blaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 blaöiö UTAN ÚR HEIMI SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR , Vj) Friðargæsluliðar til Súdans Lam Akol, utanríkisráöherra Súdans, hefur sagt að Sú- dansstjórn hafi náð samkomulagi við Afríkusambandið og Sameinuðu þjóðirnar um að þrjú þúsund friðargæslu- liðum á vegum Sameinuðu þjóðanna verði leyft að starfa (hinu róstusama Darfúr-héraði í Súdan. Óljóst um afdrif Johnston Talsmaður BBC segir að ekki hafi fengist staðfest sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar hóps herskárra Palestínumanna að þeir hafi drepið breska frétta- manninn Alan Johnston. Fréttamanninum var rænt á heimili sínu þann 12. mars síðastliðinn. mmsm Staða Wolfowitz enn óljós Framtíð Wolfowitz, forseta Alþjóðabankans, er enn óljós þrátt fyrir yfirlýsingu hans um að hann hyggst sitja áfram í embætti. Stjórn bankans á eftir að taka ákvörðun um framtíð Wolfowitz eftir að hann veitti ást- konu sinni innan bankans stöðu- og launahækkun. íslandshreyfingin: Línur aö skýrast Ómar Ragnarsson og Margr- ét Sverrisdóttir munu leiða lista fslandshreyfingarinnar í Reykjavík fyrir alþingiskosn- ingarnar í næsta mánuði. Verið er að leggja lokahönd á lista hreyfingarinnar í öðrum kjör- dæmum og verða þeir tilbúnir í síðasta lagi á fimmtudag. Ómar leiðir framboðslist- ann í Reykjavík suður ásamt Ósk Vilhjálmsdóttur, Sigríði Þorgeirsdóttur, Elviru Méndez Pinedo og Snorra Sigurjónssyni. Margrét er efst í Reykjavík norður ásamt Ólafi Hannibals- syni, Sigurlín Margréti Sigurðar- dóttur, Guðrúnu Ásmundsdóttur og Ragnari Kjartanssyni. Þau tvö síðastnefndu eru mæðg- in, en slíkt er afar fátítt á framboðslistum hérlendis. Sviptingar í ríkisstjórn íraks: Ráðherrar al-Sadr hættir ■ Forsætisráðherra hunsar vilja þjóðarinnar ■ Sex ráðherrar hætta Eftir Atla isleifsson atlii@bladid.net Sex ráðherrar f ríkisstjórn fraks, sem allir tengjast múslfmaíderknum Moqt- ada al-Sadr, sögðu af sér embætti í gær. Liðsmenn al-Sadr hafa sakað Nuri al-Maliki, forsætisráðherra fraks, um að hunsa vilja þjóðarinnar og hafa lengi þrýst á að sett verði t í m a - áætlun f y r i r b r o 11 - flutning erlendra hermanna land- ur Moqtada al-Sadr Nýtur mikils stuðn ings meðal fátækra sjítamúslíma. inu. Forsætisráðherrann hefur hafnað öllum tillögum f þá veru og sagt að slíkur brottflutningur verði að mið- ast við hvernig ástandið sé í landinu. Fréttaskýrendur segja ákvörðun al- Sadr veikja ríkisstjórn al-Maliki, en að hún sé líkleg til að halda velli. Nasser Rubaie, einn þingmanna stjórnmálahreyfingar al-Sadr, | tilkynnti um afsagnir ráð- fe, herranna á fréttamanna- fundi í Bagdad, höfuðborg íraks, í gær. Rubaie sagði ákvörðunina nauðsyn- lega í þágu hagsmuna almennings í frak. „Ráðu- neytunum verður komið í hendur ríkisstjórnarinnar, í þeirri von að óháðir aðilar verði fengnir til að þjóna hags- munum lands og þjóðar.“ Al-Sadr hefur mikil ftök meðal fátækra sjíta f f rak. Þannig komu þúsundir manna saman í borg- inni Najaf til að taka þátt í mót- mælum gegn veru Bandaríkja- hers í landinu, en liðsmenn al-Sadr höfðu boðað til mótmælanna. Músl- fmaklerkurinn mætti sjálfur ekki til mót- mælanna og er það mat Bandaríkjahers að hann hafist við í nágrannaríkinu fran. Banda- ríkjaher hefur lýst Mehdi-her al-Sadr mestu ógnina við öryggi í frak, en hann var stofnaður í kringum innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra árið 2003. Áður en al-Sadr og liðsmenn hans hófu þátttöku í stjórn- málum leiddi Mehdi-herinn tvær vopnaðar uppreisnir gegn erlendu her- liði í landinu árið 2004. 32 menn úr röðum stjórnmála- hreyfingar al-Sadr eiga nú sæti á hinu 275 manna þjóðþingi fraka. Stjórn- málahreyfing al-Sadr tók þátt í nýrri ríkisstjórn sem tók við völdum í maí- mánuði 2006 undir forsæti al-Maliki. Ráðherrarnir sem hættu þátttöku í ríkisstjórninni réðu meðal annars yfir ráðuneytum heilbrigðis-, land- búnaðar-, héraðs-, samgöngu- og ferðamála. Þingmenn stjórnmála- hreyfingar al-Sadr hafa ítrekað mót- mælt nánum tengslum al-Maliki og bandarískra stjórnvalda. Fréttaskýrandi BBC segir að margir álfti að ákvörðun ráðherra al-Sadr tengist því að þeir telji að dregið hafi úr aðkomu þeirra að ákvarðanatöku ríkisstjórnarinnar og að Bandaríkja- her hafi með ósanngjörnum hætti beint spjótum sínum sérstaklega að Mehdi-her al-Sadr í baráttunni gegn uppreisnarmönnum í frak. Skeifunni 6 og Dalveqi 18 Sími 533 4450 / 577 4450 • www.everest.is Heilsa Matur Börn&Uppe'd'* Heimili&Hönnun Húsbyg9Íanc*mn Viöskipti&Rármál Vinnuvélar Bílar Konan Árstíðabundin sérblöð blaói Auglýsingasímar: Magnús Gauti 510-3723 Kolbrún Dröfn 510-3722

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.