blaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2007
matur@bladid.net
íslenskir vínþættir
(slenska internetsjónvarpsstöðin Wave Tv mun brátt hefja göngu
sína og þar verða meðal annars sýndir vínþættir í umsjón Önnu
Brynju Baldursdóttur leikkonu. Þættirnir eiga að höfða til ungs fólk
sem hefur áhuga á víni en hefur ekki þorað að spyrja.
Skipulag
Til að koma skipulagi á fjárhaginn, eldamennskuna og ísskápinn
er tilvalið að versla einungis vikulega eftir fyrirfram ákveðnum
matseðlum. Bæði sparar það fé auk þess sem ekki þarf að velta
því fyrir sér daglega hvað skal vera í matinn.
Pægileg og
sívinsæl
Flestir kannast við hinar sí-
vinsælu wok-pönnur sem eru
ættaðar frá Kína en þær urðu
vinsælar á íslandi fyrir nokkrum
árum, sennilega um svipað leyti
og gaseldavélar. Það má segja
að notkun wok-pönnunnar sé
nokkurs konar trúarbrögð að því
leyti að þeir sem hafa notað þær
vilja helst ekki nota
neitt annað. Wok-
pannan á því
nokkurs konar
heiðursess í
flestum eld-
húsum. Helsti
kostur wok-
pönnunnar er
lögun hennar
en dýptin og
formið gera
hana að einu
best hannaða
og praktískasta
áhaldi sem fyrirfinnst í eldhúsinu.
Lögun pönnunnar gerir það að
verkum að lítið heitt svæði mynd-
ast á botninum þannig að mikill
hiti myndast með frekar litlu gasi.
Maturinn steikist
því fljótt en vel.
Ávalar hliðarnar
gera það mögu-
legt að velta
matnum um í
vökva án þess
að allt fari út
um allt. Auk
þess verður
eldamennskan
auðveldari því
ekki þarf að „elta“
matinn út um allt þar sem hann
fellur í miðjuna þegar pannan er
hreyfð. Það sem getur hins vegar
fælt væntanlega kaupendur frá er
ákveðið viðhald. Þegar pannan
er keypt þarf að hita hana upp
á ákveðinn hátt og eftir hverja
notkun þarf að bera olíu á hana
svo hún ryðgi ekki. í augum
margra er það þó lítið gjald miðað
við ótalmarga kosti wok-pönn-
unnar.
Hólmfriður Þorgeirsdóttir borðar fisk reglulega
Hrifin
Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verk-
efnastjóri næringar á Lýðheilsustöð,
segist borða fisk að minnsta kosti
tvisvar sinnum í viku enda mikil
hollusta í fiski. „Fiskur er góður prót-
íngjafi og í honum eru ýmis önnur
næringarefni, til dæmis selen og joð.
í feitum fiski er einnig D vítamín og
ómega 3 fitusýrur. Þetta eru efni sem
við fáum síður úr öðrum mat en sjáv-
arfangi. Ég reyni að elda fjölbreyti-
lega fiskrétti en eldamennskan mót-
ast mikið af því að það er ung stúlka
í heimili hjá mér og ég reyni að elda
þannig að henni líki. Þá er oftar að ég
steiki eða ofnbaka fiskinn. Fiskisúpa
er líka mjög vinsæl á mínu heimili.
Ég er mjög hrifin af góðri fiskisúpu
og mér finnst til dæmis gott að hafa
ljúffenga fiskisúpu ef ég er með mat-
arboð. Ég elda nokkrar tegundir af
fiskisúpu og breyti reglulega um.“
Elda nánast öll kvöld
Hólmfríður segist elda nánast öll
kvöld. „Núorðið er ég löt að fylgja
uppskriftum en geri það samt af
og til þegar ég vil breyta til. Það er
mjög mikilvægt að borða fjölbreytt
og hafa reglu á máltíðum. Það hefur
af fiskisúpu
alltaf skipt máli að borða hollt en við „Það hefur alltafskipt máli að borða hollt en við þurfum
KdðTtíoX*ir"ú“S kannskiaðhu9sameiraumhvaðviðiatumofaníokkur
dags,“ segir Hólmfríður og bætir við /71/ til dBQS.“
að hún sé alltaf með grænmetissalat,
soðið grænmeti eða grænmeti í ein-
hverri mynd með matnum. „Það er
mjög jákvætt að ávaxta- og grænmet-
isneysla hefur verið að aukast á und-
anförnum árum og það má glöggt sjá
í fæðuframboðstölum.“
Breytt matarmenning
Nýlega gaf Lýðheilsustöð út upp-
skriftabækling sem var dreíft á öll
heimili landsins og Hólmfríður seg-
ir að með honum sé reynt að sporna
við breyttri matarmenningu ungra
íslendinga en fiskneysla þeirra hef-
ur minnkað. „Við vitum að pitsa og
skyndibiti er orðinn þjóðarréttur
hjá ungu fólki í dag, frekar en fiskur.
