blaðið - 13.04.2007, Page 28
FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2007
Grænn, vænn
og töff
Nýjasti hugmyndabíllinn trá Hyundai,
QarmaQ, er byggöur úr sérþróuðum og
■unnum plastefnum sem leysa af hólmi
hefðbundin efni eins og stál, ál og gler.
Bíllinn verður fyrir vikið umhverfisvænni
og öruggari. Ekki skemmir fyrir að hann
er hrikalega flottur.
• 2 litra disilvél bílsíns uppfyllir Euro 5 staöal
• Framendi bílsins er úr teygjanlegu plasti sem
minnkar áverka þeirra sem verða fyrir bílnum
• QarmaQ er að mestu leyti endurvinnanlegur
Gumball boðið
til Albaníu
Öfugt við flest önnur lönd hefur Albanía
gert Gumball 3000 rallinu sérlegt
heimboð. Það voru Sameinuðu þjóðirnar
sem höfðu milligöngu um boðið til að
vekja athygli á landinu og styrkja stöðu
þess innan Evrópu. Víða annars staðar
vilja menn frekar losna við heimsóknir
keppenda.
• Rallið í ár er það níunda í röðinni • Keyrt verður
frá London til Istanbul og aftur til baka • Kepp-
endur eru ríka og fræga fólkið og tilgangurinn er
fyrst og fremst að skemmta sér • Þátttökugjaldið
er um 1,3 milljónir króna • Rallið heitir í höfuðið á
kappakstri frá 1970 • Þá var tyggjókúluvél I verð-
laun • f fyrra voru (slendingar meðal keppenda.
Á því herrans ári 1976 hófst fram-
leiðsla Golf GTI sportbílsins. Nú er
komin út sérstök afmælisútgáfa, Ed-
ition 30, sem er betur búin og kraft-
meiri en grunngerðin. Því hvað gefur
maður sportbíl í þrítugsafmælisgjöf
annað en þrjátíu hestöfl í viðbót?
Við jafnaldrarnir fórum út að keyra
og langaði hvorugan heim aftur.
Að utan
Við fyrstu sýn er bíllinn bara venju-
legur Golf, það sem unglingsstelpur
myndu kannski kalla „lítill og sæt-
ur“. GTI týpan er þó til dæmis með
stærra grill, umlukið rauðri línu, og
Edition 30 útgáfan bætir um betur
með 18” felgum í stað 17”, samlitu
vindskeiðasetti og topplúgu, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Ennþá svolítið sætur, en líka töff.
Að innan
Afmælisútgáfan skartar sportsæt-
um sem ldædd eru blöndu af leðri
og sígildu GTI áklæði. Sætin eru
ágætlega þægileg og halda vel við í
beygjum. Farþegar sem eru yfir 70 kg
kvörtuðu þó yfir að þau væru of mjó.
Annars er innréttingin þokkaleg.
Ég kunni mjög vel við stýrishjólið og
skíðagatið í aftursætinu, en ekki eins
vel við handvirka miðstöð (fyrir fjór-
ar milljónir?) og skort á geymsluhólf-
um. iPod tengi milli framsætanna er
samt alltaf kostur.
Golf hefur stækkað töluvert á síð-
ustu árum og rúmar nú fjóra mjög
vel og fimm sæmilega. Samt er viðun-
andi farangursrými í honum.
Akstur
Það er eiginlega bara hægt að lýsa
þessu á einn veg: 230 hestöfl + 300
Nm + tveggja kúplinga, sex þrepa
DSG sjálfskipting með flipastýringu
= óendanlega mikið fjör.
Bíllinn er eldsnöggur á snúning,
svarar mjög vel og skipting er, af því
að mig skortir betri orð, algjör snilld.
Tvær kúplingar gera það að verkum
að næsti gír er alltaf tiltækur og að-
eins tekur brot úr sekúndu að skipta.
Fjöðrunin hæfir bílnum, mátulega
stíf sportfjöðrun, og hann liggur
mjög vel á vegi. Helst að stýrið mætti
þyngjast meira á þjóðvegahraða.
Einn stærsti kosturinn við bílinn
er að þrátt fyrir að afl og hröðun sé
eins mikið og raun ber vitni er hann
það auðveldur í akstri að maður verð-
ur aldrei hræddur við aflið. Það þýð-
ir auðvitað að skynsemin verður að
vera með í för svo ekki fari illa.
Ég stóð mig aftur og aftur að því að
bremsa bílinn niður, bara til að finna
hröðunina upp í, hemm, 90 aftur en
þess á milli er hann fínn á rúntinn,
norður í land eða bara út í búð.
