blaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 22
30 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 blaðið Kjúklingamánar er nýjung [ fullunninni matvöru frá Matfugli. Þeir eru með Ijúffengri fyllingu úr 6 mismunandi ostum og öðru góðgæti. Þá þarf aðeins að hita í ofni eða á pönnu og því auðvelt að reiða fram sælkeramáltíð á svipstundu. - Lostæti með lítilli fyrirhöfn Lucille Ball fæddist árið 1911. Hún missti föður sinn fjögurra ára gömul og ólst upp hjá móður sinni og afa og ömmu. Það var sérvitur afi Lucille sem ól á leiklist- aráhuga hennar og hvatti hana til að taka þátt í skólaleikritum. Þegar Lucille hafði aldur til gerðist hún fyr- irsæta og fékk síðan hlutverk í kvik- . myndum. Hún varð ekki stórstjarna á kvikmyndatjaldinu en hafði þó nóg að gera og var á tímabili kölluð „drottn- ing B-myndanna“. Hún ávann sér virð- ingu fyrir vinnusemi og bjó auk þess yfir miklum krafti. í Hollywood fékk hún rauða háralitinn sem átti eftir að verða vörumerki hennar í sjónvarpi. Yfirhárgreiðslumeistari MGM-kvik- myndaversins, Sydney Guilaroff, leit á leikkonuna og sagði: „Hár hennar er brúnt en sálin er logandi." Hann litaði hár hennar rautt. . Ást við fyrstu sýn Árið 1940 kynntist hún kúbverska hljómsveitarstjóranum Desi Arnaz sem var sex árum yngri en hún. Það var ást við fyrstu sýn. Desi var mynd- arlegur og bjó yfir miklum persónu- töfrum en hann var langt frá því að vera gallalaus eins og átti fljótlega eftir að koma í ljós. Á brúðkaupsnótt- • ina vakti hann eiginkonu sina og sagði: „Ég er þyrstur!“ „Ég fór fram úr og lét kalda vatnið renna áður en ég vaknaði nægilega vel til að velta fyrir mér af hverju í ósköpunum hann fór ekki sjálfur fram úr til að ná í vatnið," sagði Lucy seinna. Desi bannaði konu sinni að ferðast einsömul í leigubíl því hann vildi ekki hafa hana í návígi við aðra karlmenn. Það var hann sem ákvað hvað ætti að vera í matinn á heimili þeirra. Verst var þó að hann hafði engan áhuga á að vera eigin- konu sinni trúr. Valdamikil kona Saman léku þau í sjónvarpsþátt- unum I Love Lucy um suðuramer- ískan hljómsveitarstjóra og eiginkonu hans, Lucy, sem þráir að verða stjarna. 1 kjölfarið stofnuðu hjónin eigið sjón- varpsfyrirtæki, Desilu. Þar með varð Lucille Ball fyrsta konan sem varð forstjóri sjónvarpsfyrirtækis. Auk þess að framleiða I Love Lucy voru þættir eins og The Untouchables, Star Trek og Mission Impossible afurðir sjónvarpsstöðvarinnar. I Love Lucy urðu gríðarlega vinsælir þættir sem gerðu Lucy að stórstjörnu. Alls unnu M & : Lucille Ball Hún var gríöarlega hæfileikamikil og lifði fyrír vinnu sína en var skapmikil og stjórn- söm og ekki vinsæl kona. þættirnir til rúmlega tvö hundruð verðlauna þau ár sem sýningar stóðu yfir. Velgengni Lucille varð ekki til að bæta hjónabandið en eiginmaður hennar tók það nærri sér að hún naut áberandi meiri vinsælda en hann. Leikarinn Orson Welles var gestaleik- ari í einum þætti hennar. Þegar æf- ingar stóðu yfir kom aðstoðarmaður að honum þar sem hann sat og starði á Lucille þar sem hún var á sviðinu. „Hvað ertu að gera?“ spurði aðstoðar- maðurinn Welles. Welles svaraði: „Ég er að horfa á bestu leikkonu heims.“ Lucille Ball og Desi Hjónabandið var vægast sagt stormasamt. Skapmikil og stjórnsöm Lucille missti nokkrum sinnum fóstur en eignaðist dóttur mánuði fyrir fertugasta afmælisdag sinn. Einu og hálfu ári seinna fæddi hún son. Þótt Lucille hefði þráð að eignast börn varð hún engin fyrirmyndarmóðir. Líkt og margir listamenn lifði hún fyrir vinnu sina. Hún var hins vegar ekki þægileg í samstarfi, gerði gríðar- legar kröfur og oft ósanngjarnar til samstarfsmanna sinna. Hún var skap- mikil og stjórnsöm og ekki vinsæl kona. Gamanleikarinn Jack Benny sem hafði fyrir reglu að tala ekki illa um kollega sína sagði vini sínum eftir að hafa leikið í þætti með Lucille að hún ætti að leita sér sálfræðiaðstoðar. Desi hélt framhjáhöldum sínum áfram og lagðist auk þess í stjórnlausa drykkju. Þrautalendingin var að leita til sálfræðings. „Við Desi öskruðum hvort á annað fyrir framan sálfræðing- inn vegna þess að við öskruðum ekki fyrir framan börnin. Égvorkenndi ves- alings manninum, hann spurði okkur spurninga og við helltum okkur yfir hann,“ sagði Lucille. Á niðurleið Árið 1960 skildu hjónin eftir væg- ast sagt stormasamt hjónaband sem staðið hafði í nær tuttugu ár. Ári síðar giftist Lucy gamanleikaranum Gary Morton. „Þegar ég kynntist Desi var það ást við fyrstu sýn, ást mín til Gary gerðist hægt, ég kunni vel við hann áður en ég fór að elska hann,“ sagði hún. Það var mun meiri ró í seinna hjónabandinu en þvl fyrra en það er ekkert vafamál að ást hennar til Desi var mun meiri en ást hennar til Gary. Hún sneri aftur til sjónvarpsins í The Lucy Show og Here’s Lucy sem gengu í nokkur ár. Árið 1968 gerði hún þættina Life With Lucy sem gengu ein- ungis í tvo mánuði. Þættirnir fengu af- leita dóma og gagnrýnandinn Pauline Kael sagði: „Líkt og flestar aðlaðandi konur í skemmtanabransanum fór Lucy loks að líkjast dragdrottningu." Þetta var í fyrsta sinn sem Lucy mis- tókst í sjónvarpi og hún tók það afar nærri sér. Dóttir Lucy, Lucie, sagði um móður sína: „Vinnan var það eina sem skipti hana máli. Hún gat verið mjög kulda- leg og þótt hún segði mér að hún elsk- aði mig þá fannst mér ég ekki vera elskuð. Ég vildi að hún hefði gefið okkur syskinunum þá ást sem við þörfnuðumst svo sárlega." Desi Arnaz lést árið 1986. Lucille lést þremur árum seinna. Fjölmargir Bandaríkjamenn höfðu alist upp við sjónvarpsþætti hennar og tóku dauða hennar eins og persónulegu áfalli. Newsweek sagði að hún hefði líklega verið vinsælasta kona í bandaríska skemmtanabransanum. Eiginmaður hennar sagði við vinkonu hennar: „Ég býst við að hún sé hamingjusöm núna. Hún er með Desi.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.