blaðið - 13.04.2007, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2007
blaAiö
INNLENT
HEtLBRIGÐISRAÐHERRA
Nefnd um málefni aldraðra
Heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd til að end-
urskoða verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og
mögulega tilfærslu verkefna sem tengjast málefnum
aldraðra. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum
I ráðherra fyrir 1. desember.
OLVUNARAKSTUR
Á 109 á Nýbýlavegi
Stúlka var stöðvuð eftir að hafa ekið á 109 kíló-
metra hraða á klukkustund á Nýbýlavegi í Kópavogi,
en þar er 50 kílómetra hámarkshraði. í Ijós kom að
stúlkan var einnig undir áhrifum áfengis, og verður
hún líklega svipt ökuleyfinu og fær háa fjársekt.
Birgjar hækka
Gunnars Majones hækkar verð á vörum seinna í mánuðinum
um 7 prósent og Danól hækkar sumar af vörum sínum um
5,4 til 15,2 prósent um mánaðamót. Ástæðuna segja birgjar
erlendar verðhækkanir. Neytendasamtökin segja birgjana
með þessu taka ávinning af lækkun virðisaukaskatts til sín.
Guðni Ágústsson:
Verðum að
tvöfalda fylgið
„Þessar tölur segja mér að
við eigum alla möguleika á
að tvöfalda okkar stöðu. Árið
1995 var Jón Baldvin að mæl-
ast með Alþýðuflokkinn í
fjórum prósentum en hann
þrefaldaði þá tölu,“ segir Guðni
Ágústsson, varaformaður
Framsóknarflokksins.
Guðni telur Framsóknar-
flokkinn eiga mikið inni hjá
óákveðnum kjósendum og seg-
ist trúa því að kjósendur dæmi
hann af verkum hans. „Nú
erum við í bullandi uppgangi í
íslensku samfélagi og Framsókn-
arflokkurinn hefur verið ger-
andi í þjóðfélaginu. Islendingar
eiga fleiri tækifæri en fyrr og ég
sé enga ástæðu til annars en að
við eigum stóran hluta í þeim
37 prósentum sem taka ekki af-
stöðu. Þessi staða segir mér að
við verðum að gefa í og tvöfalda
þessi 9 prósent upp í 18.“
Guðni segir að verði þetta
niðustaðan sé ljóst að ríkis-
stjórn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks starfi ekki
áfram að loknum kosningum.
„Ríkisstjórnin heldur ekkert
velli ef við fáum ekki sæmilega
kosningu. Ef Sjálfstæðisflokk-
urinn fær rosakosningu og við
vonda útreið, þá er ríkisstjórnin
jafnt fallin. Hún lifir ekki nema
Framsóknarflokkurinn fái góða
kosningu."
m Um 43 prósent kvenna eru óákveðin:
Oákveðnum fjölgar
■ Frjálslyndir í sókn ■ Sjálfstæðisflokkur sterkur ■ Samfylking enn undir 20 prósentum
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson
og Ingibjörgu Sveinsdóttur
Óákveðnum kjósendum fjölgar um
rúmlega 5 prósent frá því í síðustu
skoðanakönnun Blaðsins á fylgi
stjórnmálaflokkanna. Þegar mán-
uður er í kosningar sögðust 36,7 pró-
sent kjósenda ekki hafa gert upp hug
sinn, en óákveðnir í síðustu könnun
voru 31,3 prósent. Samkvæmt könn-
uninni heldur ríkisstjórnin velli með
samanlagt 54 prósenta fylgi.
Margir þeirra óákveðnu svöruðu
því til að þeir hyggðust bíða eftir
framboðslistum og stefnuskrám
allra flokka áður en þeir gerðu upp
hug sinn. Athygli vekur að mun
fleiri konur en karlar hafa ekki tekið
ákvörðun. 42,7 prósent kvenna eru
óákveðnar á móti 30,8 prósentum
karla.
