blaðið - 13.04.2007, Síða 29
blaðið
FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2007 29
íþróttir
ithrottir@bladid.net
MILLJARÐAR er talan sem Real Madrid er reiðubúið að leggja
fram fyrir þjónustu Ronaldos hjá Wlanchester United. Hann yrði þá
langdýrasti fótboltamaður heims og kemst á lista með Alan Shear-
er, Denilson, Ronaldo, Christian Vieri, Figo og Gianluca Lentini, sem
fór frá Torino til AC Milan árið 1992 fyrir heilar 13 milljónir punda.
2
ÁR eru síðan AC Milan mætti Manchester United í
Meistaradeildinni. Þá slógu ítalirnir englendingana út
úr keppninni og þóttu spila betur. Milan er eina liðið
sem eftir er í keppninni sem ekki er enskt, hin þrjú eru
Liverpool, Chelsea og auðvitað Manchester United.
Landsmótið hafið
Landsmótið á skíðum hófst í
gær með sprettgöngu karla og
kvenna. Mesta eftirvæntingin
er þó í stórsviginu þar sem þau
Björgvin Björgvinsson frá Dal-
vik og Dagný Linda Kristjáns-
dóttir frá Akureyri, þykja hvað
sigurstranglegust.
Hiti i úrslit
Miami Heat hefur tryggt sér
sigur í suðausturriðli Austur-
deildar með sigri á Washington
í fyrrinótt. Það á einnig víst 4.
sætið í Austurdeildinni en þar
hafa Detroit Pistons tryggt sér
efsta sætið og þar með heima-
leikjaréttinri í úrslitakeppninni.
Guðmundur góði
Guðmundur Stephensen
borðtennismaður fagnaði sigri
í sænsku deildinni með liði sínu
Eslövs í fyrradag. Þetta erfyrsti
meistarasigur Guðmundar ytra
en þriðji sigur liðsins í röð á mót-
inu. Guðmundur vann alla leiki
sína nokkuð örugglega.
Kviklyndi, ósætti og dómsdagsspár daglegt brauð hjá Eiði og félögum
Brestur Barca?
Dúllulegar æfingar ekki að skila neinu ■ Nýtt lið á næstu leiktíð
RONALDINHO
Hið sérstæða og smitandi bros
þessa besta knattspyrnumanns
heims nær ekki til augna lengur.
Orðaskipti hafa orðið milli hans
og hans besta vlnar I liðinu, Samu-
el Eto'o oftar en einu sinni undan-
farið og djammlífið í Katalóníu er
einsleitt þegar til lengdar lætur.
Að hann skyldi senda bróður sinn
til Italíu „til að kanna málin" hjá
AC Milan segir allt sem segja þarf.
RAFAEL MARQUEZ
Mexíkaninn hefur verið
gagnrýndur nokkuð reglulega
í vetur enda furðuoft úti á
þekju miðað við þaulvanan
varnarmann. Góður er hann
en það nesti dugar oft ekki til
hjá mikilmennskusinnuðum
forráðamönnum liðsins. Fær
líklega ekki jafn stórt hlutverk
verði hann áfram á næsta ári.
OLEGUER
Mjög vaxandi leikmaður og góður
í vörn sem á miðju en glímir við
það sama og aðrir leikmenn liðsins
sem ekki falla undir stórstjörnu-
stimpilinn að þolinmæði ertakmörk-
uð á þessum bænum. Hefur spilað
jafn marga leiki og Eiður Smári.
Elskar liðið og borgina en vill frekar
spila en vera spilaður með og hvíla
afturendann á bekknum.
LILIAN THURAM
Fer næsta örugglega að leiktíð
loklnni. 34 ára gamall og vill enda
ferilinn heima í Frakklandi en ekki
í varaliði Barca. Aðeins komið við
sögu í 14 leikjum í vetur þrátt fyrir
miklar væntingar fyrir leiktíðina og
hefur ekki lengur þá snerpu sem
krafist er í fremstu víglínu.
VICTOR VALDÉS
Markvörðurinn ungi
er algjört spurningar-
merki. Efasemdir hafa
reglulega verið uppi
um framtíð hans enda
ótrúlega mistækur á
stundum. Það er reyndar
atvinnuvandamál hjá
spænskum markvörðum
og hann hefur komist
upp með margt hingað
til. Engar fregnir hafa bor- j
ist að verið sé að leita
að öðrum þó og mun
hann að líkinundum vera
áfram milli stanganna.
«2
1
unice
LIO MESSI
Messi er þegar orðin
stórstjarna nítján ára
að aldri og fer hvergi
enda liggur vegur hans
og getaennvel upp
á við. Hann er líka
merkllegt nokk rólegur
og yfirvegaður einstak-
lingur sem er meira
fyrir sígildar bækur en
drykkjuleiki á börum.
Hann erfyrirmyndinað
engilsaxneska laginu
„Framtíðin er svo björt
að sólgleraugu eru
nauðsyn".
LUDOVIC GUILY
Fyrsta boð. Annað boð. Sleg-
inn. Guily er einn þeirra sem
ekki verða áfram í herbúðun-
um næsta vetur. Itrekað verið
nefndur í sambandi við önnur
félög og verður varadekk ef for-
ráðamönnum liðsins er alvara
með kaup, þó ekki sé á nema
með einum eðatveimur, þeirra
vængmanna sem nefndir hafa
verlö tll sögunnar. Ronaldo,
Robben, Kaká, Sneijder....
