blaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2007 blaðið i \ ^ \ i. V Eiríkur Jónsson yfirlæknir Tíðni krabbameinsfblöðru- hálskirtli hefur mafgfaldast hér á landi á undanförnum áratugum en sérfræðingar eru ekki á eitt sáfíTr um orsakir sjúkdómsins. Nýgengi krabbameina í blöðruhálskirtli með mesta móti Tíðnin fimmfaldast á hálfri öld IMÉp m 40 manns deyja úr krabbameini í blöðruhálskirtli á íslandi á ári hverju og er sjúkdómurinn næstalgengasta dán- arorsök af völdum krabbameina hér á landi á eftir lungnakrabbameini. Þeir sem grein- ast eru þó mun fleiri eða um 190 á ári. Tíðni (nýgengi) sjúkdómsins hefur fimmfaldast á Islandi á síðustu 50 árum og skýrist um þriðjungur allra krabbameina í körlum af þessu eina meini. Island er meðal þeirra landa sem hafa hæst nýgengi blöðruhálskirt- ilskrabbameina í heiminum. Samtök um krabbameinsrannsóknir á íslandi standa í dag fyrir málþingi um blöðru- hálskirtilskrabbamein í stofu 132 í Öskju (náttúrufræðahúsi Háskóla Is- lands). Málþingið stendur frá kl. 16-18 og eru öllum heimill aðgangur. Meðal fyrirlesara verður Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á Landspítala Há- skólasjúkrahúsi, ogmun hann einkum beina sjónum sínum að því vali sem menn standa frammi fyrir þegar þeir hafa greinst með staðbundið krabba- mein í blöðruhálskirtli. Standa frammi fyrir vali „Ef menn greinast með þennan sjúkdóm bundinn við blöðruhálskirt- ilinn standa menn frammi fyrir vali um hvað þeir eigi að gera í stöðunni. Það getur spannað allt frá því að menn bíði átekta og fylgist með við- komandi sjúklingi með skoðunum og blóðprufum en aðhafist ekkert frekar nema meinið ætli að vaxa áfram, upp í að gera geislameðferð eða fjarlægja kirtilinn með skurðaðgerð." Að sögn Eiríks getur sjúkdómurinn verið misalvarlegur og sem betur fer er hann í flestum tilfellum hægfara. „Efmenn erukomnirvið aldurþegar hann greinist á byrjunarreit er ólik- legt að það verði nokkuð úr honum. Það getur tekið hann ár eða áratugi að breyta eðli sínu eða halda áfram að vaxa,“ segir Eiríkur og bendir á að erfitt sé að spá fyrir um hvernig sjúk- dómurinn muni þróast í hverjum og einum. „Maður hefur aðferð til að meta hvað er líklegt að gerist en maður getur ekki algerlega spáð fyrir um það og þess vegna kemur efinn inn í þetta. Maður myndi vilja meðhöndla þá snemma sem eru líklegir til að lenda í vandræðum út af þessum sjúkdómi eða deyja úr honum. Að sama skapi myndi maður vilja hlífa mönnum við óþarfa meðferð, það er að segja ef þeir eru með sjúkdóm sem er ekki líklegur til að vaxa. Meðferðin getur haft ýmis áhrif á lífsgæði manna, til dæmis kyngetu og þvagstjórnun því að hann situr á mjög hernaðarlega mikilvægu svæði. Það blandast því inn í þetta miklar vangaveltur um lífsgæði og lífslengd." Andleg raun fyrir sjúklinga Þeir sem greinast með staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli eru undir reglulegu eftirliti til að hægt sé að fylgjast með þróun sjúkdómsins og grípa til aðgerða ef nauðsyn ber til. Að sögn Eiríks kemur það mörgum spánskt fyrir sjónir þegar þeim er til- kynnt að þeir séu með sjúkdóminn en um leið mælt með því að aðeins verði fylgst með honum. „Það kemur mönnum spánskt fyrir sjónir á svipaðan hátt og ef maður segði við konu að hún væri bara pínu- lítið ófrísk og þyrfti að hafa áhyggjur af því. Annaðhvort er hún ófrísk eða ekki. Það er þetta sem er oft erfitt að útskýra fyrir mönnum því að menn líta svo á að krabbamein sé bara eitt fyrirbæri en innan hvers krabba- meins eru kannski ólíkir sjúkdómar þó að maður kalli þá alla sama nafni. Það getur verið flókið að setja sig inn í þennan þankagang. Menn fara kannski í skoðun og eru greindir og þá taka við heilmiklar vangaveltur „Maður myndi vilja með- höndla þú snemma sem eru líklegir til að lenda í vandræðum út ofþessum sjúkdómi eða deyja úr honum. Að sama skapi myndi maður vilja hlífa mönnum við óþarfa með- ferð, það er að segja efþeir eru með sjúkdóm sem er ekki líklegur til að vaxa. Meðferðin getur haft ýmis áhrifá lífsgæði manna, til dæmis kyngetu og þvag- stjórnun því að hann situr á mjög hernaðarlega mikil- vægu svæði." um hvað sé best að gera í stöðunni," segir Eiríkur og tekur undir að það geti reynt talsvert á fólk andlega. „Það gerir það sérstaklega i upphafi á meðan að menn eru að átta sig á stöðunni. Þeir bera sig kannski saman við það versta sem þeir hafa heyrt um þennan sjúkdóm. Ef nágranni eða ætt- ingi hefur látist af þessum sjúkdómi þá tengja menn ósjálfrátt sjúkdóminn við það og halda að þeir séu á hinum versta vegi. Þeir heyra síður af hinum,“ segir Eiríkur og bendir jafnframt á að sjúklingur og læknir þurfi í raun að komast sameiginlega að ákvörðun um