blaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 2
blaóið
2 FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2007’:'
New York
Orlando
Osló
Palma
París
Stokkhólmur
Þórshöfn
M Glasgow
17 Hamborg
.15 Helsinki
19 Kaupmannahöfn
6 London
u Madrid
24 Montreal
verð eða mikil
5 til 12 stig. :
VERRIÐ í DAG
vætusamt
Vaxandi SA-átt með
ÁMORGUN
Slydduél
Suðvestan 10-15 m/sog
skúrir eða slydduél, en bjart-
viðri norðaustanvert. Hiti 2
til 8 stig, hlýjast sunnan- og
austanlands.
VIÐA UM HEIM
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlin
Chicago
Dublin
Frankfurt
Á FÖRNUM VEGI
Ertu búinn að setja
sumardekk undir
bílinn?
Ólafur Kristjánsson:
Nei, ég geri það örugglega
fljótlega.
Jóhann Pálsson:
Nei.
Gottskálk Jósepsson:
Nei, ekki strax.
Gylfi Gunnarsson:
Nei, en það stendur til fljótlega.
AndstaðaSWði el
60% kaupmáttaraukning
á skattalækkanir
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net
„Síðustu sextán ár undir nær sam-
felldri stjórnarforystu okkar sjálf-
stæðismanna hafa verið þjóðinni
farsæl. Við höfum náð að styrkja
efnahagslegastöðuþjóðarinnarmeð
þeim hætti að aðdáun hefur vakið
víða um heim. Þau viðfangsefni
sem við glímum nú við í efnahags-
stjórninni hér á landi þættu flestum
öðrum ríkjum öfundsverð,“ sagði
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, í setningarræðu lands-
fundar flokksins í Laugardalshöll
í gær. Þá sagði hann kaupmátt ráð-
stöfunartekna heimilanna hafa auk-
ist um 6o% frá árinu 1995 og á sama
tíma hafi skuldir ríkissjóðs verið
greiddar niður þannig að hann megi
heita skuldlaus. Geir telur aðgerðir
til að auka frelsi hafa skilað góðum
árangri. Hann hrósaði einnig ríkis-
stjórninni fyrir að stuðla að fram-
förum í skólakerfinu, ekki síst á
háskólastiginu þar sem hann sagði
vel búið að vísinda-, rannsókna- og
nýsköpunarstarfsemi og benti á
að fjöldi háskólanema hafi meira
en tvöfaldast á tíu árum. Og hann
telur tækifæri til að gera enn meira
fyrir stúdenta. „Ég tel að svigrúm
hafi skapast til að draga enn frekar
úr skerðingu námslána vegna eigin
tekjuöflunar námsmanna. Hafa þó
risaskref verið tekin
í því efni á undan-
förnum árum.“
Forsætisráðherra
vandaði stjórnarand-
stöðunni ekki kveðjurnar.
Hann sagði vinstri menn
í stjórnarandstöðu ávallt
hafa gagnrýnt aðgerðir
sjálfstæðismanna til að
auka viðskiptafrelsi og
lækka skatta, og benti á
að Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður VG, hefði í umræðu á
Alþingi í október 2004, þegar frum-
varp um stórfelldar skatalækkanir
var til umfjöllunar, sagt það mikinn
misskilning að telja að hægt væri að
bæði lækka skatta og afla velfarð.
Annað segir Geir hafa komið á dag-
inn. Skattalækkanir sem Sjálfstæð-
isflokkurinn lofaði á landsfundi
2003 séu að fullu komnar til fram-
kvæmda, en engu að síður nægðu
tekjur ríkissjóðs til að halda uppi
öflugu velferðar- og samneyslustigi.