ANDRÉSINIESTA
Fer ekkert. Hefur hæfileika
til að verða betri en Xavi og
það veit Frank Rijkaard. 22
ára fjölhæfur reynslubolti
sem getur leikið nánast
hvaða stöðu sem er með
góðu móti. Hefur leikið nán-
ast alla leiki liðslns í vetur og
skorað i þeim fjögur mörk.
Ýmislegt má einnig reikna
út frá tölfræði en í leikjum er
þrefalt oftar brotið á honum
en hann brýtur af sér.
XAVI
Bona fide miðvörður og
ómissandi fyrlr Barcel-
ona og spænska landslið-
ið. Á frábærum aldri og er
enn að bæta leikskilning
sinn og yfirsýn. Verður
máttarstólpi liðslns
frameftir aldri elns og
goðsögnin og fyrirmynd
hans Josip Guardiola
var áður fyrir liðið. Hefur
aukið hróður sinn sem
sókndjarfur miðjumaður í
vetur en þótti á stundum
hanga fullmikið til baka.
DECO
Brasilíski Portúgalinn
hefur lýst yfir vilja til að
fara annað og þá helst til
Bretlands. Á enn mikið
inni enda aðeins 29 ára
en f vetur hefur ekkert
farlð fyrir þeirri leikgleði
hans sem var áberandi
á síðustu leiktíð og var
lykilatriði í stórkostlegu
tímabili liðsins. I sóknar-
kerfi Rijkaards er bráð-
nauðsynlegt að hafa einn
Deco eða svo og hann fer
væntanlega ekki nema
Barca fái annan frábæran
í staðinn.
CARLES PUYOL
Tryggur og fantagóður
varnarmaður með
langan samning við
sitt uppáhaldslið
frá bernsku. Puyol
mun klæðast sömu
peysu næsta vetur og
þarnæsta og veturinn
eftir það. Nema að því
einú gefnu að geta
hans fari hríðhrakandi.
Sem er ólíklegt enda
ekki til baráttuglaðari
vinnuhesturáöllum
Iberíuskaganum.
T
Skeytin i”n
Beinar útsendinqar
18.45 Sýn
Knattspyrna
WBA - Sheffield United
00.00 NASN
Hatnabolti
Chicago - Cléveiand
ins
:ður
IvífariNeandar-
dalsmannsins
, og markvörður
Bayern Munc-
hen, Oliver
Kahn, drullaði
duglega yfir félaga sína eftir tapið
gegn AC Milan á miðvikudaginn.
Hann sagði i íjölmiðlum að þeir
yrðu að bæta sig og hann hefði
frekar viljað tapa fyrri leiknumi-2
því þá hefði baráttuandinn og rétta
hugarfarið kannski skilað sér í
seinni leiknum.„Við getum aðeins
unnið svona gott lið ef allir spila
á ioo% getu. Það gerðum við hins
vegar ekki,“ sagði Kahn vonsvikinn.
Flökkukindin
Hernan Crespo
er á leið aftur
til Englands ef
marka má orð
Jose Mourinho.
Hannsagðivið
enska fjölmiðla að
kraftar Crespo væru
vel þegnir á næstu
leiktíð þar sem þeir
Didier Drogba og
Salomon Kalou
yrðu íjarri góðu
gamni vegna
þáttöku þeirra
á Afrfkumóti
landsliða. Crespo
hefur opinberlega viðurkennt
andstyggð sína á Englandi en
virðist þó ávallt geta potað inn
mörkum óháð búsetu.
*
Islenski álfakollurinn —
Eiður Smári Guð-
johnscn segist
ekki hafa neitt í
höndunum um
meint tilboð
Manchester
United sem
hann segist
aðeins lesa
umíblöðun-
um.„Framtfð min hefur ekkert
breyst því þeir hjá Barcelona hafa
ekki rætt við mig um þetta.“ Áhugi
Fergusons á framheijanum er vel
þekktur og þykir Eiður vel til þess
fallinn að fylla framheijaskarðið
sem Henrik Larsson skildi eft ir sig.
Louis Saha er þekktur meiðslapési
og Alan Smith hefur aldrei náð
að festa sig í sessi liðsins sem gefúr
Eiði ágætis möguleika á byrjunar-
liðssæti hjá Rauðu djöflunum.
Svíinn knái Sven Gör-
an Erikson er nú
orðaðurviðNewc-
astle. GlennRoeder
hefur gengið upp
og niður með
liðið og þykir
því auðrekinn
úrstarfi.Hins
vegarhefur
Freddy Shepard, stjórnarformaður
liðsins, neitað öllu sögusögnum.
„Hvað, er 1. apríl enn þá? AUt slíkt tal
um að við séum að skipta út stjóra
er rugl og þvættingur,“ segir She-
pard. Newcastle situr sem stendur
í ío. sæti deildarinnar með 41 stig.
Sumargjöf
Stærð 29-35 • Verð 4995
‘VaúniB
'S ./
Skóvérslún Kringlunni 8 -12 - S: 553 2888
................................ '' ' .......'.... .