hvað gera skuli í stöðunni. „Það er óvenjulegt því að auðvitað á læknirinn sem gefur sig út fyrir að vera sérfræðingur að segja hvað skuli gera. Því er ekki alveg svo farið í þessu tilfelli. Maður er að eiga við sjúkdóm sem getur í eðli sínu verið mjög rólegur og hægfara og þarf kannski ekki með- höndlunar og meðhöndlun getur haft heilmikil áhrif á lífsgæði sem menn myndu vilja halda í,“ segir Eiríkur og bendir á að þessu sé öðruvísi farið með ýmsa aðra sjúkdóma „Ef menn greinast til dæmis með æxli eða krabbamein í nýranu þá er ekki um neitt val að ræða. Ef það er staðbundið krabbamein í nýranu þá tekur maður það bara. Sem betur fer þarf maður í flestum tilvikum ekki að standa í þessum miklu vangaveltum en þarna er maður með öðruvísi sjúk- dóm sem er á mjög hernaðarlega mik- ilvægu svæði. Menn eru því hugsi yfir hvað meðferð geti haft í för með sér og eins þennan möguleika að meinið láti það lítið yfir sér að það er kannski óhætt að bíða átekta og það er hópur manna sem kýs það annaðhvort vegna annarra heilsufarsvandamála, aldurs eða vegna lífsgæðaspurninganna.“ Hægt er að meðhöndla krabbamein í blöðruhálskirtli þegar það er á upphafs- reit annars vegar með geislameðferð (utan frá eða innan) og hins vegar með skurðaðgerð ákirtlinum. Fjallað verður um meðferðarleiðir á málþinginu í dag og meðal annars mun Sigurður Guð- jónsson þvagfæraskurðlæknir ræða aðgerðir á blöðruhálskirtli með hjálp vélmennis sem er eins konar framleng- ing á fingrum skurðlæknisins. „Vélmennið gerir ekki aðgerðina heldur er þetta bara tæki fyrir skurð- lækninn til að geta unnið af meiri ná- kvæmni á þessu viðkvæma svæði sem þarna er,“ segir Eiríkur. Algengara í iðnvæddum löndum Tíðni krabbameins í blöðruháls- kirtli hefur fimmfaldast hér á landi á undanförnum 50 árum. Orsakir þessarar aukningar eru ekki kunnar en talið er að þær kunni að tengjast breyttum lífsháttum (til dæmis mata- ræði) og aukinni greiningarvirkni. „Við teljum að þessi greiningarvirkni hafi mikil áhrif á þessa aukningu frekar en að við séum að horfa á einhvern far- aldur í samfélaginu. Ef við skoðum menn sem eru komnir yfir fimmtugt getum við fundið þessar krabbameins- breytingar hjá æði mörgum en þær koma kannski aldrei fram. Eftir því sem greiningaraðferðir hafa þróast með árunum og eftir því sem þær eru meira notaðar finnum við fleiri tilfelli. Greiningarvirknin í hinu vestræna samfélagi sem maður tengir væntan- lega við betri heilbrigðisþjónustu og betri aðgang að sérfræðiþjónustu leiðir líka til fleiri greindra tilfella," segir Eiríkur. 1 iðnvæddum löndum er blöðruháls- kirtilskrabbamein algengasta krabba- mein hjá körlum en í þróunarlöndum er það sjötta algengasta krabbameinið. Bent hefur verið á að þennan mismun megi ekki aðeins skýra með ólíkum lífsháttum og erfðafræði heldur einnig af því að aðgengi að læknisþjón- ustu og greiningu er mjög ólíkt milli landa. Þá kann mataræði einnig að hafa sitt að segja. „I hinum vestræna heimi hefur það sennilega áhrif á þróun þessa sjúkdóms hvað við erum að láta ofan í okkur, að við séum að borða meira af fituríkari og kaloríumeiri mat en minna kannski af grænmeti og ávöxtum sem hafa hugsanlega vernd- andi áhrif gegn myndun þessa meins,“ segir Eiríkur og leggur áherslu á orðið hugsanlega enda séu skoðanir skiptar meðal sérfræðinga. Sérfræðinga greinir á „Þegar um er að ræða sjúkdóm sem getur verið svona mikið ólíkindatól spretta upp teoríur og skólar um hvernig best sé að standa að málum og menn líta gjarnan á að sinn skóli sé sá eini rétti. Ef þú átt bara hamar þá er allur heimurinn eins og nagli. Það er mikilvægt að líta á staðreyndir málsins og að þetta fari ekki út í einhvers konar trúarbragðavísindi," segir hann. Að sögn Eiríks er þessi ágreiningur sérfræðinga ein ástæða þess að ekki er boðið upp á hópleit (skimun) að sjúk- dómnum meðal karlmanna. „Menn eru ekki sammála um hvernig eigi að meðhöndla þá sem greinast þannig að þar til að menn hafa meiri upplýsingar eða geta betur spáð um hverjum maður getur hlíft við meðferð og hverja eigi að meðhöndla snemma er ekki talið réttlætanlegt að vera að leggja til hópleit að þessum sjúkdómi eins og gert er með brjóstakrabbamein eða legkrabbamein," segir hann. Að sama skapi getur verið erfitt að benda á leiðir til forvarna gegn sjúk- dómnum. „Menn geta kannski helst breytt mataræði sínu en eins og ég segi þá er mikið um teóríur í þessu og ekki klárar leiðir sem þú getur farið til að koma í veg fyrir þetta og engin bein tengsl eins og á milli reykinga og lungnakrabbameins," segir Eiríkur Jónsson að lokum. einar.jonsson@bladid.net Ertu orkulaus? - kíktu inn á metasys.is K metasys.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.