blaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 28

blaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 28
Bragðgóð tilbreyting Páskaegg verða án efa víða á borðum næstu daga. Þó að þau séu bragðgóð og skemmtileg tilbreyting verða þau seint talin hollustu fæða og því ráðlegt að neyta þeirra innan skynsamlegra marka hellsa@bladid.net blaöið Hreyfing í fríinu Páskarnir eru frábær tími til að njóta útiveru og hreyfingar enda flestir í frii og því nægur tími aflögu. Þá er enn fremur farið að vora í lofti og því upp- lagt að bregða sér í gönguferðir um fjöll og firnindi eða renna sér á skíðum. Sjúklingavefur Gert er ráð fyrir því að sjúklingar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi fái aðgang að sérstakri síðu á vef spítalans þar sem þeir hafa yfirsýn yfir mál sín svo sem tímapantanir, niðurstöður rannsókna og svo fram- vegis. Spítalinn stefnir nú að því að koma upp gagnvirkum vef fyrir sjúklinga og aðstandendurtil upp- lýsingamiðlunar og samskipta. Almenningur geturtekið þátt í könnun um vefinn sem er meðal annars aðgengileg á heimasíðum LSH (landspitali.is) og nokkurra sjúklingasamtaka. Könnunin er gerð í því skyni að fá hugmyndir um efni hans. fplheilsa ftk” ./! hjfðo þ*ð gott C-IOOO Extra sterkt, náttúrulegt C-vltamin með róMberjum. rútlnl og bSóflavóniðum 60 töflur Sólargeislinn í skammdeginu eilsa -hafðu þaö gott Matarskammtar stækka Á undanförnum áratugum hafa matarskammtar á veitinga- stöðum og í matvöruverslunum stækkað sem geturýtt undir ofneyslu. Stærri skammtar í matvöruverslunum og veitingahúsum Brugðist við vilja mark; Með stærri matarskömmtum til dæmis á veitingastöðum og í mat- vöruverslunum eru framleiðendur að bregðast við vilja markaðarins að mati Friðriks Larsens, markaðs- fræðings og lektors við Háskólann í Reykjavík. „Það er svolítið talað um að það sé framleiðendum að kenna að skammtar séu orðnir stærri en það sem ég geng út frá í þessari umræðu er að það sé verið að bregðast við því sem markaðurinn vill í raun. Banda- ríski markaðurinn er kannski svo- lítið öfgadæmi því að þar færðu kannski forrétt sem dugir fyrir fjóra sem aðalréttur en almennt erum við að bregðast við þörf. Þau fyrirtæki sem hafa reynt að minnka skammtana hafa þurft að hætta því vegna þess að veltan hefur einfald- lega minnkað. Það er ekki það sem viðskiptavinirnir vilja eins og stað- an er núna,“ segir Friðrik. Næringarfræðingar hafa að und- anförnu lýst yfir áhyggjum sínum af stækkandi matarskömmtum og bent á að á síðastliðnum áratug- um hefðu matarskammtar aukist verulega sem aftur ýti undir offitu- vanda. Sem dæmi má nefna að áður var algengt að fólk neytti goss í 33 sentilítra flöskum en nú eru hálfs lítra flöskur algengastar. Fólk borðar meira á matsölustöðum „Skammtarnir hafa verið að stækka frá því um 1970. Ef þú kaupir þér franskar og hamborgara þá ertu að fá kannski 200 kaloríum meira núna en fyrir 20-30 árum. Það munar um minna í einni máltíð en jafnframt hafa rannsóknir sýnt fram á að þegar fólk fer almennt út að borða þá borðar það einfaldlega meira en magamál segir til um,“ segir Friðrik. Deila má um ágæti þess að matar- skammtar hafi stækkað en Friðrik telur ekki hægt að stjórna því með reglugerðum hvað fólk borðar mik- ið á matsölustöðum. „Stjórnvöld geta náttúrlega lagt skatta á óholl matvæli svo sem sykur og fitu en ég held að þau geti ekki sagt fólki hvað það eigi að gera. Þau geta frætt fólk um það til dæmis með Lýðheilsustöð og slík- um stofnunum,“ segir hann. Friðrik hélt erindi á morgun- verðarfundi um aukið framboð á hollum matvörum sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Lýð- heilsustöð og Samtök iðnaðarins stóðu að í gær. Erindi Friðriks bar yfirskriftina „Er árangursríkara að markaðssetja óhollar matvörur?" og segir hann að þeirri spurningu megi svara játandi út frá gefnum forsendum. „Það er einfaldlega smekkur manna sem ræður því hvað fólk vill, framleiðendur framleiða það sem fólk vill og svo láta þeir fólk vita með auglýsingum,“ segir hann en bendir um leið á að málið sé ekki alltaf svona einfalt því að ekki séu allir aðeins að bregðast við þörf- um markaðarins. g t £ GottúnxJcjmaágöngu ncerjcánacíL • Vccoama}Jxr • VdbnshÁmg ^SaunJcus • CxMvíaá Skaðsemi tóbaks á mynd Litmyndir sem sýna skaðsemi tóbaks verða hugsanlega settar á síg- arettupakka og aðrar umbúðir utan um tóbak hér á landi. Munu mynd- irnar koma í stað textaskilaboða sem nú prýða bakhlið tóbaksumbúða. Einnig er vilji til þess að símanúmer Reyksímans 800 6030 verði skráð á umbúðirnar en þar geta þeir sem vilja hætta að reykja fengið ókeypis ráðgjöf. Nýju merkingarnar eru í sam- ræmi við ráðleggingar Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar og reglur Evrópska efnahagssvæðisins. Miðað er við að breytingarnar geti komið til framkvæmda í upphafi næsta árs og eru íslendingar meðal fyrstu þjóða sem stefna að því að innleiða þær. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveð- ið að hefja undirbúning að setningu reglugerðar þar sem mælt verður fyr- ir um breyttar við-varanir. Hér að neðan má sjá dæmi um tvær myndir sem koma til greina sem viðvaranir á tóbaksumbúðir.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.