbúðm SigluljY Blómabúó Akureyrar/ Fsar Húsavrk/ Húsgagnaval Hóln/ Gamla- búóin HvolfsvellV Blómablig Hverageiói/ Blómast.Brynju Porláksh./ Sveitab. Sóley Tungu Gaulvetabæ/ Callas Vestm.eyjum. Pingvallakirkja: Kirkja allra landsmanna Þingvellir eiga fastan sess í hjörtum landsmanna. Segja má að Þingvellir séu fæðingarstaður þjóðarinnar og ber fólk því sterkar tilfinningar til staðarins, óháð aldri, kyni og trú. 1 gegnum tíðina hefur það verið vinsælt hjá fólki að skíra, ferma eða giftast í Þingvalla- kirkju, enda engin furða því það hefur alltaf verið viss dýrðarljómi yfir hinni fábrotnu sveitakirkju að Þingvöllum. Þetta árið er fyrirhuguð ein ferming í Þingvallakirkju. Guð- rún Kristinsdóttir, yfirlandvörður á Þingvöllum, segir að fermingar séu ekki tíðar í kirkjunni vegna smæðar sóknarinnar. „Það er þó alltaf svolítið um það í Þingvalla- kirkju að fermd séu börn sem eiga heima erlendis. Það sama gildir einnig um brúðkaup og skírnir. Þingvellir eru á vissan hátt nokk- urs konar heimastaður í hugum margra og kirkjan er það líka. Fyrir utan auðvitað mikla fegurð bæði kirkjunnar og staðarins." Athvarf íslendinga í útlöndum Kristján Valur Ingólfsson, sókn- arprestur á Þingvöllum, segir að kirkjan hafi um árabil verið nokkurs konar athvarf þeirra Is- lendinga sem búsettir eru erlendis og tilheyra því ekki neinni ákveð- inni sókn. „Ég mun ferma pilt á hvítasunnunni sem búsettur er í London og fyrir tveimur árum fermdi ég stúlku sem er búsett í Hollandi. Islendingar sem búa er- lendis og eru með lögheimili þar eru kannski ekki með nein bein tengsl við ákveðinn stað hér á ís- landi og hafa því sérstaka tilfinn- ingu fyrir Þingvöllum sem helsta helgistað þjóðarinnar." Kristján bætir því við að það séu ekki bara sóknarlausir íslendingar sem fái athvarf þarna. „Það kemur fyrir að fólk fær að koma og ferma á Þingvöllum þótt það eigi kost á því að gera það annars staðar og ég hef auðvitað fermt undir þannig kringumstæðum. Svo hafa aðrir prestar fengið að koma hingað til að ferma.“ „Hún hefur sér- stöðu að því leyti að Þingvellir eru helgistaður allr- ar þjóðarinnar þó að menn séu ekki endilega kristnir eða í kirkjunni. Þetta er þjóðarhelgi- dómur á helgasta stað þessa lands." Hann segir að í flestum tilfellum sé það vegna þess að fólk hefur ein- hver sterk tengsl við Þingvelli. Kristján segir að Þingvallakirkja sé á margan hátt sérstök kirkja. „Þingvallakirkja hefur algjöra sér- stöðu meðal kirkna á Islandi af því að hún stendur á Þingvöllum. 1 rauninni er ekki aðalmálið hvernig hún lítur út eða hvernig hún er heldur það að hún skuli standa þarna. Hún hefur sérstöðu að því leyti að Þingvellir eru helgistaður allrar þjóðarinnar þó að menn séu ekki endilega kristnir eða í kirkj- unni. Þetta er þjóðarhelgidómur á helgasta stað þessa lands.“ Til dæmis eru ásatrúarmenn bundnir sterkum tengslum við Þingvelli og Kristján segir að þó svo að ásatrúarmenn deili kannski ekki kirkjunni með honum deili þeir þó ástinni á staðnum. Sérstök kirkja Kristján hefur á sínum langa prestsferli starfað ansi víða. Hann var um árabil í Skálholti, var á ísa- firði, Raufarhöfn, Grenjaðarstað og starfaði lengi erlendis. Um þessar mundir býr hann í Hallgríms- kirkjusókn og þjónustar stundum þar. Hann segir að á vissan hátt skipti það engu hversu stór eða lítil kirkjan er heldur sé það samhugur- inn og tilfinningin í kirkjunni sem skipti öllu máli. Hann bætir við að vissulega sé Þingvallakirkja frá- brugðin öðrum kirkjum sem hann hefur starfað í. „Það er hins vegar þannig að það er sannarlega öðru- vísi að vera prestur á Þingvöllum heldur en annars staðar. Það er líka þannig að fólkið sem mætir á Þingvöllum er í annars konar stemningu en það sem þú hittir fyrir utan Hallgrímskirkju. Það er bara þannig að staðurinn talar við íslendinga með sérstökum hætti. Það er engin spurning og mér þykir mjög vænt um að fá að vera þarna."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.