Búnaður og öryggi
Fyrir utan sex árekstrarpúða, stöð-
ugleikakerfi og ABS-bremsur er bíll-
inn hannaður með styrktarbitum í
Verö í hærra lagi, hand
Stýrð miöstöð, sport- E|„ar El, Magnússon
Sætl prong yfir buk einareli@bladid.net
Reynsluakstur ★★★★★
• 2,0 lítra, 4 strokka FSI vél meðforþjöppu • 230
hestöfl • 300 Nm • 6 þrepa DSG sjálfskipting með
flipastýringu • 6,6 sek. í hundrað • Eyðsla í blönd-
uðum akstri: 7,91/100 km • 6 árekstrarpúðar • ESP,
ABS, TCS, EDL • Verð: 4.090.000 • Umboð: Hekla
hurðum, aflögunarsvæði að framan
og affan, forstrekkjara á öryggisbelti
og ISOFIX barnastólafestingar.
Hljómtækin eru þokkaleg, tengd
við tíu hátalara, og loftkæling, akst-
urstölva og skriðstillir gera aksturinn
þægilegri og áhyggjulausari.
Niðurstaða
Golf GTI Edition 30 er alveg emj-
andi skemmtilegur bíll. Tryllitæki
með sakleysislegt yfirbragð, svolítið
eins og litla, sæta stelpan sem lamdi
þig í klessu í tíu ára bekk.
Það er hins vegar spurning hvort
4.090.000 krónur séu mikið eða lítið
fyrir bíl sem þennan. Þú getur fengið
stærri, kraftmeiri bíl með vel bjóðan-
lega aksturseiginleika fyrir minna.
Það sem skiptir samt líka máli er
að í þessu tilfelli gengur jafnan upp.
Bíllinn passar sem sagt mjög vel við
sjálfan sig, svo við notum nú torskilj-
anleg hugtök. Og hver vill ekki eiga 30
ára afmælisútgáfu af jafn skemmtileg-
um bíl og þessum?
Ég var að minnsta kosti ekki ánægð-
ur með að þurfa að skila honum eftir
reynsluaksturinn.
tll kbrni'
imíði
FfJALLABÍI
Stál og stansar ehf.
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Simi; 51,7 5000.
í Elliðaárdalnum rís nú 1050
fermetra húsnæði á vegum Forn-
bílaklúbbs íslands. „Við erum að
byggja félagsheimili og fornbíla-
safn,“ segir Sævar Pétursson,
formaður klúbbsins.
Húsið hefur verið mörg ár í undir-
búningi og það hefur gengið erfið-
lega að fá lóð fyrir það. Við áttum
að fá lóð við Húsdýragarðinn eftir
að við seldum félagsheimilið f Veg-
múla, en það gekk ekki og endaði
á því að við fengum lóð við hliðina
á Orkuveitunni í Elliðaárdalnum
og erum bara mjög sátt við þessa
staðsetningu.“
Fyrsta skóflustungan að húsinu var
Endanlegt útlit Svona mun húsnæö-
ið lita út þegar það er fullklárað.
tekin í desember 2005. Það verður
fullgert á næsta ári ef allt gengut
eftir.
„Annars verður klúbburinn þrjátíu
ára núna í maí og þá verða ýmsar
Uþpákomur, meðal annars sýning
í nýju húsnæði hjá Ræsi,“ segir
Sævar að lokum.
Til heiðurs Earl?
Orðrómur er á kreiki um að innan GM sé
áhugi á að reisa El Camino, blendinginn
af bíl og pallbíl sem sést til dæmis í
þáttunum My name is Earl, frá dauðum.
Meðfylgjandi teikning sýnir líklegt útlit
bílsins sem yrði að öllum líkindum fram-
leiddur í Ástraliu._
• Með hækkuðu eldsneytisveröi eru litlir pallbilar
fýsilegur kostur fyrir fjölda fóiks • Nýr El Camino
gæti verið byggður á sömu grunnplötu og Holden
Zeta • Zeta fæst með V6 og V8 vélum • Su kraft-
mesta er 350 hestöfl
Bílasýning
í stóra ephnu
Á sunnudag lýkur hinni árlegu bílasýn-
ingu í New York sem að þessu sinni hefur
staðið frá 6. apríl. Hér að neðan er lítið
sýnishorn þeirra þíla og hugmyndabila
sem til sýnis voru, en hægt er að jgg;
skoða meira á autoshowny.com
A hraðferð:
Eftir brottför hersins hefur verið sam-
þykkt að nota hluta af aðstöðu hans
undir akstursíþróttir. (sumar verður því
driftað óspart á Miðnesheiði, auk þess
sem mótorhjólamenn og aðrir fá eitthvað
fyrir sinn snúð.
Fjallaförum er bent á að stór hluti
hálendisvega er lokaður um þessar
mundir vegna aurbleytu. Ólöglegt er að
ferðast um lokaða vegi, ólíkt þeim sem
aðeins eru flokkaðir ófærir.
Sæti Nafn Lið Stig (síðast)
1 Fernando Alonso McLaren 18 (10)
2 Kimi Raikkönen Ferrari 16 (6)
3 Lewis Hamilton McLaren 14 (8)
4 Nick Heidfeld BMW 10 (5)
' <3>