Fjöldi óákveðinna kvenna vekur
athygli Baldurs Þórhallssonar, pró-
fessors í stjórnmálafræði við Háskóla
íslands. „Én eins og sýnt hefur verið
fram á kjósa konur frekar til vinstri
en karlar og þess vegna má gera ráð
fyrir að þetta sé frekar fylgi Sam-
fylkingarinnar, Vinstri grænna og
íslandshreyfingarinnar.“
Líkt og í síðus tu könnunum stendur
Sjálfstæðisflokkurinn vel að vígi og
mælist hann með 45 prósenta fylgi og
bætir við sig rúmum tveimur prósent-
ustigum. Flokkurinn hefur löngum
höfðað meira til karla en kvenna og
er engin breyting þar á. 48,7 prósent
karla sögðust ætla að kjósa Sjálfstæð-
Fylgi stjórnmálaflokka
Alþingiskosningar ?nnR
Skoðanakönnun |HPk
Skoöanakönnun
Skoðanakönnun
Blaðsins 11. apríl .. ...
17,7%
9.4% ^ 7,4%
('» « O:
; 2,4%
Framsóknar- Frjálslyndi íslands-
flokkurinn flokkurinn hreyfingln
isflokkinn en 40,1 prósent kvenna.
Það er skoðun Baldurs að könnunin
sýni Sjálfstæðisflokkinn sterkari en
hann er í raun.
Frjálslyndi flokkurinn er hástökkv-
ari könnunarinnar og bætir við sig
tæpum þremur prósentum. Mælist
hann nú með jafnmikið fýlgi og Fram-
sóknarflokkurinn, 9 prósent.
Vinstri grænir tapa mestu fylgi frá
síðustu könnun í mars, eða rúmlega
átta prósentum. Þá mældist flokkur-
inn með 23,6 prósent en mælist nú
með 15,5 prósent. Samt sem áður eru
Vinstri grænir enn nokkuð langt yfir
kjörfylgi en hann hlaut 8,8 prósenta
fylgi í síðustu Alþingiskosningum.
Mun fleiri konur en karlar styðja VG.
20,9 prósent kvenna sögðust ætla að
kjósa flokkinn en 11,3 prósent karla.
Baldur segir það vekja mesta
45,4%
Samfylkingln Sjálfstæöis- Vinstri
flokkurinn grænir
athygh hversu mikið fylgi Vinstri
grænna dalar frá því í síðustu könnun
Blaðsins og svo hversu mikið staða
Frjálslynda flokksins styrkist. „Það
má gera ráð fyrir að það séu áherslur
Frjálslynda flokksins í innflytjenda-
málum sem eru að styrkja stöðu hans.
Fylgi þeirra fór upp á við þegar þeir
settu innflytjendamálin á oddinn á
haustdögum. Það hefur verið að dala
á undanförnum mánuðum en fer
aftur upp nú þegar áherslan er aftur
á innflytjendamálin."
Samfylkingin og Framsóknarflokk-
urinn standa nánast í stað frá síðustu
könnun. Samfylkingin fer úr 18,5
prósentum í 19 og Framsóknarflokk-
urinn mælist aftur með 9 prósenta
fylgi. Staða Samfylkingarinnar og
Framsóknarflokksins er ekki góð að
mati prófessorsins. „Það virðist sem
Vikmörk flokkanna
U Framsóknarflokkurinn +/-2,7
Frjálslyndir +/- 2,7
O Islandshreyfingin +/-1,5
^ Samfylkingin +/- 3,8
Sjálfstæðisflokkurinn +/- 4,8
^ Vinstri grænir +/- 3,5
Dæml um notkun vikmarka: Fylgi Sjálfstæöisflokks-
ins mældist 45% í könnuninni og eru vikmörk fyrir
flokkinn +/- 4,8. Má því samkvæmt þessu fullyrða
með 95% vissu að 40,2% til 49,8% þelrra sem eru
með kosningarétt kjósi Sjálfstæðisflokkinn.
þessir flokkar séu fastir í þessu fylgi
því aðrar kannanir hafa sýnt þá með
jafnhátt fylgi.“
Islandshreyfingin mælist með 2,4
prósenta fylgi. Útkomu Islandshreyf-
ingarinnar segir Baldur afskaplega
slaka miðað við hversu áberandi for-
ystumenn hennar hafi verið að und-
anförnu. „En hún á að vísu eftir að
birta lista,“ segir hann og bætir við að
staða tveggja stærstu flokkanna gæti
styrkst takist þeim vel upp á lands-
fundum sínum um helgina.
