blaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 33

blaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 33
 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 41 ithrottir@bladid.net blaðiö Rallakstur í Portúgal Fimmta mótið í heimsmeistarakeppninni í rallakstri hefst í dag í Portúgal. Finninn Marcus Grönholm leiðir keppni ökumanna en Ford keppni ökusmiða. Heimsmeistarinn Sebastien Loeb þarf sigur til að endurheimta efsta sætið sem hann hefur meira eða minna haldið í nokkur ár. Skeytin r Það er ekkert gam- an að spila fyrir Englandþessa dagana að sögn Steven Gerrard. Jákvæð úrslit hafa látið á sér standa og glæst fram- tíð með landsliðinu er ekki við sjón- deildarhringinn að mati íyrirliða Li- verpool. Fyrir leikinn gegn Andorra hafði enska liðið aðeins skorað eitt mark í síðustu fimm leikjum, Tólf stig í viðbót munu bjarga Charl- ton frá falli að mati Alan Pardew, stjóra liðsins. Eru þeir sem stendur í þriðja neðsta sæti ensku úrvalsdeild- arinnar en eiga tiltölulega auðvelda leiki eftir miðað við neðstu liðin tvö.West Ham og Watford. Þar á meðal leiki við Wigan og Watford. I oan Laporta, forseti Barcelona, hefur stórar hugmyndir um end- rnýjun Nou Camp, heimavallarliðsins. Leikvangurinn er þegar einn sá flottasti í veröldinni en það dugar Laporta ekki. Hann skal stækka og gera enn betur úr garði á næstu árum. Bei nar útsendingar 1 19.50 Sýn Körfuboltl Njarðvík - Gríndavik' S) Nýr samningur menntamálaráðherra og ÍSÍ: Misskipting auðs Þjóðaríþróttin situr eftir ■ Milljóna króna munur ÚTHLUTUN ÍSÍ Hæst: Knattspyrnusambandið 3,2 milljónir Golfsambandið 3,2 milljónir Handknattleikssambandið 2,6 milljónir Körfuknattleikssambandið 2,6 milljónir Landssamband hestamannafélaga 2,6 milljónir Lægst: Lyftingasambandið 150 þúsund fþróttasamband fatlaðra 600 þúsund Glímusambandið 600 þúsund Borðtennissambandið 1,0 milljón Siglingasambandið 1,0 milljón '•jáf ■ Golf og fótbolti fá mest Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Þrír aðilar sitja áberandi eftir við nýlega úthlutun Iþrótta- og ólymp- íusambands Islands á sérstöku fram- lagi menntamálaráðuneytisins til sérsambandanna innan ISl. Glímu- sambandið, íþróttafélag fatlaðra og Lyftingasambandið fá öll 6oo þúsund krónur eða minna meðan sambönd á borð við Golfsambandið og Knattspyrnusambandið sem auð- veldast eiga með að verða sér úti um styrki og auglýsingar fá rúmar þrjár milljónir. Framlaginu er ætlað að standa undir kostnaði sérsambandanna vegna eins starfsmanns á ársgrund- velli en samkvæmt úthlutun ÍSÍ fer því fjarri að heildarfjárhæðin, 30 milljónir króna, dugi til þess. I besta falli geta KSÍ og GSÍ kostað einn starfsmann miðað við núver- andi úthlutun en langsótt er að Lyft- ingasambandið með styrk upp á 150 þúsund krónur finni fórnfúsan starfsmann fyrir þann pening. Othlutunin er dapurlegri fyrir þá staðreynd að þau þrjú sambönd sem um ræðir hafa að jafnaði ekki fengið neitt úthlutað hin síðari ár. Reyndar fengu GSl og KSÍ heldur ekki út- hlutað á síðasta ári úr sjóðnum sem á var aðeiris 30 milljónir króna. stæða þess að Glímusambandið og fatlaðir fá lítið sem ekkert er sú að bæði félög eru á fjárlögum ríkisins ólíkt öðrum en Iþróttafélag fatlaðra fær reyndar einnig fé úr sjóðum Is- lenskrar getspár sem rekur lottóið. Jón Birgir Valsson, formaður Glímusambandsins, gefur lítið fyrir þau rök. „Það fé sem við fáum þaðan er eyrnamerkt til kynningar á íslensku glímunni, þjóðaríþrótt- inni sjálfri, og við getum ekki notað það til reksturs eða annars sem til fellur sem er það sem þessi um- ræddi styrkur á að notast til.” Alls er úthlutað 40 milljónum króna en upphæðin fer hækkandi næstu árin. Stefán Snær Konráðs- son, framkvæmdastjóri ÍSÍ, vill ekki tjá sig um hvort um ójöfnuð er að ræða við úthlutunina en bendir á að einnig sé ósanngjarnt að refsa stóru samböndunum fyrir að vera vin- sæl. „Við vildum gjarnan fá hærra framlag en það mun fara hækkandi næstu árin og við sjáum fyrir okkur að á þeim tíma náist meiri jöfnuður milli sambandanna. Aðalatriðið er að lágmarkið hækkar hjá öllum og sú hækkun jafnar sig út á næstu árum.” Missir aö Loga Logi Geirsson hefur dregið sig úr islenska iandsliðshópnum í handbolta fyrir æfingamót i Frakkiandi í byrjun næsta mán- aðar. Er Logi enn slæmur í baki en við þau meiðsl hefur kappinn átt að striða um tveggja ára skeið. Altreð Gislason lands- liðsþiálfari hefur valið Vilhjálm Inga Halldórsson hjá Skjern í Danmörku í hans stað. Á eftir áætlun Örn Amarson náði sér ekki á strik í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu i Melbo- urne. Varð hann 49. af 169 kepp- endum en það dugði ekki til að komast í undanúrslit. Þá komst Jakob Jóhann Sveinsson ekki úr undanrásum í 50 metra bringu- sundi en báðir voru nokkuð frá fslandsmetum sínum í viðkom- andi greinum. EINTOK UM LAND ALLT FYRIR KL. 7 Á MORGNANA FRJÁLST, ÓHÁD & ÓKEYPIS!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.