Breytt matarmenning er því hluti af
skýringunni og það eru nýir réttir
sem hafa komið í staðinn fyrir fisk-
inn.“
Uppskriftin sem Hólmfríður læt-
ur fylgja með er einmitt úr þessum
bæklingi en það er ljúffeng sjávar-
réttasúpa.
Sjávarréttasúpa
Fyrir8
• 900 gr. fiskur (til dæmis humar, rækjur, ýsa,
lúða eða skötuselur, roð- og beinlaus)
• 2 lítrar vatn
• 2 lárviðarlauf
• 2 grænmetisteningar
• 3 laukar, saxaðir
• 2 paprikur, saxaðar
• 3 sellerístilkar, saxaðir
» 5 hvítlauksrif, söxuð
• 8 kartöflur, skornar í teninga
• 1 dóstómatar(411 g), brytjaðir
• 1 msk. þurrkuð basilíka
• 2-3 msk. sítrónu- og/eða límón
Sjóðið vatn, lárviðarlauf og teninga í stórum potti þar til teningarnir eru
uppleystir. Gott er að skipta út hluta af vatninu og nota mysu í staöinn.
Bætið grænmeti, kartöflum og lauk út í soðið og sjóðið í 10 mínútur eða
þar til kartöflurnar eru nánast soðnar. Ef vill má áður láta grænmeti krauma
saman í 2 msk. af matarolíu. Skerið fiskinn í hæfilega bita, látið út í súpuna
og sjóðið í 3-5 mínútur. Bætið að síðustu rækjum og/eða humri, basilíku
og sítrónusafa út í. Ef vill má bæta út í 1-2 dl af matreiðslurjóma til hátíða-
brigða. Berið fram með nýbökuðu brauði.
Fáar kaloríur
Góður kjúklingaréttur
Megrunarkúrar koma og fara
en þegar öllu er á botninn hvolft
þá þarf að borða færri kaloríur ef
ætlunin er að léttast. Með því að
borða fleiri kaloríur en brennt er
yfir daginn þá koma aukakílóin
en með því að borða færri kaloríur
er auðveldara að léttast. Galdur-
inn er að borða góða máltíð sem
eyðir hungrinu, hefur i sér gnægð
af næringarefnum og fullnægir
þörf einstaklings fyrir ljúffengan
mat. Hér má finna gómsæta upp-
skrift sem inniheldur færri en 500
kaloríur og er uppfull af næringar-
efnum. Síðast en ekki síst er þetta
ekki megrunaruppskrift heldur
ljúffeng uppskrift sem vinir og
'W kunnaað meta.
Hvítlaukskjúklingur
með ólífum
Fyrlr 3
Eldunarsprey (til dæmis Pam)
1,5 kg kjúklingabringur án
skinns, skornar í bita
1 bolli niðurskorinn laukur
2-3 hvítlauksrif, hökkuð
2 msk. ferskur límónusafi
1 msk. melassi (síróp)
2 tsk. Worcestershire-sósa
1 1/2 tsk. kúmín
1 tsk. þurrkað óreganó
1/2 tsk. salt
1/2 tsk. svartur pipar
1/2 bolli grískar ólífur, fjarlægið
ajairtBiaíilKgfié>nÍflVf I mnn iMinto
Forhitið ofn í 205°C. Úðið eldunar-
spreyi í stórt eldfast mót. Blandið
saman kjúklingabitunum, lauk, hvit-
lauk, límónusafa, melassa, sósu,
kúmín, óreganó, salti og pipar í
stóra skál og hrærið vel saman.
Setjið kjúklinginn í mótið og hellið
marineringunni yfir, ef einhver er
eftir i skálinni. Setjið ólífur út á og
í kringum kjúklinginn á pönnunni.
Steikið í 30-35 mínútur eða þar til
ingurinn er steiktur í gegn. t*