Skoðanakönnun Blaðsins er síma-
könnun sem gerð var miðvikudag-
inn 11. apríl. 800 einstaklingar með
kosningarétt svöruðu könnuninni og
er skipting jöfn eftir kyni og hlutfalls-
lega jöfn eftir kjördæmum. 91,4 pró-
sent svöruðu spurningunni „Hvaða
lista myndir þú kjósa ef gengið yrði
til alþingiskosninga nú?“, 54,7 pró-
sent tóku afstöðu, 36,7 prósent sögð-
ust óákveðin og 8,6 prósent sögðust
hlutlaus eða ætla skila auðu.
KARLAR
■ Sjálfstæðisflokkurinn 48,7%
■ Samfylkingin 17,6%
Vinstri grænir 11,3%
Frjálslyndi flokkurinn 10,1%
• Framsóknarflokkurinn 9,7%
■ íslandshreyfingin 2,5%
K0NUR
■ Sjálfstæðisflokkurinn 40,1%
■ Samfylkingin 20,9%
Vinstri grænir 20,9%
■ Framsóknarflokkurinn 8,2%
■ Frjálslyndi f lokkurinn 7,7%
■ Islandshreyfingin 2,2%
Söfnunarsjóður
lífeyrisréttinda
Arsfundur 2007
Ársfundur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda verður
haldinn að Skúlagötu 17, Reykjavík á 2. hæð,
26. apríl 2007 og hefst kl. 17.00.
Dagskrá fundarins er
1. Skýrsla stjórnar.
2. Gerð grein fyrir ársreikningi.
3. Tryggingafræðileg úttekt.
4. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt.
5. Nýjar samþykktir.
6. Önnur mál.
Allir sjóðfélagar, jafnt greiðandi sem lifeyrisþegar,
eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn.
Reykjavík 19.03.2007
Guðjón Arnar
Kristjánsson:
Á uppleið á
réttum tíma
Guðjón Arnar Kristjánsson,
formaður Frjálslynda flokks-
ins, segir að flokkurinn sé
að nálgast
markmið
sem hann
hafi sett
sér í Alþing-
iskosning-
unum í maí.
„Við erum
hress með
þetta. Við
erum á uppleið á réttum tíma
og virðumst vera það líka í
öðrum könnunum sem hafa
verið að birtast. Ég hef alltaf
sagst ætla með flokkinn upp
fyrir ío prósent í þessum
kosningum."
Miðað við niðurstöður
könnunarinnar er sá mögu-
leiki fyrir hendi að Sjálfstæð-
isflokkurinn og Frjálslyndi
flokkurinn myndi tveggja
flokka ríkisstjórn. Guðjón
segir það vera vonbrigði að
ríkisstjórnin sé ekki fallin en
QOi" -
_____,.trt lubioH —__
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir:
Vill tveggja
flokka stjórn
„Þetta eru ótrúlega fínar
tölur og við höfum fundið
mikinn meðvind á síðustu
dögum og
vikum. En
þegar upp
er staðið er
það 12. maí
sem telur.
Það eru
fjórar vikur
til kosninga
og það er
langur tími,“ segir Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins.
Þorgerður segir það ánægju-
efni að ríkisstjórnin haldi
velli og könnunin sýni að fólk
sé ánægt með störf hennar.
„Þetta er góð hvatning fyrir
okkur og það er alveg ljóst að
kjósendur eru að undirstrika
að þeir vilja tveggja flokka
stjórn. Það er bara hægt með
að tryggia öflugan Sjálfstæð-
isflokk. Fólk veit hvað það
fær þegar það kýs Sjálfstæðis-
:níl9,tíímgr,aYi9cgfpm ekkert að
,<3ffela okkar stefnu.“
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir:
Efast um
niðurstöður
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar,
er að vonum ekki ánægð
með nið-
urstöður
könnunar-
innar. Hún
segir að
enn séu
of margir
óákveðnir
til að hægt
sé að draga
ályktanir af niðurstöðunni.
„Ég ætla að leyfa mér að draga
þessar niðurstöður verulega í
efa. Ég hef enga trú á því að
ríkisstjórnin sé með 54 pró-
senta fylgi. Ég hef enga trú á
því. Ég held að skýringin á
þessu hljóti að liggja í þeim
óákveðnu. Ef þetta er rétt
sitjum við uppi með óbreytt
ástand. Það hef ég ekki trú á
að fólk vilji,“ segir Ingibjörg.
Samfylkingin hefur í
þremur undanförnum
könnunum Blaðsins mælst
með í kringum 20 prósenta
fylgi.