Formaðurinn telur lítið vit í gagn-
rýni stjórnarandstöðunnar á hag-
stjórn ríkisstjónarinnar. Vissulega
hafi verið þensla í
íslensku hagkerfi
og verðbólga undan-
farin misseri. En það
segði þó aðeins hálfa
söguna. „Það sem mestu
máli skiptir, og stjórnar-
andstaðan kýs vitanlega að
nefna ekki, er að kostnaður
vegna verðbólgu og vaxta er
auðvitað tekinn með í reikning-
inn þegar kaupmáttur ráðstöf-
unartekna er reiknaður, og það
er algjörlega óumdeilt að ráðstöf-
unartekjur heimilanna hafa aukist
meira en dæmi eru um.“ Geir spurði
hvort virkilega sé hægt að kalla 60
prósenta kaupmáttaraukningu
almennings frá árinu 1995, fulla at-
vinnu og 4,5 prósenta hagvöxt á ári
hagstjórnarmistök. Og hann svar-
aði: „Nei, góðir fundarmenn. Stóru
hagstjórnarmistökin yrðu þau, að
Vinstri grænir og Samfylking tækju
hér við stjórn efnahagsmála."
Vopnafjörður:
Sjómaður
fannst látinn
Trillusjómaðurinn frá Vopna-
firði sem leitað hafði verið að frá
því í fyrrakvöld fannst látinn á
tólfta tímanum í gærmorgun um
sex og hálfa sjómílu norðan við
þann stað sem talið er að hann
hafi fallið útbyrðis. Bátur manns-
ins fannst mannlaus uppi í fjöru
við norðanverðan Kollamúla í
fyrrakvöld. Ekkert neyðarkall
hafði borist frá bátnum og
reglulegar sendingar bárust frá
honum í sjálfvirku tilkynninga-
skyldunni. Leit hófst eftir að
skipstjóraf á svæðinu fóru að
spyrjast fyrir um hann. Um 100
björgunarsveitarmenn tóku þátt
í leitinni sem fór fram bæði á sjó
og landi. Þyrla, flugvél og varð-
skip Landhelgisgæslunnar voru
einnig við leit ®k íleiri skipa.
íslandshr#fingin:
Listarénn
í móðu
íslandshreyfingin hefur enn ekki
kynnt framboðslista sína en nú
mun stefnt að kynningu á mánudag.
Fátt bendir nú til þess að Jón Bald-
vin Hannibalsson gefi kost á sér á
lista flokksins en hann hafði verið
orðaður við 2. sætið í öðru hvoru
Reykjavíkurkjördæmanna. Annar
Hannibalsson, Ólafur mun þó að lík-
indum taka 2,jætið í öðru tveggja
Reykj avf kurkjgrdæma. Kurr er í
fylgjendum íslkidshreyfingarinnar
samkvæmt heimildum Blaðsins
vegna hringlandaháttar og tilefn-
islausra tafa á skipan á listana, svo
vitnað sé í orðalag sendinga til for-
svarsmanna íslandshreyfingarinnar.
r TTrrrrruxrj^m
Lausn hjúkrunarvandans mikil
vægasta verkefnið Grunnur aö
nýju hjúkrunarheimili ÍMörkinni
Hva... af hverju eru þeir alltaf að
senda mér sama reikninginn? ■
Drög að ályktunum fyrir landsfund Samfylkingar:
Málefni eldri
borgara í forgang
Mikilvægasta verkefni næstu
ríkisstjórnar verður að leysa
hjúkrunarvandann þannig að
allir eldri borgarar sem þurfa geti
fengið inni á hjúkrunarheimili.
Þetta kemur fram í drögum að
ályktunum sem lagðar verða fyrir
landsfund Samfylkingarinnar
sem hefst í dag.
Samfylkingin hyggst setja mál-
efní eldri borgara í forgang og er
meðal annars lagt til að skattar
á Hfeyrissjóðsgreiðslum verði
lækkaðir úr 35,72 prósentum í 10
prósent og að frítekjumark vegna
aldraðra verði hækkað í 100 þús-
und krónur.
Samfylkingin vill ráðast í
stórátak í samgöngumálum og
meðal annars endurvekja strand-
siglingar. Afnám launaleyndar,
lækkun virðisaukaskatts á lyfjum,
mótun utanríkisstefnu í ljósi þjóð-
arhagsmuna og aðhald í rekstri ut-
anríkisþjónustu auknar er meðal
sem er að finna í drögunum
iiiigiii
vill jafnframt auka lagaheimildir
iðn»Aristáðstaia -
brotamönnum svo sem þeim sem
revna að lokka til sín börn með að-
uéu luyium.